Aðsent efni

Veðjum á ungt fólk

Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum.
Meira

Sameining styrkir samfélagið

Sameining sveitarfélaga í A Hún er mjög mikilvæg. Fjölmörg sóknarfæri eru fyrir svæðið í heild ef íbúar allra sveitarfélaga samþykkja sameiningu. Þá verðum við í einu sveitarfélagi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Tíminn þangað til yrði notaður til að undirbúa þennan merka áfanga mjög vel.
Meira

Sameiningarhugleiðing á sauðburðarvaktinni

Hér sem ég sit með fartölvuna í fjárhúsunum og fylgist með 17-771 bera seinna lambinu langar mig að segja frá því þegar ég fluttist í Húnavatnssýslu. Ég og sambýlismaður minn keyptum jörðina Víkur á Skaga haustið 2016 og tókum við sauðfjárbúskapnum þar. Skömmu áður en ég var kosin í sveitarstjórn vorið 2018 komst ég að því að við byggjum í sveitarfélaginu Skagabyggð.
Meira

Frelsið og jörðin

Frelsið er grundvallarþáttur í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsi til búsetu, frelsi til mennta, frelsi til atvinnu, frelsi til viðskipta og frelsi til athafna. Innifalið í athafnafrelsinu m.t.t. hinna dreifðu byggða landsins, skyldi vera frelsi til að stunda þá búgrein sem hentar viðkomandi bújörð og þar sem viðkomandi ábúandi getur nýtt og virkjað menntun sína, reynslu og áhugasvið.
Meira

„Blaðið birtist fyrst á óvenju miklum átakatímum,“ segir Ingi Heiðmar, dyggur áskrifandi Feykis í 40 ár

Í tilefni afmælistímamóta Feykis var ákveðið að hafa upp á einum áskrifanda sem fengið hefur blaðið inn um lúguna frá upphafi og kom þá nafn Inga Heiðmars Jónssonar upp í hugann en hann getur hæglega talist fulltrúi Húnvetninga, Skagfirðinga og brottfluttra í lesendahóp blaðsins. "Ég álít að þetta blað hafi skilað íbúunum drjúgum ávinningi," segir hann.
Meira

Fékk boltann beint í höfuðið og steinlá í grasinu - Liðið mitt Helena Magnúsdóttir

Það er nú ekki ónýtt að hafa fyrrverandi meistaradeildarleikmann Breiðabliks í sjúkrateymi Tindastóls, bæði í fótbolta og körfu en Helena Magnúsdóttir eða Lena sjúkraþjálfari, hefur sinnt því hlutverki um margra ára bil. Hún starfar við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki en passar upp á leikmenn kvenna og karla þess utan með sínu árangursríka nuddi. Á heimasíðu KSÍ má finna fótboltaferil Lenu sem hófst hjá Breiðablik í 1. deild kvenna árið 1994 og þar á hún alls 32 meistaraflokksleiki fram til 1999 er deildin kallaðist Meistaradeild kvenna. Lena svarar spurningum í Liðinu mínu.
Meira

Úr Fjölbrautinni á Feyki - Björn Jóhann Björnsson rifjar upp blaðamannaferilinn

Í tilefni 40 ára afmælis Feykis var Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður og aðstoðarfréttastjóri á innlendri fréttadeild Morgunblaðsins, beðinn um að rifja upp sín Feykisár þar sem farsæll blaðamannaferill hans hófst til skýjanna eftir góðan undirbúning við Molduxa, skólablað Fjölbrautaskólans. Björn Jóhann brást vel við bóninni eins og hægt er að lesa hér á eftir.
Meira

Bílavesen - Áskorendapenninn Bryndís Þóra Bjarman, brottfluttur Króksari

Ég vil byrja á að þakka vinkonu minni, fyrrum nágranna á Sauðárkróki og frænku, Önnu Elísabetu Sæmundsdóttur fyrir að skora á mig – eða ekki. Ég sagði óvart strax „já“ þegar hún bað mig um að taka við keflinu, enda hef ég alltaf verið svo hlýðin… og löghlýðin, sem tengist að einhverju leyti því efni sem ég skrifa um hér að neðan.
Meira

Var að ljúka við að prjóna hestalopapeysu á ömmustelpuna mína sem fermist í vor

Björg Þorgilsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík ásamt sjö systkinum. Hún bjó lengst af í Ásgarði í Fossvoginum og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla.
Meira

Staðarmiðlar „kanarífuglinn í kolanámunni“, segir Birgir Guðmundsson um rekstrarvanda fjölmiðla – Feykir 40 ára

Birgir Guðmundsson er dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og meðal rannsóknarefna hans hafa verið staðarmiðlar og mikilvægi þeirra í nærsamfélaginu. Birgir hefur einnig skrifað og fjallað um fjölmiðla í víðara samhengi, ekki síst fjölmiðla og stjórnmál og fjölmiðlasögu. Við hittum Birgi fyrir til að ræða stuttlega stöðu fjölmiðla og báðum hann fyrst um að segja aðeins frá sjálfum sér og hvernig hann kemur að fjölmiðlasögu landsins og um starfið hjá HA og fjölmiðlafræðinámið.
Meira