feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
18.02.2020
kl. 13.59
Á liðnum áratugum hafa réttarbætur fært almenningi og öðrum þeim er andspænis stjórnvöldum standa, aukinn rétt. Það verður að teljast trúlegt að stjórnmálamenn hafi á sínum tíma álitið að farið yrði gætilega með þennan rétt. Á síðustu árum hefur æ betur komið í ljós hvernig þessi aukni réttur hefur verið misnotaður eða mögulegar afleiðingar þessarar réttarbótar hafa ekki verið hugsaðar til enda. Er nú svo komið að mikilvæg innviðaverkefni sem tryggja eiga jafnræði meðal þegna landsins hafa tafist mjög og sum um áratugaskeið. Einstaklingar og félagasamtök hafa í sumum tilfellum bundist samtökum um kærumál í skipulagsmálum gegn ýmsum framkvæmdum. Sérkennilegt er að oftar en ekki koma þessar athugasemdir og kærur mjög seint fram í skipulagsferlinu. Steininn tekur þó úr þegar öll kærumál virðast afgreidd, er gripið í hálmstrá sem einungis er ætlað að tefja framkvæmdir enn frekar.
Meira