Tókum þetta alla leið - Nýliðar í golfi - Díana Dögg og Dúfa Dröfn
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
10.10.2020
kl. 13.06
Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og mun Feykir birta viðtöl í næstu blöðum. Díana Dögg Hreinsdóttir og Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir brugðu sér golfdressið í sumar en Dúfa hefur oftast klæðst markmannstreyjunni þegar sportið er annars vegar þar sem hún var öflug á milli stanganna hjá nokkrum liðum í Íslandsmóti KSÍ. Körfuboltabolurinn var líka mikið notaður hér áður fyrr og kannski ekki alveg kominn á herðatréð enn.
Meira