Aðsent efni

Sterkir innviðir – góð búsetuskilyrði

Í starfi mínu í bæjarstjórn Vesturbyggðar er mér tíðrætt um innviði og uppbyggingu þeirra. Hvers vegna? Segja má að umræða um mál tengd innviðum sé algeng í mínu nærumhverfi þar sem hnignun hafði verið viðvarandi um nokkurt skeið í sveitarfélaginu. Það sem gerist við slíkar aðstæður er að innviðir fúna.
Meira

Öflug samvinna um farsæld barna

Þessa dagana er til umfjöllunar í velferðarnefnd frumvarp frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með fylgir frumvarp um stofnun Barna- og fjölskyldustofu og frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Meira

Fjölgar kórónuveirufaraldurinn störfum á landsbyggðinni?

Á undanförnum vikum hefur færst í vöxt að stofnanir auglýsi störf sem ekki eru bundin við starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd auglýsti tvö störf á Húsavík, Ferðamálastofa auglýsti sömuleiðis tvö störf án staðsetningar nýverið og Samband íslenskra sveitarfélaga er þegar þetta er skrifað með þrjú störf í umsóknaferli sem öll eru án staðsetningar.
Meira

Landsbyggðin fái opinber störf

Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum.
Meira

Tímamót - Áskorandinn Þórdís Eva Einarsdóttir, Grænuhlíð A-Hún.

Nú þegar tvítugsafmælið mitt nálgast óðum, ásamt fleiri tímamótum, þá hef ég mikið verið að hugsa til baka. Það er eflaust undarlegt fyrir mörgum að velta sér upp úr slíku um tvítugt þegar maður er rétt að komast á fullorðinsárin, en ég held það sé mikilvægt upp á hvað maður velur að taka með sér áfram út í lífið.
Meira

Íþróttakeppnir sagan áfram – fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein vorum við stödd á landsmótinu 1978 að Skógarhólum í Þingvallasveit, því síðasta sem fram fór á þeim sögufrægu slóðum en á því móti var m.a. í fyrsta sinn að finna hestaíþróttir á dagskrá landsmóts. Á fleiri leiðarstef, varðandi þróun hestaíþróttanna á þeim um margt tíðindamikla áttunda áratug síðustu aldar, hefur verið minnst.
Meira

Höldum áfram að bæta kjör eldri borgara

Þegar rætt er um kjör aldraðra verður að hafa í huga að hópur eldri borgara er misjafn eins og einstaklingarnir eru margir. Sem betur fer eru kjör stærsta hluta hóps aldraðra góð, þar viljum við hafa flesta. Mikilvægt er að kjör eldri borgara séu ávallt í umræðunni svo hægt sé að bregðast við, bæta og tryggja að allir geti notið eftiráranna án þess að hafa áhyggjur af afkomu. Þeir sem eru að komast á eftirlaun núna eru baráttuglaður hópur, blómakynslóðin sem vildi breytingar og stóð fyrir þeim, kvenréttindi, aukin réttindi til náms, réttindi barna og réttindi á vinnumarkaði. Réttindi sem skiluðu sér inn á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar voru byltingarkennd og skiptu máli.
Meira

Úr fortíðinni :: Hrakfarir séra Friðriks Friðrikssonar og annarra skólapilta að norðan - Hrepptu hið versta ferðaveður

Í bók séra Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsfrömuðar og stofnanda KFUM, Undirbúningsárin sem kom út árið 1928, er ítarleg ferðasaga Friðriks úr Skagafirði, þar sem hann bjó og starfaði á sumrum, og til Reykjavíkur þar sem hann stundaði nám. Kom hann við hjá vinafólki á Kornsá í Austur-Húnavatnssýslu en þeir Björn og Ágúst bróðir hans, Lárussynir Blöndal, voru miklir mátar og urðu þeim samferða ásamt öðrum. Hrepptu þeir veður vond og var ferðin söguleg sökum hrakfara og vosbúðar. Við grípum niður á bls. 54 þar sem Friðrik er mættur á sýslumannssetrið á tilsettum tíma, stuttu fyrir aldamótin 1900. Millifyrirsagnir eru Feykis.
Meira

Legsteinn Sigurðanna tveggja - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Ýmsir sérkennilegir og sérstakir gripir hafa rekið á fjörur Byggðasafnsins í gegnum tíðina. Á dögunum fengum við í hendurnar fulltrúa hluta sem eru heldur fátíðir á söfnum landsins, en gripurinn sem um ræðir er legsteinn. Þegar hlutir eru gefnir til safnsins þarf að meta virði þeirra í sögulegum eða fagurfræðilegum skilningi og ákveða svo hvort og hvernig skuli varðveita þá. Þá þarf oft að leggjast í nokkra rannsóknarvinnu til að kynnast sögu þeirra og eigendum og legsteinninn var þar engin undantekning.
Meira

Takkaskórnir of gamlir og rykugir fyrir Pepsi Max - Liðið mitt Hrafnhildur Guðnadóttir

Hrafnhildur Guðnadóttir, eða Rabbý eins og hún er ævinlega kölluð, hefur reynt ýmislegt á knattspyrnuvellinum. Barnsskónum sleit hún á Siglufirði og sparkaði fótbolta í gríð og erg fyrir KS í yngri flokkum en aðeins 16 ára gömul var hún farin að leika í efstu deild með sameiginlegu liði Þórs Ak., KA og KS áður en hún kom á Krókinn og lék með Stólum nokkur tímabil þar til hún munstraði sig árið 2009 í Pepsi-deildarlið KR. Þar lék hún sjö leiki og skoraði eitt mark. Ferilinn endaði hún svo í liði Tindastóls árið 2011, þá búinn að leika 96 leiki með þessum þremur liðum. Það er því ekkert undarlegt að hún hafi fengið spurningu í síðasta þætti hvort hún ætli að taka þátt í Pepsi Max ævintýri Tindastóls þetta tímabilið. Rabbý býr á Sauðárkróki og starfar sem hársnyrtir.
Meira