Aðsent efni

Af kynbótum :: Áskorandapenninn Ármann Pétursson Neðri-Torfustöðum í Húnaþingi vestra

Ég vil byrja á því að þakka Elísabetu fyrir þessa brýningu á mikilvægi þess að velja barninu nafn sem er til þess fallið að dóttir bóndans hinum megin við ána geti loks varpað öndinni léttar.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Vík í Sæmundarhlíð

Þetta bæjarnafn þekkist fyrst úr Sturlungu. Meðal þeirra manna, sem Brandur Kolbeinsson hafði í vígförinni að Þórólfi Bjarnasyni, er nefndur ,,Einarr auðmaðr í Vík“ (Sturl. II. bls. 333).
Meira

Hvert liggur þín leið? :: Áskorendapenni Atli Einarsson, Blönduósi

„Hvaðan kom hann?, hvert er hann að fara?, hvað er hann?!“ Með þessum orðum lýsti Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður, varnarleik íslensks handboltamanns á Evrópumóti í handbolta fyrir rúmum áratug síðan. Þessar þrjár spurningar má með mjög einföldum hætti heimfæra upp á hvaða einstakling sem er. Öll eigum við okkur einhverja fortíð sem mótar okkur með einum eða öðrum hætti. Við höfum einhverjar áætlanir um það hvert við stefnum og loks höfum við ákveðnar hugmyndir og væntingar um það hvað og hvernig við viljum vera.
Meira

Haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar 2021

Í ár var haldið haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar. Sveitarfélögin skiptast á að halda þingið og sjá skólastjórnendur í sveitarfélögunum um skipulagningu. Í ár sá Húnaþing vestra um skipulagningu og var haustþingið haldið á Hótel Laugarbakka í september.
Meira

Vísindi eða hindurvitni

Eins og margir vita kom nú á haustdögum upp nýtt riðutilfelli í kind í Skagafirði. Áfallið er mikið fyrir bændur á viðkomandi bæ og miðað við núverandi reglur er niðurskurður alls fjárstofnsins á bænum framundan með tilheyrandi fjárhagstjóni og andlegu álagi, en flestir sauðfjárbændur sem stunda sinn búskap af alúð tengjast dýrunum tilfinningaböndum.
Meira

Frá hugmynd að veruleika :: Áskorendapenninn Kolbrún Dögg Sigurðardóttir Sauðárkróki

Við hjónin erum dugleg að láta okkur dreyma og kasta á milli okkar hinum ýmsu hugmyndum sem skjóta upp kollinum. Við leyfum ímyndunaraflinu að toga okkur áfram og leiða okkur á ótroðnar slóðir. Engin hugmynd er óraunhæf, en auðvitað eru þær misgóðar. Við reynum svo að grisja úr þeim hugmyndum sem við fáum, sumar verða svo að veruleika, aðrar ekki. Sumar toga meira í mann, yfirleitt þær sem eru stórtækar og krefjast þess að maður fari út fyrir þægindarammann. Okkur finnst hollt að henda okkur stundum út í djúpu laugina og láta draumana rætast og hugmyndir verða að veruleika. Að fara út fyrir þægindarammann gefur manni tækifæri á að vaxa í lífi og starfi og öðlast breiðari sýn á heiminn.
Meira

Af hlýju sumri 2021 :: Hjalti Þórðarson skrifar

Hásumarið 2021 fer í einhverjar metabækur hvað varðar hlýindi og hafa íbúar á vestanverðu Norðurlandi ekki farið varhluta af þeim hlýindum. Sumarið skall á með látum 24. júní sl. eftir verulega svalan maí og stærstan hluta júnímánaðar. Snjór var þó almennt lítill frá vetrinum.
Meira

Saga hrossaræktar – upphafið :: Kristinn Hugason skrifar

Íslenski hesturinn kom hingað til lands við landnám. Upprunastofninn hefur verið blandaður eins og mannfólkið en þó að uppistöðu til frá Noregi vestanverðum.
Meira

Hvað á barnið að heita?

Mannanöfn er einn angi íslenskunnar sem reynir á þetta fallega tungumál, já og landann. Hver hefur ekki skoðun á nafngift frumburðar frænku nágrannans? Það má ekki heita of gamaldags nafni en heldur ekki of nýmóðins, og hvað sem þú gerir, ekki segja að þú sért að bíða eftir úrskurði mannanafnanefndar. Sameinumst nú á hinni heilögu nafnamiðju svo að allir geti sofið rótt og kvíði ekki næstu skírn.
Meira

Þakka traustið

Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem mér og Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú okkur og þeim stefnumálum sem flokkurinn berst fyrir. Einnig því hugarfari og nálgun sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins.
Meira