Aðsent efni

Er áhugi á stofnun rafíþróttadeildar?

Er barnið þitt að loka sig af inni í herbergi til að spila tölvuleiki í fleiri klukkustundir á dag? Hafa hefðbundnar íþróttir ekki vakið áhuga hjá þínu barni? Þú vilt væntanlega allt það besta fyrir þitt barn. Ég er eins og er að vinna í kynningu sem ég mun kynna fyrir stjórn Tindastóls í næsta mánuði. Kynningin snýr að stofnun rafíþróttadeildar þar sem krakkar fá tækifæri til að iðka áhugamál sitt sem íþrótt og fá að læra að spila tölvuleiki á heilbrigðan hátt með öðrum krökkum og eignast þannig fleiri vini.
Meira

Í upphafi skyldi endinn skoða

Undirrituð lagði fram fyrirspurn til Byggðarráðs vegna kostnaðar þess hluta Byggðarsafnsins sem staðsettur er á Sauðárkróki. Í svörum meirihluta Byggðarráðs kemur m.a. fram að sveitarfélagið Skagafjörður greiðir ríflega 600.000 krónur í mánaðarlega leigu af Minjahúsinu. Leigugreiðslur eru því komnar vel yfir 10 milljónir af húsi sem áður var í eigu Sveitarfélagsins, þar til makaskipti við Aðalgötu 21 áttu sér stað. Það er því orðið ansi kostnaðarsamt að hafa ekki fundið safninu varanlegan stað áður en Minjahúsinu var ráðstafað. Í svörum kemur einnig fram að ekki er gert ráð fyrir sýningarrými fyrir varanlegar sýningar Byggðarsafnsins í komandi Menningarhúsi. Það er mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins séu vel upplýstir um hvernig sameiginlegum fjármunum okkar er varið, því koma fyrirspurnir mínar og svör meirihluta í heild sinni hér:
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Hringver í Viðvikursveit

Á landinu þekkjast þrír bæir með þessu nafni. Og það er dálítið skrítið, að allir skuli þeir vera í Norðlendingafjórðungi. Olavius telur Hringver í Ólafsfirði í eyðijarðaskrá sinni við Eyjafjarðarsýslu (O. Olavius: Oekonomiske Reise, bls. 328). Í rekaskrá Hólastóls frá árinu 1296 er sagt, að stóllinn eigi þrjá hluti hvals og viðar í „Hringverzreka“ á Tjörnesi (Dipl. Ísl. II. b., bls. 318). Vafalaust er þetta elzta heimild fyrir Hringversnafninu.
Meira

Skjáskot :: Sunna Ingimundardóttir - brottfluttur Króksari

Jón Kalmann skrifaði eitt sinn um höfuðáttirnar þrjár, vindinn, hafið og eilífðina. Hann skrifaði líka um aflið sem engin getur staðist. Aflið sem togar í okkur öll. Ástina. Aflið mitt er í Skagafirði, vindurinn, hafið og eilífðin. Aflið er Skagafjörður.
Meira

Vefur keppnissögunnar ofinn - Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni hér í blaðinu sagði m.a. frá merkilegum kappreiðum í Bolabás; hinum svokölluðu konungskappreiðum sem fram fóru sem hluti af dagskrá Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum 1930. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík stóð fyrir kappreiðunum þar sem bæði var keppt í stökki og skeiði. Mikill stórhugur ríkti við undirbúninginn. Heildarupphæð verðlaunafjár var sú hæsta sem þekkst hafði á Íslandi eða kr. 3.700,- sem er að núvirði rétt rúm ein milljón króna. Útmældur var 400 m langur og 25 m breiður skeiðvöllur og veðbanki starfaði. Margt kom þó upp á við framkvæmd kappreiðanna – sumt svo innilega íslenskt ef svo má segja.
Meira

Stórkostleg stund í Miðgarði - Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið

Í þessum mánuði munu vera 32 ár síðan fjórir bræður frá bænum Álftagerði í Skagafirði sungu yfir moldum föður síns lagið Álftirnar kvaka, er útför hans var gerð frá Víðimýrarkirkju. Síðan hafa þeir átt samleið með Skagfirðingum og raunar landsmönnum öllum, í gleði sem sorg. Nú hafa þeir ákveðið að kveðja stóra sviðið, eins og yfirskrift tónleikaraðar þeirra ber með sér. Aðdáendum er þó nokkur huggun í því að þeir hafa gefið í skyn að heimavöllurinn, Miðgarður, falli ekki endilega undir þá skilgreiningu.
Meira

Að brosa og brosa, er það, það sama? :: Áskorendapenni Guðrún Helga Magnúsdóttir Lækjarbakka Miðfirði

Hvernig við komum fram við hvert annað er mismunandi en með góðum, skilningsríkum og eflandi samskiptum getum við hjálpað fólki í gegnum daginn. Við nefnilega könnumst flest við það að eiga góða daga og svo einnig slæma daga.
Meira

Áfram veginn - Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú er kjörtímabilið hálfnað og tvö ár frá því ég var kjörin fyrst á Alþingi. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að fá þetta tækifæri og hafa þessi tvö ár verið bæði skemmtileg og fjölbreytt.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Jörvi í Víðidal.*

Jörvabæir eru 5 á landinu, flestir bygðir, og sumir sögufrægir að fornu, t.d. Jörvi í Haukadal (Landn.) og Jörvi í Flysjuhverfi (Víga-Styrss. o.fl.). Jörva í Víðidal er fyrst getið í brjefi, ritað 1525 (þá í eyði. DI. IX. 314.), og er þá farið að rita það með f. Aftur á móti er Jörvanafn ávalt ritað með v í Íslendingasögunum (sjá Grettiss., Landn., Þorf. s. karlsefnis og Bjarnar s. Hítdælak.) en í Sturlungu er það ætíð með f (Sturl. II. b. bls. 250, 288 o.v.), og er merkilegt.
Meira

Einu sinni var :: Áskorandinn Kristín Guðjónsdóttir Blönduósi

Fyrir allmörgum árum síðan, eftir miðja síðustu öld, var sú sem þetta skrifar lítil stelpa að alast upp á Blönduósi. Nánar tiltekið þar sem nú er kallað „gamli bærinn“. Þá bjó maður annað hvort innfrá eða útfrá, það er að segja ég bjó innfrá og var iddi en þeir sem bjuggu utan ár, hinu megin við Blöndu voru úddar. Þessi skilgreining er held ég lítið notuð í dag eða ekkert.
Meira