Stjórnar hlaðvarpsþættinum FantasyGandalf - Frá morgni til kvölds Hugi Halldórsson
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
19.04.2020
kl. 11.53
Króksarann Huga Halldórsson þekkja margir sem Ofur-Huga í skemmtiþáttunum 70 mínútum sem vinsælir voru á Popptíví á árunum 2000 til 2004 en eftir skólaárin á Króknum flutti kappinn suður og býr nú í Garðabæ. Lengi vel rak hann Stórveldið og síðar Heimsveldið sem framleiddi mikið af innlendu sjónvarpsefni en nú einbeitir hann sér að sportþætti sínum á hlaðvarpi, eða podcast, sem enginn íþróttaáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara. Hann er hægt að finna undir nafninu Fantasy Gandalf. Hugi segir okkur frá því hvernig dagurinn líður frá morgni til kvölds.
Meira
