Aðsent efni

Torskilin bæjarnöfn - Skoptastaðir í Svartárdal

Mjer finst rjett að taka þetta nafn með, þótt áður hafi verið bent á rjetta nafnið: Skopta (sjá Safn lV. bls. 433). Því að öðru leyti er það alveg órannsakað. Frumheimild þessa nafns er að finna í fjárheimtuskrá Þingeyrarklausturs árið 1220 (eða fyr). Klaustrinu er þar eignaður sauðatollur á „Scoptastodom“ (DI. I. 400).
Meira

Íþróttakeppnir og skóluð reiðmennska ryðja sér til rúms - Kristinn Hugason skrifar

Stundum er komist svo að orði, að allt sem fari upp komi niður aftur, í ríki náttúrunnar er þetta vitaskuld staðreynd og helgast einfaldlega af þyngdaraflinu sem er náttúrulögmál. Yfir hinu má frekar velta vöngum, sem er hvort allt sem fari niður komi upp aftur – það er mikil spurning. Telja má þó líklegra en ekki að svo sé, haldi það sem um ræðir lífi yfir höfuð. Framvindan sé þannig í formi boglínuferils frekar en línulegs.
Meira

Jólakveðjur frá Textílmiðstöðinni

Nú þegar landsmenn prýða heimili sín, gjarnan með útsaumuðum jóladúkum fögnum við í Textílmiðstöðinni meðbyrnum sem okkar áherslur á textílinn hafa hlotið.
Meira

Hvar liggur ábyrgðin?

Fyrir síðustu jól bárust fregnir af fjölskyldu á Hofsósi sem þurfti að yfirgefa húsnæði sitt vegna bensínleka úr tanki frá olíustöð N1 hinu megin við götuna. Þar láku mörg þúsund lítrar af eldsneyti í jarðveginn, en erfitt hefur verið að fá nákvæmar tölur á birgðahaldi frá N1, sem getur ekki talist traustvekjandi.
Meira

Hrólfsstaðaundrin - Úr Byggðasögu Skagafjarðar

Í Byggðasögu Skagafjarðar eru margir sögumolar sem fylgja samantekt um hverja jörð og margir afar skemmtilegir. Flestir eru gamlir en einn molinn er mjög forvitnilegur og gerist í nútímanum á bænum Hrólfsstöðum í Blönduhlíð þegar verið var að byggja nýja húsið. Ýmislegt átti sér stað á byggingatímanum sem erfitt er að útskýra en hægt er að lesa um það hér fyrir neðan.
Meira

Brátt hækkar sól

Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Ljóð Stefáns frá Hvítadal sem ber einfaldlega heitið Jól hefur alltaf verið mér hugleikið og þá einnig einstaklega fallegt lagið sem Jórunn Viðar samdi við það. Það er í því einhver tærleiki og fegurð barnæskunnar og barnatrúarinnar.
Meira

Styrkjum búsetu á landsbyggðinni

Árið 2020 hefur verið mjög sérstakt fyrir okkur öll og sennilega eru margir fegnir því að það renni nú bráðum sitt skeið. Ég er sannfærður um að 2021 verði okkur betra og það eru mjög jákvæð teikn á lofti að svo verði. Þegar ég horfi yfir árið 2020 og þau verkefni sem við í félagsmálaráðuneytinu höfum verið að vinna, horfi ég til baka stoltur en árið litaðist að mörgu leyti af viðbrögðum við heimsfaraldri Covid-19. Ég er hins vegar mjög ánægður og stoltur af því að hafa náð að koma þremur stórum baráttumálum mínum á dagskrá þrátt fyrir aðstæður í heiminum en þau eiga það öll sameiginlegt að styrkja búsetu á landsbyggðinni.
Meira

Hálendisþjóðgarður vinstri grænna?

Umhverfisráðherra mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Strax vakti athygli hversu mikil andstaða er við málið hjá samstarfsflokkum VG í ríkisstjórn. Almenn og vel ígrunduð andstaða er við málið hjá hagsmunaaðilum landið um kring, svo sem bændum, sveitarfélögum og fyrirtækjum sem starfa í og við fyrirhugaðan þjóðgarð svo ekki sé talað um einstaklinga og félagasamtök sem hafa áhyggjur af frjálsri för fólks um svæðið, en andstaða samstarfsflokka VG í ríkisstjórn er meiri en reiknað var með.
Meira

Stytting vinnuviku eykur lífsgæði og hamingju

Íslenskur vinnumarkaður hefur gjörbreyst frá því sem áður var. Tækniframfarir hafa verið gríðarmiklar undanfarna áratugi og fjölbreytni starfa er mikil. Sum þeirra eru þess eðlis að það er hægt að vinna þau í 40 tíma á viku án þess að það hafi skaðleg áhrif á meðan önnur stofna heilsu fólks í hættu, sé unnið svo lengi. Spurningin er sú hvort við ættum ekki frekar að miða lengd vinnuvikunnar við þekkingu dagsins í dag og nútímasamfélagið í stað þess að miða við samfélagið eins og það var fyrir 50 árum. Stytting vinnuvikunnar hefur verið baráttumál BSRB og aðildarfélaga undanfarin ár og var meðal þess sem ávannst í kjarasamningunum í mars síðastliðnum.
Meira

Til þess eru vítin að varast þau

Í foreldrahúsum var því iðulega haldið til haga að siðir, venjur og reglur væru mannanna verk og þeim væri hægt að breyta. Það tók mig smá tíma að átta mig almennilega á inntakinu. Þetta gildir í báðar áttir. Mannanna verk eru ekki öll af hinu góða og það sama á við um breytingar. Þrátt fyrir góðan hug og göfug markmið fer ósjaldan eitthvað úrskeiðis þegar skipt er um kúrs.
Meira