Aðsent efni

Styrkur skiptir máli

Á tíma okkar sem þingmenn NV-kjördæmis hefur verið ánægjulegt að eiga samstarf við alla sveitarstjórnarmenn í Húnaþingi vestra. Samhugur, samtakamáttur og öflug málafylgja eru orð sem koma í hugann. Það hafa líka náðst fram stór og mikil framfaramál og sveitarfélagið verið í fararbroddi margra metnaðarfullra verkefna. Til að bæta búsetuskilyrði og efla mannlíf. Mörg verkefni hafa náð fram, en okkur eru vafalaust líka ofarlega í huga verkefnin sem blasa við og hafa ekki náð fram, eins og við helst vildum.
Meira

Að eldast í Skagafirði, á öðru póstnúmeri en 550

Mig langar að benda á forgangsröðun og þau réttindi sem íbúar Skagafjarðar eiga að búa við en er því miður ekki enn búið að koma í forgang. Skagafjörður getur betur. Lög um grunnþjónustu félagsþjónustu fyrir aldraða á ekki að einangrast við póstnúmer. Lögin eru sett fyrir alla íbúa Íslands. Ef réttindi allra íbúa til grunnþjónustu samkvæmt lögum er ekki forgangsmál, hvað er það þá?
Meira

Íslandsbankasala fjármálaráðherra er ólögleg

Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á sölunni á Íslandsbanka. Fármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni.
Meira

Frá sveitasíma til snjalltækis

Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á netmiðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því samfélagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsárum sínum.
Meira

Staða fatlaðs fólks til skammar í sveitarfélaginu

Ég er svo hugsi eftir fund sem fór fram í gær, 4. maí, við frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga um stöðu fatlaðs fólks í Skagafirði og finn fyrir brennandi þörf til að tjá mig.
Meira

Aðgengi fyrir alla?

Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í fyrstu grein samningsins er kveðið á um að markmið hans sé að efla, verja og tryggja að fatlað fólk skuli njóta allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra.
Meira

Sterkari Skagafjörður fyrir eldri borgara

Á næsta kjörtímabili viljum við í Framsókn ráðast í samstarf við heilbrigðisráðuneytið um fjölgun hjúkrunar- og dvalarrýma á Sauðárkróki og skoða möguleika á þjónustuíbúðum og stækkun dagdvalar.
Meira

Keðjan jafn sterk og veikustu hlekkirnir

Grunnur er hluti byggingar sem við í mannvirkjagerðinni þekkjum vel. Við lærum strax mikilvægi þess að hann standi réttur og sterkur til að framhaldið verði vandað og endingargott. Með því að tileinka sér þessa hugsjón í öllu sem við gerum búum við til vegferð sem skilar sér margfalt til baka.
Meira

Mikilvægi íþrótta og hreyfingar

Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt.
Meira

Eitt sveitarfélag á Norðurlandi vestra? – Leiðari Feykis

Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og framboðin öll loksins komin undan feldi til að kynna sín stefnumál. Allir eru með bestu stefnumálin og mörg þeirra sem hníga í sömu átt enda vilja allir sínu samfélagi það besta en íbúar klóra sér í höfðinu og íhuga hverja eigi að velja til forystu.
Meira