Vegurinn að baki – vegurinn framundan - Stórátaks er þörf í tengivegamálum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
14.05.2021
kl. 08.32
,,Hver vegur að heiman er vegurinn heim“ segir máltækið en þó kemur hann lítt að gagni til og frá nema hann sé þokkalega fær. Um vegamál var allmikið rætt á Norðurlandi vestra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og ekki að tilefnislausu enda er á svæðinu hæsta hlutfall landsins af tengivegum á möl. Undirritaður vildi frá byrjun kjörtímabils beita þekkingu sinni, reynslu og tengslum til þess að þoka málum áfram fyrir héraðið og síðar svæðið í heild sinni.
Meira