Aðsent efni

Bílavesen - Áskorendapenninn Bryndís Þóra Bjarman, brottfluttur Króksari

Ég vil byrja á að þakka vinkonu minni, fyrrum nágranna á Sauðárkróki og frænku, Önnu Elísabetu Sæmundsdóttur fyrir að skora á mig – eða ekki. Ég sagði óvart strax „já“ þegar hún bað mig um að taka við keflinu, enda hef ég alltaf verið svo hlýðin… og löghlýðin, sem tengist að einhverju leyti því efni sem ég skrifa um hér að neðan.
Meira

Var að ljúka við að prjóna hestalopapeysu á ömmustelpuna mína sem fermist í vor

Björg Þorgilsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík ásamt sjö systkinum. Hún bjó lengst af í Ásgarði í Fossvoginum og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla.
Meira

Staðarmiðlar „kanarífuglinn í kolanámunni“, segir Birgir Guðmundsson um rekstrarvanda fjölmiðla – Feykir 40 ára

Birgir Guðmundsson er dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og meðal rannsóknarefna hans hafa verið staðarmiðlar og mikilvægi þeirra í nærsamfélaginu. Birgir hefur einnig skrifað og fjallað um fjölmiðla í víðara samhengi, ekki síst fjölmiðla og stjórnmál og fjölmiðlasögu. Við hittum Birgi fyrir til að ræða stuttlega stöðu fjölmiðla og báðum hann fyrst um að segja aðeins frá sjálfum sér og hvernig hann kemur að fjölmiðlasögu landsins og um starfið hjá HA og fjölmiðlafræðinámið.
Meira

Vegurinn að baki – vegurinn framundan - Stórátaks er þörf í tengivegamálum

,,Hver vegur að heiman er vegurinn heim“ segir máltækið en þó kemur hann lítt að gagni til og frá nema hann sé þokkalega fær. Um vegamál var allmikið rætt á Norðurlandi vestra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og ekki að tilefnislausu enda er á svæðinu hæsta hlutfall landsins af tengivegum á möl. Undirritaður vildi frá byrjun kjörtímabils beita þekkingu sinni, reynslu og tengslum til þess að þoka málum áfram fyrir héraðið og síðar svæðið í heild sinni.
Meira

Sameining til að sækja tækifæri

Það eru að verða komin 14 ár síðan ég og mín fjölskylda fluttum á Blönduós, aftur heim. Ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun og mér líður vel í Austur-Húnavatnssýslu. Framan af skipti ég mér ekki af málefnum sveitarfélagsins en á því varð óvænt breyting árið 2014 og var ég þá allt í einu kominn í sveitarstjórn. Margt hefur breyst á þessum tíma og annað ekki.
Meira

Jónína Björg Magnúsdóttir í framboði fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi

Góðan daginn Norðlendingar og gleðilegt sumar. Ég heiti Jónína Björg Magnúsdóttir, 55 ára og er í 2. sæti á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi til Alþingiskosninga sem fara fram 25. sept. 2021. Mig langar til að kynna sjálfa mig í kjördæminu og fyrir hvaða skoðanir og lífsgildi ég stend en fyrst ber að kynna hverra manna ég er.
Meira

Heima - Áskorandi Ágústa Rós Ingibjörnsdóttir Blönduósi

Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir áskorunina. Nú þegar ég er að flytja aftur heim á Blönduós fór ég að velta því fyrir mér, hvað er það sem dregur mann aftur „heim“? Þá kom upp í hugann texti Ólafs Ragnarssonar og Huldu Ragnarsdóttur „Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að, eða er það kannski fólkið á þessum stað“.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Skörðugil á Langholti

Bæirnir eru tveir: Ytra-og Syðra-Skörðugil. Hvor bærinn stendur við gil, en skörð eru engin þar í nánd. Í jarðaskrá Reynistaðarklausturs, ársett 1446, er ritað Skarðagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 701); er svo að sjá, sem þá hafi bærinn verið aðeins einn. Og í kúgildaskrá Hólastóls, árið 1449, er bærinn líka nefndur Skardagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 35).
Meira

Um heilsuöryggi kvenna

Fyrrum nemandi minn, nú fjögurra barna móðir í Bolungarvík, fór á dögunum til kvensjúkdómalæknis. Hún lýsti einkennum fyrir lækninum og læknirinn tók leghálssýni, sagði henni síðan að samkvæmt lýsingunum gæti verið um frumuvöxt eða krabbamein að ræða en nú tæki við 8-10 vikna bið eftir niðurstöðum greiningar á sýninu.
Meira

Á forsendum byggðanna

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram dagana 16. og 19. júní næstkomandi þar sem ég gef kost á mér í 2. sæti listans. Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem 1. varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar.
Meira