Aðsent efni

Upphaf íþróttakeppna - Kristinn Hugason skrifar

Á síðustu misserum hafa birst reglulega hér í Feyki greinar frá Sögusetri íslenska hestsins um hvaðeina sögulegt sem snertir hesta og hestamennsku. Greinar þessar eru jafnframt birtar í vefútgáfu Feykis og eru aðgengilegar á heimasíðu SÍH, undir linknum: http://www.sogusetur.is/is/fraedsla/greinar-forstodumanns-i-feyki Sérstök áhersla hefur verið lögð á að varpa ljósi á ýmislegt sem snertir þróun hestamennskunnar og þá hvað helst sýninga og keppna á hestum.
Meira

RIÐA, er NIÐURSKURÐUR eina lausnin

Riða hefur verið staðfest á fjórum bæjum í Skagafirði og grunur að hún sé víðar, þó engin kind á þeim bæjum hafi sýnt riðueinkenni, að mér sé kunnugt um. Því stefnir þar í stórfelldan niðurskurð verði ÓBREYTTRI stefnu haldið. Þó kindur sýni ekki riðueinkenni getur veikin fundist með því að slátra kindum af viðkomandi bæjum. Í Skagafirði hafa sýni verið tekin úr kindum, sem viðkomandi bóndi hefur keypt á síðustu árum. Í sjálfu sér hlýtur það að vera álitamál hvort skynsamlegt sé að versla með fé á svæði sem einhvern tíma hefur komið upp riða, en það hafa yfirvöld leyft og því ekki frekar gert að umtalsefni hér.
Meira

Óhefðbundið sumar hjá Byggðasafninu

Það hefur verið fremur óvenjulegt um að líta í Glaumbæ undanfarna mánuði, þar sem alla jafna má sjá margt um ferða-manninn og oftar en ekki fjöldinn af rútum á hlaðinu, en nú hefur verið heldur rólegra á safnsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Um tólf þúsund gestir hafa heimsótt Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju það sem af er þessu ári og er þetta um 68% fækkun miðað við sama tíma í fyrra. Réði þar fækkun erlendra ferðamanna mestu um. Það var okkur þó gleðiefni að Íslendingar voru duglegir að heimsækja safnið í sumar en í fyrra voru Íslendingar um 7% gesta safnsins en í ár um 27%. Tíminn mun svo leiða það í ljós hver staðan verður í árslok.
Meira

Bölvar og Ragnar hafa yfirgefið Kela - Nýliðar í golfi - Keli og Lydía

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og hefur Feykir birt viðtöl í nokkrum blöðum.
Meira

Arftaki Munda :: Áskorandinn Pétur Björnsson Sauðárkróki

Það var á vormánuðum 2008 sem fjölskyldan flutti búferlum frá Flateyri til Sauðárkróks en ég hafði tekið starfi varðstjóra í lögreglunni á Sauðárkróki eftir að hafa starfað sem slíkur í lögreglunni á Ísafirði í um tíu ár.
Meira

Landbúnaður - Hvað er til ráða?

Á Norðurlandi vestra er öflugur landbúnaður og er íslensk matvælaframleiðsla umfangsmikill hluti af efnahagslífi. Miklar neyslubreytingar eru að eiga sér stað og stendur greinin á krossgötum. Neyslubreytingar almennings, aukin alþjóðleg sem og innlend samkeppni og breyttur ríkisstuðningur hafa valdið lægri tekjum á framleiðslueiningu hjá bændum. Á móti hefur vaxandi ferðamannafjöldi, nýsköpun í störfum á landsbyggðinni og stærri bú vegið á móti. Mikill stuðningur landsmanna er við innlenda framleiðslu. Ríkisstjórnin hefur tekið á nokkrum þeim þáttum sem munu ýta undir jákvæða þróun. Í þessari grein verður tæpt á samstarfi afurðastöðva, frelsi til heimavinnslu, tollasamningum, sýklalyfjaónæmi og fæðuöryggi.
Meira

Meira en minna – ábyrga leiðin

Leiðin út úr yfirstandandi atvinnukreppu er mikil áskorun. Ráð jafnaðarmanna við þessar aðstæður eru skýr, felast í því að fjölga störfum, efla velferð og að skjóta nýjum grænum stoðum undir útflutning og verðmætasköpun framtíðar. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging um land allt. Það er ábyrga leiðin og lítil hænuskref duga ekki.
Meira

Auðvelt að verða „húkkt“ :: Nýliðar í golfi - Sigríður Garðarsdóttir

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og mun Feykir birta viðtöl í næstu blöðum. Sigríður Garðarsdóttir er andlit Nýprents og pistlahöfundur hér í Feyki. Hún segir í viðtali við blaðamann ekki hafa verið duglega að spila fyrr en seinni part sumars og þá var ekki aftur snúið.
Meira

Skeggjastaðir í Miðfirði (Skeggvaldsstaðir) - Torskilin bæjarnöfn

Hæpið er að bærinn hafi upphaflega heitið Skeggkalls- (Safn IV. 443) enda finst sá ritháttur hvergi. Elzta vitnisburðarbrjet um nafnið, er frá árinu 1394 og síðan endurritað árið eftir og á báðum stöðum er nafnið ritað: Skeggalds- (DI. lll. 540 og 595). Jafnvel til 1700 hefir nafnið haldist lítið breytt, því Árni Magnússon ritar þá Skeggvalds- (eða Skegghalds-) (Jarðabók 1703). Eftir það gleymist nafnið, og jarðabækurnar hafa Skeggja- (og Ný Jb. bls. 98 hefir Skeggalds- (í svigum).
Meira

39

Sjálfsvíg eru einn af mælikvörðum geðheilsu í samfélaginu á hverjum tíma. Þau eru endapunktur og óafturkræf. Árið 2019 tóku 39 Íslendingar líf sitt. Tilgangurinn með því að birta tölu sjálfsvíga á Íslandi á síðasta ári er fyrst og fremst að beina sjónum að orsakaþáttum geðheilbrigðis. Þannig má auka umræðu um geðheilsu og orsakaþætti hennar og þannig stuðla að framförum. Sjálfsvíg eru staðreynd sem samfélög þurfa að lifa með en þeim á ekki að fylgja skömm og/eða afneitun. Skynsamlegra er að horfast í augu við þau, viðurkennum en reynum jafnframt að koma í veg fyrir þau og draga úr tíðni þeirra. Leiðin til þess er að bæta og rækta geðheilsu þjóðarinnar og gefa henni gaum.
Meira