Endurheimt Brimnesskóga þarf stöðuga umönnun
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
18.06.2021
kl. 08.58
Vinna við endurheimt Brimnesskóga hefur staðið yfir frá árinu 1995 en í því verkefni hafa eingöngu verið notaðar trjátegundir, einkum birki og reynir, sem vaxið hafa í Skagafirði frá ómunatíð. Á heimasíðu verkefnisins steinn.is/brimnesskogar kemur fram að birki, ættað úr Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal, hafi verið kynbætt og fræ af því notað til ræktunar. Landið sem Brimnesskógar hefur til afnota er um 23 ha, við ána Kolku skammt frá Kolkuósi og er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira