Fréttir

Gunni Birgis setti Eurovisionbrölt til hliðar á miðvikudagskvöldið og stillti á Síkið

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að það stefnir í alvöru Júrópartý annað kvöld eftir að VÆB-bræður komu, sáu og skutust í úrslitakvöldið með flottri frammistöðu í undankeppni Eurovision sl. þriðjudagskvöld. Annar lýsanda keppninnar verður fjölmiðlamaðurinn og Króksarinn geðþekki, Gunnar Birgisson, en ekki er langt síðan sjónvarpsáhorfendur börðu hann augum í Síkinu, sitjandi svalur með sólgleraugu í félagi við nokkrar valinkunnar kempur. Feykir spurði hann rétt áðan hvort það sé ekki tóm vitleysa að vera að þvælast í Eurovision í miðju úrslitaeinvígi Stólanna?
Meira

Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar á Sauðárkróki

Í vikunni voru teknar í notkun tvær nýjar 160kW BYD hraðhleðslustöðvar á Sauðárkróki. Framkvæmdin er hluti af samstarfi Instavolt og Kaupfélags Skagfirðinga. Uppsetning stöðvanna er stórt skref í uppbyggingu hleðsluinnviða á Norðurlandi og markar mikilvæga viðbót við rafbílaþjónustu í Skagafirði.
Meira

Alþjóðlegi safnadagurinn

Alþjóðlegi safnadagurinn verður þann 18. maí n.k. og að því tilefni verður í fyrsta sinn boðið upp á opið hús í varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga  í Borgarflöt 17D á Sauðárkróki kl. 14-16. Þetta er einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þann safnkost sem ekki er í sýningum safnsins og til að berja varðveislurýmið augum. Það verður heitt á könnunni.
Meira

Atvinnufrelsi | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal.
Meira

Áfram sól og blíða um allt land

Þetta veður á skilið aðra veðurfrétt. Áframhald er á þessari bongóblíðu og léttskýjað og hlýtt á öllu landinu í dag en spáin segir að sums staðar gæti læðst inn þoka við ströndina.  Hit­inn verður á bil­inu 12 til 23 stig og verður hlýj­ast eins og síðustu dag á Norður- og Aust­ur­landi.
Meira

Myndaveisla úr Síkinu í boði Sigurðar Inga

Af því að lífið er körfubolti - ekki saltfiskur (sem betur fer) – þá er rétt að bjóða lesendum Feykis upp á aðeins meira af leiknum í gær. Sigurður Ingi ljósmyndari var að sjálfsögðu í Síkinu og Feykir fékk að velja 20 frábærar myndir í góða myndamöppu til birtingar.
Meira

Síðasta sýningin í kvöld

Nú er síðasti séns að sjá Flæktur í netinu hjá Leikfélaginu á Sauðárkróki, því nú er komið að lokum.
Meira

Brosandi hér, brosandi þar, brosandi í gegnum öldurnar!

Það var hátíðardagur á Króknum í gær, enda þriðji í úrslitakeppni sem ætti auðvitað að vera opinber frídagur í Firðinum fagra. Þar sem sól skein í heiði, hitinn nartaði í rassinn á sköflum í efstu skörðum og golan rétt dugði til að hreyfa við Tindastólsfánunum á Króknum þá var dúndur- og gleðistemning upp við Síki löngu áður en hleypt var inn í hús. Og leikurinn? Jú, sömu töfrarnir innanhúss og utan og úrslitin eins og við viljum hafa þau. Stólasigur 110-97 eftir hörkuleik.
Meira

Diddi Frissa nýr rekstraraðili á Húnavöllum

Nýr rekstraraðili, Diddi Frissa, hefur tekið við á Húnavöllum og er að keyra starfsemina í gang í þessum skrifuðu orðum. Didda langar að bjóða íbúum Húnabyggðar í heimsókn á föstudaginn og bjóða upp á súpu í leiðinni. Gamlir nemendur og starfsmenn Húnavallaskóla eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Meira

Sauma nú myndir úr Vatnsdælureflinum

Á vef Húnabyggðar er sagt frá hefðarkonum sem  komu saman í kvennaskólanum á Blönduósi í gær. Nú þegar lokið hefur verið við sum á Vatnsdælureflinum eru þær aftur sestar við saum og  hafa hafist handa við að sauma út myndir úr Vatnsdælureflinum sem seldar verða seinna í sumar þegar refilinn verður sýndur.
Meira