Á forsendum byggðanna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
18.06.2021
kl. 12.05
Undanfarnar vikur og mánuði hef ég ferðast um Norðvesturkjördæmi og átt samtöl við fjölda fólks um þau mál sem brenna á íbúum landssvæðis sem nær allt frá Hvalfirði og í Fljótin í Skagafirði. Eins og gefur að skilja eru málin misjöfn, sums staðar brenna samgöngurnar heitast, annars staðar eru það atvinnumál, skólamál eða heilbrigðismál og þannig má lengi telja. Í jafn víðfeðmu kjördæmi eru ólíkar áherslur, það er viðbúið. En í mörgum þessara mála má finna sameiginlegan þráð; áhyggjur og óþol fyrir því að ákvarðanataka í stjórnsýslunni sé fjarlæg og endurspegli ekki nægjanlega vel aðstæður heimamanna.
Meira