Aðsent efni

Píratísk byggðastefna

Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landsins í öllum kjördæmum þess.
Meira

Berjumst gegn fátækt á Íslandi! -Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri

Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða.
Meira

Samfélagsvegir – sveitalínan

Með sam­stilltu átaki tókst okk­ur Íslend­ing­um að stór­efla og bæta fjar­skipti í sveit­um lands­ins. Rann­sókn sem gerð var fyr­ir fjar­skipta­sjóð dró fram hversu mikla þýðingu það verk­efni hef­ur haft fyr­ir lífs­gæði, tekju­mögu­leika og byggðafestu í dreif­býli um land allt.
Meira

VILT ÞÚ BÚA Í LANDI TÆKIFÆRANNA?

Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem yfir 600 manns bíða áratugum saman á biðlista eftir húsnæði - en það er enginn heimskortur á byggingarefni, vinnufólki né peningum? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem fátækt eykst og fleiri þúsund manns eiga ekki fyrir mat út mánuðinn - samt er enginn skortur á matvælum í landinu?
Meira

Plægjum jarðveg tækifæranna

Áhersla Sjálfstæðisflokksins á athafnafrelsi og einstaklingsframtak er grundvöllur þeirrar verðmætasköpunar sem öll markmið samfélagsins um kröftugt velferðarkerfi hvíla á. Þetta er sérstaða Sjálfstæðisflokksins. Ég horfi á íslenskt samfélag og þó vissulega séu hér óleyst verkefni þá er Ísland raunverulega land tækifæra. Við viljum plægja jarðveg tækifæranna með sterkara velferðarkerfi, betri innviðum og samkeppnishæfara umhverfi sem styður við verðmætasköpun.
Meira

Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.
Meira

Gefum sjávarbyggðunum næringu í æð!

Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur.
Meira

Fjölbreytt störf – Jöfn tækifæri, jöfnuður og réttlæti

Meginástæða þess að margar byggðir og ekki síst hefðundnar sjávarbyggðir eiga undir högg að sækja er að þar skortir fjölbreytt atvinnutækifæri. Ef byggðirnar eiga að hafa einhverja möguleika til að vera eftirsóknarverðir búsetukostir fyrir ungt fólk verða þær að geta boðið því fjölbreytt og áhugaverð störf. Ef þeim tekst það ekki munu þær glata þeim mikla mannauð sem býr í ungu fólki, atvinnulífið nýtur ekki starfskrafta þess og samfélagið allt fer á mis við þann kraft og sköpun sem í því býr.
Meira

Lög, réttleysi og réttlæti

Í 1. gr. laga nr. 2016/2006, um stjórn fiskveiða, segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
Meira

Ljós um land allt

Þann 30. mars 2013 birtist grein í Morgunblaðinu eftir þingmenn Framsóknar sem bar nafnið „Ljós í fjós“ og var upphafið af því verkefni sem við þekkjum sem „Ísland ljóstengt“. Það verkefni er eitt stærsta byggðarverkefni sem ráðist hefur verið í á síðustu árum og felst í því að ljósleiðaravæða hinar dreifðu byggðir landsins.
Meira