Aðsent efni

Tillaga um hvatningu til atvinnuþróunar

Á tímum atvinnuleysis og samdráttar er mikilvægt að hvetja fyrirtæki til framþróunar og arðbærra fjárfestinga. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun, fjölgun starfa og verðmætasköpun að halda. Aðstæður kalla á að stjórnvöld fari í aðgerðir sem styrkja atvinnulífið í bráð og lengd. Auk hvata og stuðnings við nýsköpun þarf aðgerðir til að halda atvinnulífinu gangandi, koma í veg fyrir stöðnun, skapa nýjar tekjur og störf hratt.
Meira

Fæðingarhjálp fyrri tíma - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Meðgöngu og fæðingu hefur alltaf fylgt nokkur óvissa og áhætta. Íslendingar búa við einhverja bestu fæðingarhjálp sem völ er á í heiminum í dag en í gegnum aldirnar og árþúsundin þurftu konur að reiða sig á ýmiskonar aðstoð við að fæða börnin inn í þennan heim. Aðstoð gat verið þessa heims eða annars, byggð á raunheimsathugunum, s.s. grasalækningum, eða bænum til æðri máttarvalda. Á meðan hvorki voru læknar né ljósmæður til taks þurfti fólk að bjarga sér sjálft eða reiða sig á kunnáttufólk í næsta nágrenni. Ýmis alþýðuráð þóttu duga við fæðingarhjálp og skal hér stuttlega greint frá nokkrum þeirra.
Meira

Jólin og hefðir - Áskorandinn Sigríður Helga Sigurðardóttir Blönduósi

Ég elska jólin og finnst þau mjög skemmtilegur tími. Mér finnst skemmtilegt að skreyta húsið og baka fyrir jólin og á það til að gleyma mér í því að baka og áður en ég veit af get ég verið búin að baka sjö tegundir af smákökum. Þá er það viðbúið að eiginmaðurinn segir: „Helga mín, ertu nú ekki aðeins að fara yfir strikið?“ Jú, það er alveg rétt, ég geri það, því að eftir jólin er ég í vandræðum með hvað ég eigi að gera við það sem eftir er.
Meira

Hvað er jákvæð sálfræði?

Síðastliðinn vetur átti ég því láni að fagna að vera í námsleyfi og stunda nám í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ég hef orðið vör við nokkra mistúlkun á því hvað jákvæð sálfræði felur í sér og er gjarnan spurð hvort það sé til neikvæð sálfræði, hvort ég sé þá alltaf jákvæð eða kannski í Pollýönnuleik? Mig langar því að koma hér á framfæri stuttri kynningu á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði þar sem ég tel, fyrir utan að svara áðurnefndum spurningum, að hún eigi erindi til allra og geti stuðlað að aukinni vellíðan fyrir þá sem áhuga hafa, ekki síst á tímum sem þessum.
Meira

Nám er tækifæri

Kófið hefur mikil áhrif á skólastarf í landinu. Á Bifröst hefur skólalífið verið í nokkuð föstum skorðum enda byggir skólinn á fjarnámi og allt frá fyrsta degi má segja að hann hafi verið Kóvíd klár. Þó þurfti að fresta námskeiðinu Mætti kvenna sem notið hefur mikilla vinsælda síðustu ár.
Meira

Áhrif lútherskrar siðbótar á samfélagið - Áskorendapenni Magnús Magnússon - sóknarprestur á Hvammstanga og meistaranemi í kirkjusögu

Þakka bekkjarbróður mínum úr grunnskóla, Sigurði Hólmari Kristjánssyni, fyrir áskorun þess efnis að skrifa pistil í Feyki um sjálfvalið efni. Í ljósi þess að undirritaður er í námsleyfi frá prestsskap í vetur og stundar mastersnám í kirkjusögu með áherslu á siðbreytinguna þá kom varla annað til greina en að skrifa stuttan pistil um áhrif siðbótar á íslenskt samfélag.
Meira

Höfuðstöðvar RARIK til síns heima

Undirrituð hefur lagt inn þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi ályktar að stefna skuli að flutningi höfuðstöðva RARIK á landsbyggðina og að kannað verði á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið.
Meira

Íþróttakeppnir skjóta rótum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu greinum höfum við dvalið nokkuð við landsmótið 1970, en þá hófst vegferð sem við skulum nú feta áfram. Árið 1970 markaði upphaf þess þróunarskeiðs innan hestamenskunnar hér á landi sem kallast hestaíþróttir, ekki í merkingunni að á hestamennskuna hafi enginn litið sem íþrótt fyrr en þá, heldur að nýjar keppnisgreinar, sem fengu samheitið hestaíþróttir, voru teknar upp og knapar, einkum af yngri kynslóðinni á þeim tíma, fóru að leggja sig eftir þeim sérstaklega. Fyrst í stað var þetta nokkuð það sem líkja mætti við „jaðaríþrótt“ sem svo jafnt og þétt sótti í sig veðrið og er í dag orðin þungamiðjan í þeim hluta hestamennskunnar sem snýst um keppni.
Meira

Vill halda áfram að þróa leik Stólanna :: Liðið mitt Konráð Freyr Sigurðsson

Konráð Freyr Sigurðsson átti mjög gott tímabil með karlaliði Tindastóls í sumar og fyrir vikið valinn í lið ársins í 3. deildinni sem hlaðvarpsþátturinn Ástríðan stóð að. Hann spilaði 19 leiki, gerði í þeim fjögur mörk og lagði upp tólf fyrir aðra. Konni, sem lengi hefur verið viðloðandi fótboltann, er uppalin á Akranesi en flutti til Sauðárkróks með foreldrum sínum eftir 10 bekkinn. Hann starfar núna í Húsi frítímans, heldur með Manchester United, þrátt fyrir að vera einnig aðdáandi Gylfa Sig. Konni svara hér spurningum í Liðið mitt.
Meira

Ungmenni, hreyfing og lýðheilsuhallir

Á Covid tímum er sannarlega ástæða til að beina athyglinni að málefnum barna og ungmenna. Mikilvægt er að gefa því gaum hvernig þessi hópur í samfélaginu tekst á við gjörbreyttar og óvæntar aðstæður og leita leiða til að draga úr áhrifum og afleiðingum af skertu frelsi og jafnvel einangrun.
Meira