Fréttir

Taiwo brilleraði gegn Þórsurum

Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gærkvöldi í sjöundu umferð Bónus deildarinnar í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og var þá meðal annars sex sinnum jafnt. Taiwo Badmus hrökk hins vegar í gírinn í þriðja leikhluta, gerði þá 20 stig og bjó til ágætt forskot ásamt félögum sínum sem gestirnir náðu ekki að brúa. Lokatölur 96-82.
Meira

Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga

Þó nokkur umræða hefur verið síðustu ár um Siglufjarðarveg við Strákagöng en þar má segja að vegurinn sé nánast á nippinu með að halda velli í fjallshlíðinni. Sökum þess hafa sveitarfélögin á svæðinu krafist aðgerða Vegagerðarinnar og að boruð verði göng úr Fljótum og í Siglufjörð. Í gær bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótagana, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um er að ræða 24 km vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Frestur til að skila inn tilboðum er til 16. desember.
Meira

Íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Á tímabilinu 28. nóvember til 13. desember nk. verða haldnar íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu sem er svohljóðandi:
Meira

Selasetrið fagnar 20 ára afmæli

Selasetur Íslands á Hvammstanga fagnar 20 ára afmæli á þess ári og í tilefni af því verður efnt til afmælisveislu laugardaginn 15. nóvember. Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur til 17 og verður eitthvað skemmtilegt í boði fyrir alla.
Meira

„Saman við sitjum og saumum inni í stóru húsi...“

Langar þig til að hressa við gamla uppáhalds flík? Textílmiðstöðin, í samstarfi við fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum, býður til vinnustofu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16 – 19 í Félagsheimilinu Blönduósi. Nemendur sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þátttakendur við að breyta, bæta og/eða skapa nýja flík úr gamalli.
Meira

Skorað á ráðherra að skoða gríðarlegar hækkanir á raforku

Í fundargerð Landbúnaðar- og innviðanefndar sem fram fór í gær, 13. móvember, var til umfjöllunar ný gjaldskrá Rarik um hækkun á verði fyrir dreifingu og flutning á raforku. Á gjaldskráin að taka gildi frá og með 1. nóvember sl. Að sögn Einars E. Einarssonar, formanns Landbúnaðar- og innviðanefndar, eru þessar tíðu og miklu hækkanir sem eru á raforku landsmanna mikið áhyggjuefni. Nú er það flutningurinn sem hækkar í fjórða skiptið á árinu en það má öllum ljóst vera að þessar hækkanir hafa mjög neikvæð áhrif á bæði einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög.
Meira

Logi Einars með opinn viðtalstíma á Sauðárkróki

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, verður með opinn viðtalstíma í Ráðhúsinu á Sauðárkróki næstkomandi mánudag, 17. nóvember kl. 10. Þar gefst áhugasömum færi á að eiga milliliðalaust spjall við ráðherrann um þau fjölmörgu málefni sem eru á borði menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins.
Meira

Tónlistarnám í Skagafirði og fyrirhugað menningarhús | Inga Rósa Sigurjónsdóttir skrifar

Síðastliðin átta ár hefur dóttir mín stundað fiðlu og píanónám við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Í fiðlunáminu er gert ráð fyrir að foreldri komi með barni sínu í kennslustundir fyrsta árið, og ég hef því setið í ótal kennslustundum og nokkrum mismunandi kennslustofum í gegnum tíðina. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel til starfseminnar.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Jól í skókassa

Líkt og fleiri skólar á Norðurlandi vestra síðustu vikurnar þá tók Grunnskólinn austan Vatna þátt í fallega verkefninu Jól í skókassa. „Verkefnið er alþjóðlegt og miðar að því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að tryggja að öll börnin fái svipaðar gjafir er mælst til að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa,“ segir í frétt á vef GaV.
Meira

Áskorun til Willum Þórs Þórssonar

Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram í febrúar 2026 og þá mun draga til tíðinda. Formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem hefur gegnt embætti formanns síðan haustið 2016, hefur fyrir nokkru tilkynnt þá ákvörðun sína að hætta sem formaður og rætt hefur verið um að líklegir kanditatar í formanninn séu Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Framsóknarfélag Skagafjarðar hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem skorað er á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embættið.
Meira