Takkaskórnir of gamlir og rykugir fyrir Pepsi Max - Liðið mitt Hrafnhildur Guðnadóttir
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
20.02.2021
kl. 07.52
Hrafnhildur Guðnadóttir, eða Rabbý eins og hún er ævinlega kölluð, hefur reynt ýmislegt á knattspyrnuvellinum. Barnsskónum sleit hún á Siglufirði og sparkaði fótbolta í gríð og erg fyrir KS í yngri flokkum en aðeins 16 ára gömul var hún farin að leika í efstu deild með sameiginlegu liði Þórs Ak., KA og KS áður en hún kom á Krókinn og lék með Stólum nokkur tímabil þar til hún munstraði sig árið 2009 í Pepsi-deildarlið KR. Þar lék hún sjö leiki og skoraði eitt mark. Ferilinn endaði hún svo í liði Tindastóls árið 2011, þá búinn að leika 96 leiki með þessum þremur liðum. Það er því ekkert undarlegt að hún hafi fengið spurningu í síðasta þætti hvort hún ætli að taka þátt í Pepsi Max ævintýri Tindastóls þetta tímabilið. Rabbý býr á Sauðárkróki og starfar sem hársnyrtir.
Meira