Ég gef kost á mér í 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norð-vestur kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í haust.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
22.03.2021
kl. 08.03
Ég heiti Gylfi Þór Gíslason f. 8. Apríl 1963 í Reykjavík. Ég er lögregluvarðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjöðum. Foreldrar: Gísli Jón Ólafsson, f. 1931 d. 2000 frá Ísafirði og Margrét Berndsen, f. 1927 d. 1986 frá Reykjavík. Ég hef búið á Ísafirð frá 1997. Kona mín heitir Sóley Veturliðadóttir og er dóttir Sveinfríðar Hávarðardóttur frá Bolungarvík og Veturliða G. Veturliðasonar frá Ísafirði. Við Sóley eigum tvö börn, Veturliða Snæ f. 1998 og Margréti Ingu f. 2001. Fyrir átti ég dótturina Elsu Rut f. 1989.
Meira