Aðsent efni

Ókostur að skipta börnum úr dreifbýlinu í báða skólana - Erla Jónsdóttir Skagabyggð

Erla Jónsdóttir býr í Kambakoti í Skagabyggð, framkvæmdastjóri Lausnamiða, sem er bókhalds- og rekstrarráðgjafa fyrirtæki með skrifstofu á Skagaströnd. Einnig stundar hún kolefnisjafnaða sauðfjárframleiðslu á jörðunum Kambakoti og Hafursstöðum ásamt Jóhanni Ásgeirssyni, eiginmanni sínum og börnum þeirra, Freyju Dís og Loga Hrannari. Erla er ekki hlynnt sameiningu og telur hana snúast meira um skiptingu starfa á milli Skagastrandar og Blönduóss frekar en nokkuð fyrir íbúa Skagabyggðar.
Meira

Telur stærra sveitarfélag verða öflugra að öllu leyti - Sigurlaug Gísladóttir Blönduósi

Sigurlaug Gísladóttir, sem fædd er og uppalin í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, býr nú á Blönduósi og rekur verslunina Húnabúð þar í bæ, sem er hvoru tveggja í senn, kaffihús með blóm og gjafavörur.
Meira

Skora á fólk að hafna sameiningu - Ólafur Bernódusson Skagaströnd

Ólafur Bernódusson kennari, námsráðgjafi og verkefnisstjóri í Höfðaskóla á Skagaströnd, er mjög skeptískur á sameiningu og hvetur fólk til að hafna henni í kosningunum. Ólafur er fæddur og uppalinn á Skagaströnd, giftur, þriggja barna faðir.
Meira

Merkjum X við aukinn slagkraft

Nú þegar styttist í kosningar þann 5. júní, eru nokkur atriði sem koma upp í hugann, þá sérstaklega eftir að hafa setið sem fulltrúi í samstarfsnefndinni og fylgst með íbúafundum sem fram hafa farið í sveitarfélögunum fjórum. Í þessari umræðu kom það sjónarmið fram að sveitarfélögin væru hvert og eitt vel í stakkbúin til þess að takast á við þær áskoranir sem að okkur sækja, þá langar mig að velta því hér upp. Af hverju hefur okkur þá ekki tekist betur upp með að snúa við neikvæðri íbúaþróun? fjölga atvinnutækifærum og bæta hér vegi? (ef vegi mætti sum staðar kalla).
Meira

Húnvetningar. Framtíðin er okkar -Góð kjörsókn tryggir skýra niðurstöðu-

Á laugardag verður gengið til kosninga um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Sameiningarviðræðurnar eiga sér töluverðan aðdraganda og byggja á farsælli samvinnu sveitarfélaganna í félagsþjónustu og fræðslumálum, tónlistarskóla, atvinnu- og menningarmálum, skipulagsmálum og brunavörnum. Hagsmunir svæðisins eru að miklu leyti sameiginlegir, menningin svipuð og atvinnulíf byggir á sömu grunnstoðum, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu.
Meira

Kaflaskil í landbúnaði – Ræktum Ísland

Það þarf ekki að fjölyrða um gildi og þýðingu íslensks landbúnaðar, fyrir þeim sem á annað borð geta séð í samhengi þjóðarhag og hagsmuni þeirra sem landið byggja. Áhrif landbúnaðar eru langt umfram fjölda bænda, eða beinharðar framleiðslutölur eða hlutdeildar á markaði matvæla. Landbúnaður hefur sannarlega gengið í gegnum mikla breytingar á undanförnum áratugum. Óvíða hefur framleiðni aukist meira.
Meira

„Það verður alltaf þörf fyrir prentun,“ segir Guðni prentari sem rifjar upp aðkomu sína sem prentari Feykis í tilefni 40 ára afmæli blaðsins

Guðni Friðriksson hefur séð um að prenta Feyki í 34 ár og stendur enn við prentvélina. Hann segir mestu breytinguna í gegnum tíðina hafa verið í sambandi við uppsetningu, sem nú fer fram í tölvu, og svo þegar fjórlitaprentvélin kom í hús og allt blaðið litprentað. „Það er tvímælalaust mesta breytingin,“ segir hann en Feyki langaði að rifja upp með Guðna þátt prentsins í útgáfusögu blaðsins.
Meira

Það var allt til á háaloftinu hjá mömmu - Áskorendapenni Þórhalla Guðbjartsdóttir Blönduósi

Foreldrar mínir fluttu á Blönduós, nánar tiltekið á Húnabraut 34, sumarið 1965. Þá var ég níu mánaða gömul. Við áttum engar ættir að rekja til Húnavatnssýslna og enga nákomna ættingja þar en okkur var vel tekið og eignuðumst við fljótt stóra „fjölskyldu“ sem voru nágrannar okkar við Húnabrautina.
Meira

Samhent handavinnuhjón

Hjónin María Hjaltadóttir og Reynir Davíðsson eru handverksfólk vikunnar. Um áratuga skeið voru þau kúabændur á Neðri-Harrastöðum í Skagabyggð og með búskapnum voru þau landpóstar. María og Reynir eru flutt til Skaga-strandar og hafa komið sér þar vel fyrir, þar hafa þau komið sér uppi góðri aðstöðu fyrir áhugamálin, en Reynir útbjó sér smíðaskemmu í kjallaranum þar sem hann er með rennibekk og alls kyns verkfæri. Þau segja að þegar þau hættu búskapnum hafi þau loks haft tíma fyrir áhugamál.
Meira

Veðjum á ungt fólk

Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum.
Meira