Aðsent efni

Reynsla og traust

Reynsla og þekking á málefnum Norðvesturkjördæmis skiptir miklu máli þegar velja skal á milli margra ágætra einstaklinga til Alþingis. Ég hef setið á Alþingi í 12 ár og lagt mig fram við það að vinna að bættum búsetuskilyrðum um land allt og að hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Ég sit nú í baráttusæti og treysti því að kjósendur treysti mér áfram til góðra verka.
Meira

Jöfnum búsetuskilyrði og réttum hlut sjávarbyggða

Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Meira

„VELSÆLDIN“ Í „LANDI TÆKIFÆRANNA“

Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera?
Meira

Aldraðir eru líka fólk!

Lög voru sett á Alþingi þann 31. desember 1999 sem fólu í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi, eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er í lögunum lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt.
Meira

Breytum sjávarútveginum á laugardaginn

Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin.
Meira

Látum ekki kúga okkur lengur í krafti einokunar og auðs!

Þar sem atvinnulíf er einhæft ráða eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti einokunar og auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni?
Meira

Píratar standa með sjómönnum

Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu.
Meira

TÖKUM Í HORNIN Á TUDDA

„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala.
Meira

Skagafjörður og Ísland allt

Einhverra hluta vegna hafa ýmis framfaramál í Skagafirði ekki fengið umfjöllun við hæfi, nema einstaka mál sem hafa tímabundið hlotið náð fyrir augum ráðherra vegna þess að stutt er í alþingiskosningar. Reglulega hafa íbúar viðrað áhyggjur sínar vegna vegarins milli Fljóta og Siglufjarðar. Jarðskrið vegarins um Almenninga eru hættumerkin og hugsanlega er bara spurning um hvenær, fremur en hvort, stór hluti hans fellur í sjó fram. Slíkt gæti gerst fyrirvaralaust í jarðskjálfta og væru þá mannslíf í húfi auk lokunar vegtengingar við Siglufjörð. Þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um framkvæmdir í vegakerfinu er það skylda þeirra að taka tillit til hættulegra aðstæðna eins og þarna eru og skoða samhengi hlutanna. Ný jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar eru skynsamlegasta lausnin og verða að komast á dagskrá hið fyrsta.
Meira

Í tilefni alþingiskosninga 25. september 2021 - Opið bréf til lýðveldisbarna

Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofnað. Ykkur var gefið loforð: Ykkur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá. Loforðið var aldrei efnt af stjórnmálaflokkunum þótt rekið væri á eftir því. Það gerði til dæmis Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) í nýársávarpi sínu árið 1949:
Meira