Aðsent efni

Takkaskórnir of gamlir og rykugir fyrir Pepsi Max - Liðið mitt Hrafnhildur Guðnadóttir

Hrafnhildur Guðnadóttir, eða Rabbý eins og hún er ævinlega kölluð, hefur reynt ýmislegt á knattspyrnuvellinum. Barnsskónum sleit hún á Siglufirði og sparkaði fótbolta í gríð og erg fyrir KS í yngri flokkum en aðeins 16 ára gömul var hún farin að leika í efstu deild með sameiginlegu liði Þórs Ak., KA og KS áður en hún kom á Krókinn og lék með Stólum nokkur tímabil þar til hún munstraði sig árið 2009 í Pepsi-deildarlið KR. Þar lék hún sjö leiki og skoraði eitt mark. Ferilinn endaði hún svo í liði Tindastóls árið 2011, þá búinn að leika 96 leiki með þessum þremur liðum. Það er því ekkert undarlegt að hún hafi fengið spurningu í síðasta þætti hvort hún ætli að taka þátt í Pepsi Max ævintýri Tindastóls þetta tímabilið. Rabbý býr á Sauðárkróki og starfar sem hársnyrtir.
Meira

Meingallað kerfi afurðastöðva

Umræða um fæðuöryggi hefur verið töluverð síðastliðin ár og sitt sýnist hverjum. Þannig finnst mörgum að stjórnvöld þurfi að gera meira til að tryggja það, m.a. með betri reglum um eignarhald á jörðum, tollavernd og fjármagn til nýsköpunar. Öðrum finnst merkilegra að efla alþjóðlegt samstarf í þessum efnum, hvernig svo sem það tryggir fæðuöryggi.
Meira

Veitum frelsi

Bændur hafa átt við ramman reip að draga um áratuga bil. Ferðaþjónustan var lyftistöng um stundarsakir en margir sitja þó eftir með sárt ennið þar sem innviðauppbygging er kostnaðarsöm og ekki er hægt að þjónusta fleiri, hækka veð eða selja fyrirtækið þegar viðskiptavinirnir eru erlendis. Ferðamennirnir halda sig heima. Það er gríðarlegur aðstöðumunur milli búgreina og mjólkurframleiðendur hafa með elju sinni náð að halda taktinum með þróuninni og sjálfvirknivætt rekstur sinn að hluta.
Meira

Um hnignun Íslands eftir siðaskipti - Áskorandinn Ásgeir Jónsson brottfluttur Skagfirðingur

ÍSLAND, grát þitt gæfuleysi, grát það tjón og örlög hörð. Svo hljóða upphafslínur kvæðis Páls Jónssonar um aftöku Jóns Arasonar biskups – þann 7. nóvember 1550. Kvæðið var ort í upphafi tuttugustu aldar – þegar Hólabiskup var orðinn sjálfstæðishetja og Íslendingar horfðu fram á fullveldi og síðan stofnun lýðveldis. En – ef litið er framhjá sjálfstæðispólitík – hve mikið er til í því að ástand lands og þegna hafi versnað eftir fall Jóns og síðan siðaskipti?
Meira

Menntun og almúginn

Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði?
Meira

ÍSLENSK KJÖTSÚPA, JÁ TAKK!

Norðvesturkjördæmi spannar stórt landsvæði með fjölbreytt landslag, fallega náttúru, mikla möguleika og áskoranir. Kjördæmið býður upp á margbreytileg atvinnutækifæri og sóknarfærin eru mörg. Í þessari yfirferð langar mig aðeins að tala um landbúnað, sem er ein af grunnstoðum atvinnulífs og byggðar í kjördæminu.
Meira

Skyttudalur Í Laxárdal - Torskilin bæjarnöfn

Þannig er bærinn alment nefndur nú, og það er sett sem aðalnafnið í Fasteignabókinni (bls. ll2). En það er með öllu rangt. Rjetta nafnið, Skytna-, hefir einmitt haldist við fram um miðja síðustu öld (sbr. Ný. J.bók), en samt hefir bólað á afbökun um 1700: „Skipna-“ („Nú alm. Skipna-„ Á. M. Jarðabók 1703). Svo hefir það horfið aftur, en afbakast að nýju í Skyttu-. Elzta vitnið um nafnið er landamerkjabrjef Bólstaðarhlíðar 1382, því þar er ritað: „Skytnadalsbotnar“ (landamerki) (DI. III. 360).
Meira

Fjölbreytni Norðvesturkjördæmis og staða landbúnaðar

Að flatarmáli talið er Norðvesturkjördæmi stærsta kjördæmi landsins. Það er jafnframt eitt erfiðasta kjördæmið yfirferðar. Í kjördæminu er fjölbreytt atvinnulíf en jafnframt mörg vannýtt tækifæri til sjávar og sveita. Til þess að greiða fyrir þeim tækifærum þarf að efla uppbyggingu innviða. Átaks er þörf í samgöngum, raforku og heilbrigðisþjónustu. Sjálfsögð þjónusta eins og hitaveita, vatnsveita og fjarskipti þarf að vera í boði fyrir alla íbúa. Það er nauðsynlegt til þess að kjördæmið sé samkeppnishæft.
Meira

Af hverju?

Í Húnaþingi vestra hefur öflug leikstarfsemi verið við lýði aftur til fjórða áratug síðustu aldar. Voru starfandi tvö félög frá þeim tíma, sem síðari árin nefndust Leikflokkurinn á Hvammstanga og Leikdeild Ungmennafélagsins Grettis á Laugarbakka. Árið 2015 settu leikfélögin í samstarfi upp söngleikinn Súperstar og má segja að sú sýning hafi vakið verðskuldaða athygli langt út fyrir sýslumörkin. Árið 2017 setur Leikflokkurinn á Hvammstanga upp sýningu þar sem þátttakendur voru úr báðum félögunum og í framhaldinu var ákveðið að sameina félögin í Leikflokk Húnaþings vestra með heimilisfestu í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Meira

Látum hendur standa fram úr ermum

Við gerð fjárlaga fyrir árið 2020 var vitað að við værum að ganga inn í kólnandi hagkerfi eftir uppsveiflu undanfarinna ára. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs og gjaldeyrissjóðs sterk og á þeim grunni gátu stjórnvöld byggt þegar Covid-19 skall á með öllum sínum óvæntu vandamálum. Það má ekki gleyma að vegna þessarar góðu stöðu var hægt að bregðast við þessari óvæntu krísu með öflugum hætti.
Meira