Aðsent efni

Landsbyggðarleikarnir :: Áskorendapenni - Valgerður Ágústsdóttir frá Geitaskarði

Lífið er ríkt af alls konar tilviljunum og hendingum. Ég er ánægð með þá niðurstöðu að hafa fæðst á Íslandi. Og tilheyra þessari sérkennilegu, stoltu, duglegu og úrræðagóðu þjóð, sem er þó líklega óvenju þrætugjörn, ef horft er til hlutfallslegs fjölda mála sem enda fyrir dómstólum hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – landsmótið 1950

Kæru lesendur, ég vil fyrst óska ykkur gleðilegs árs og þakka samfylgd á liðnum árum, tökum svo upp þráðinn þar sem frá var horfið í síðustu grein (Íslenska gæðingakeppnin bls. 9 í 46. tbl. Feykis, 4. des. 2019). Þar fjallaði ég um tilurð íslensku gæðingakeppninnar en samkvæmt fyrirliggjandi heimildum var fyrsta gæðingakeppnin haldin árið 1944 við Sandlækjarós í Gnúpverjahreppi, endaði ég greinina á að drepa stuttlega á gæðingakeppni fyrsta landsmótsins sem haldið var á Þingvöllum árið 1950. Verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið í þeirri umfjöllun.
Meira

Fékk spjald fyrir að reyna að tefja :: Liðið mitt Jónas Aron Ólafsson Sauðárkróki

Jónas Aron Ólafsson er tvítugur knattspyrnumaður í Tindastól, lék alla leiki liðsins í sumar og er einn máttarstólpa liðsins. Í vetur dvelur hann á Akureyri og stundar nám í Háskólanum þar í bæ. Jónas er aðdáandi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skipar sér þar með á bekk með afa sínum og nafna Jónasi Svavarssyni sem líklega hafði eitthvað með það að gera. Jónas Aron svarar spurningum í Liðið mitt að þessu sinni.
Meira

Leikskólar í Skagafirði og tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Í Skagafirði höfum við þrjá frábæra leikskóla þar sem um 80 starfsmenn kenna 240 börnum. Í leikskólunum er unnið faglegt og metnaðarfullt starf sem undirbýr börnin okkar undir lífið og áframhaldandi nám. Þó að leikskólarnir okkar séu frábærar menntastofnanir þá felast áskoranir í því að að reka svo stórar einingar í kviku samfélagi. Leikskólarnir hafa undanfarið glímt við margskonar áskoranir, meðal annars manneklu og fækkun á menntuðu starfsfólki. Ljóst er að með nýju leyfisbréfi sem tók gildi nú um áramótin geti sú staða jafnvel versnað. Af þeim sökum óskaði fræðslunefnd eftir því síðastliðið haust að skipaður yrði starfshópur um starfsumhverfi leikskólanna. Var starfshópurinn skipaður stjórnendum, deildarstjórum og kennurum úr leikskólum Skagafjarðar auk starfsmönnum fræðsluþjónustu. Starfshópurinn vann hratt og vel og skilaði niðurstöðum til nefndarinnar í lok síðasta árs.
Meira

Lúkas og girðingar :: Áskorandinn Þorlákur Axel Jónsson, brottfluttur Húnvetningur

Það var fyrir um tvöþúsund árum á tímum Rómaveldis að grískur læknir að nafni Lúkas skrifaði um atburði á Betlehemsvöllum er voru upphaf mikillar sögu. Í sögu Lúkasar af barnsfæðingu í gripahúsi segir frá hirðum er gættu búsmala, líklega voru þetta fjárhirðar.
Meira

Ég mun ná þessum 100 leikjum! – Liðið mitt … Brynhildur Ósk Ólafsdóttir - Manchester United

Brynhildur Ósk Ólafsdóttir á Sauðárkróki gerði garðinn frægan með meistaraflokki Tindastóls á árum áður í fótboltanum. Hennar fyrsti skráði meistaraflokksleikur var á móti Sindra í B riðli 1. deildar kvenna í maí 2008 en þá var Brynhildur 15 ára gömul en síðasti leikurinn var níu árum síðar gegn ÍA í maí 2017. Alls lék hún 97 meistaraflokksleiki og skoraði fimm mörk. Brynhildur svara spurningum í Liðinu mínu þessa vikuna.
Meira

Hálendisþjóðgarður – af hverju og hvernig?

Miðhálendi Íslands hefur að geyma ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu og magnaða náttúru sem fáa lætur ósnortna. Með þjóðgarði gefst einstakt tækifæri til að vernda þessi verðmæti, tryggja aðgengi útivistarfólks og standa vörð um hefðbundna sjálfbæra nýtingu, auk þess sem aðdráttarafl þjóðgarðs myndi skapa byggðunum tækifæri til atvinnuuppbyggingar og fjölga opinberum störfum í heimabyggð.
Meira

Á sinni fyrstu landsliðsæfingu - Íþróttagarpurinn Margrét Rún Stefánsdóttir

Margrét Rún Stefánsdóttir á Sauðárkróki er mikið markmannsefni en nýlega var hún kölluð í æfingahóp U15 landsliðsins og er væntanlega að sprikla þar þegar þetta blað kemur út. Hún er af árgangi 2005 og því aðeins 14 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur var Margréti treyst fyrir því að vera varamarkmaður hjá kvennaliði Tindastóls í Inkassó deildinni, seinni parts sumars, og fékk að spila nokkrar mínútur í leik gegn ÍR undir lok tímabils. Margrét Rún er dóttir Einarínu Einarsdóttur og Stefáns Öxndal Reynissonar og er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu

Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Ípishóll eða Íbishóll í Seyluhreppi.

Ekki hefi jeg getað fundið eldri heimildir fyrir nafninu en frá 15. öld. En telja má víst, að jörð þessi sje bygð nokkrum öldum fyr. Í jarðaskrá Reynistaðaklausturs árið 1446 (Dipl. Ísl. IV., bls. 701) er nafnið ritað Ypershol. En tæplega verður mikið bygt á þeim rithætti, því að jarðaskráin er mjög norskuskotin og nöfnin afbökuð, t.d. Rögladal fyrir Rugludal, Rökerhole fyrir Reykjarhóli, Ravn fyrir Hraun o.s.frv. Einstöku nöfn eru rétt rituð.
Meira