Aðsent efni

Minningar um áramót - Áskorandi Gunnar S. Sigurðsson Blönduósi

Það er góðra manna siður að staldra aðeins við um áramótin og rifja upp hvað liðið ár hefur borið í skauti sínu. Ekki ætla ég að kafa í þá atburði. Það er svo rækilega gert í fjölmiðlum dag hvern. Engu að síður óska ég öllum löndum mínum farsældar á komandi ári og votta þeim samúð sem eiga um sárt að binda.
Meira

Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag

Framtíðarsýnin þarf að vera skýr: Sjálfbær nýting auðlinda, þar sem hugað er að góðri nýtingu hráefna og löngum endingartíma vöru strax við hönnun og framleiðslu. Ný úrgangsstefna innleiðir kerfi sem ýtir undir deilihagkerfið, viðgerðir, endurnotkun og endurvinnslu. Hún ýtir undir að við umgöngumst úrgang sem verðmæti sem hægt er að búa til eitthvað nýtt úr. Þetta er það sem kallað er hringrásarhagkerfi, þar sem hráefnin eru notuð hring eftir hring. Slíku hagkerfi þarf að koma á í stað línulegs framleiðsluferlis, þar sem vörur eru notaðar, oft í stuttan tíma, og þeim síðan einfaldlega hent. Hættum slíkri sóun.
Meira

Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum

Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um tíu ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný.
Meira

Söfnun vegna kaupa á líkbíl

Þann 21. desember síðastliðinn færðu eigendur Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. Kiwanisklúbbnum Drangey eina milljón króna að gjöf vegna söfnunar klúbbsins fyrir nýjum líkbíl handa sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju til minningar um Pálma Friðriksson.
Meira

Eyþór Stefánsson – tónskáldið í Fögruhlíð

Eitt hundrað og tuttugu ár eru nú frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar – tónskáldsins í Fögruhlíð. Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901 og lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 3. nóvember 1999, 98 ára að aldri. Eiginkona hans var Sigríður Anna Stefánsdóttir sem fæddist 29. september 1905 og lést 20. júní 1992.
Meira

Þrautseigja, þol og hugvit

Ég er fæddur og uppalinn á Stað, Súgandafirði. Barnæskan á Suðureyri var yndisleg, ég get ekki ímyndað mér betri stað til að alast upp á. Við notuðum allt þorpið sem leikvöll, hvort sem það var í byssó, fallin spýta eða að reyna að svindla pening af þorpsbúum með því að mála steina gulllitaða og selja þá sem alvöru gull. Svo varð ég eldri, byrjaði að vinna í fiski og hlusta á karlana tala um pólitík. Það var alltaf neikvætt; „Hvað eru þessi börn inn á Alþingi eiginlega að hugsa?“ þá byrjaði ég að taka eftir því að það var ákveðið vonleysi yfir fullorðna fólkinu. Þegar bankahrunið kom og fréttirnar sögðu: „Nú er komin kreppa“ þá heyri ég: „Kreppan var löngu komin vestur, enda erum við alltaf á undan í tískunni“.
Meira

Litið til baka - Áskorendapenninn Birgitta H. Halldórsdóttir A-Hún.

Það er óhætt að segja að þetta ár sem nú er að renna sitt skeið hefur heldur betur sett okkur öll á annan stað í lífinu, stað sem að minnsta kosti ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa. Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég ásamt nokkrum góðum vinkonum úr Kvenfélagi Svínavatnshrepps að spóka mig í Crawley á Englandi, svo hamingjusöm og grunlaus um hvað myndi bíða okkar er heim kæmi. Þetta var dásamleg ferð, en við rétt komumst heim þegar skall á óveðrið sem byrjaði 10. desember og olli afar miklum skaða, bæði hér og annars staðar.
Meira

Alveg laus við sérvisku eða hjátrú - Íþróttagarpurinn Sveinbjörn Óli Svavarsson

Í nóvember sl. var tilkynnt hverjir fengu þann heiður að vera valdir í landsliðshóp fyrir komandi verkefni hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Tveir Skagfirðingar eru í þeim hópi, Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson. Kapparnir tveir úr Skagafirðinum eru þrautreyndir á keppnisvellinum og hafa ósjaldan staðið á verðlaunapalli.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Ríp í Hegranesi

Telja má víst að bærinn dragi nafn af hamri, eða hárri klöpp, sem er skammt frá bænum, en „ripr“ þýðir í fornu máli brattan hamar, eða bjargsnös (sbr. Lexicon Poeticum, bls. 468). Bærinn stendur einnig á klöpp. Ekki er mjer kunnugt um, að orð þetta þekkist í öðrum staða- eða bæjanöfnum, að undanteknu konungssetrinu forna: Rípum á Jótlandi.
Meira

Smá ferðasaga mótorhjólaáhugamanns - Áskorandi Guðmundur Paul Scheel Jónsson Blönduósi

Það var fyrir tveimur árum að það skaut upp í huga mér að líklegast myndi alvöru mótorhjól henta mér betur en rafskutlan sem ég keypti ári áður. Rafskutlan er ekki gerð fyrir meiri þunga en 120 kg og mældist ég langt þar fyrir ofan og þar sem ég á ekki bíl og hef lítinn áhuga á slíku farartæki bættist þyngd innkaupa við yfirþyngdina sem hjólinu var ætlað að bera.
Meira