Aðsent efni

Stór dagur í dag

Í dag eru alþingiskosningar. Þá er mikilvægt að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn. Það er alltaf mikilvægt, en ekki síst núna þegar kannanir benda til þess að níu flokkar geti náð kjöri, og margir þeirra eru eins, og sumir undan hvorum öðrum. Þá er mikilvægt að breiðfylking sé til staðar á pólitíska litrófinu.
Meira

Sögulegt tækifæri

Á kjördegi stöndum við frammi fyrir sögulegu tækifæri til breytinga á Íslandi. Ég kalla það sögulegt tækifæri því í dag getum við ákveðið að hafna þeim stjórnarháttum sem hér hafa verið viðhafðir í 26 ár af síðustu 30 og velja í staðinn stjórnvöld sem eru tilbúin til að ráðast í stóru verkefnin framundan með almannahagsmuni að leiðarljósi.
Meira

Kæri kjósandi og kæri lesandi, nú er komið að því

Nú er komið að því að velja og val þitt virðist erfitt. Í dag á að velja flokk eða kannski að velja það sem að sumir segja fokk því þeir eru allir eins þessir stjórnmálamenn, það er sami rassinn undir þeim öllum. Ef að svo væri þá liti minn allt öðruvísi út en hann gerir.
Meira

Hér á ég heima

Ég hef nær allt mitt lífsskeið búið á Blönduósi, já ég veit, staðnum sem fáir vilja eiga sameiginlegt með samnanber nýliðnar kosningar um sameiningu innan Austur-Húnavatnssýslu. En þetta er staðan og við það þurfum við að lifa áfram í sátt, a.m.k. mun ég gera það.
Meira

Kæri kjósandi

Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni.
Meira

Það er ekkert að óttast

Okkur hefur aldrei skort úrtöluraddir í þorpunum. Það er sífellt verið að segja okkur að þetta og hitt sé ekki hægt. Allt nýtt og ferskt sé ýmist ógerlegt eða of flókið. Vegurinn framundan torsóttur.
Meira

Rétttrúnaður sem sviptir okkur þjónustu

Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Rétttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins.
Meira

Af hverju Samfélagsbanki?

Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn.
Meira

Ert þú raunverulega að hugsa um eigin hagsmuni og lýðræðislegu réttindi í þessum kosningum?

Flest gefum við okkur þá staðreynd að við búum í lýðræðislegu samfélagi, það er eiginlega hluti af næstum sjálfgefinni sjálfsmynd okkar. Að búa í vestrænu velferðarríki þar sem allt fer eftir lýðræðislegum lögum og reglum sem engin getur breytt til hagsbóta fyrir sjálfan sig eða tengda hagsmunaaðila. Margir hafa staðið í þeirri trú að við byggjum í nokkurn veginn stéttlausu jafnaðarsamfélagi en sú mynd hefur að vísu horfið úr félagsvitund landans í takt við hraðvaxandi misskiptingu og harðandi baráttu hópa sem telja sig hlunnfarna af eðlilegri skiptingu landsgæða.
Meira

Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna

Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna.
Meira