Fréttir

Óvanalega mikil umferð um helgina

Mikil umferð hefur verið undanfarna daga í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem talin er að miklu leyti tilkomin vegna Bíladaga sem haldnir voru á Akureyri um helgina. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að á föstudag 14. júní og á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, hafi fjöldi ökutækja verið um 4.000 sem er mjög óvanalegur fjöldi og hefur einungis föstudagurinn fyrir Fiskidaginn mikla reynst stærri ár hvert.
Meira

Úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 11. júní sl. var lögð fram tillaga að úthlutun ú Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Auglýst var eftir umsóknum í maí sl. og rann umsóknarfrestur út þann 31. maí. Alls bárust fjórar umsóknir.
Meira

Gott stig gegn toppliðinu í 4. deildinni

Lið Kormáks/Hvatar (K/H) mætti Hvíta Riddaranum í fimmtu umferð 4. deildarinnar föstudaginn 14. júní á Varmárvelli. Leikurinn sem fór fram á Varmárvelli átti að spilast á Blönduósvelli en vegna Smábæjaleika þá var leikurinn færður yfir á heimavöll Hvíta Riddarans. Með sigri þá myndi (K/H) halda þriðja sætinu og haldið pressunni á liðinum sem eru í fyrsta og öðru sæti.
Meira

Sameiginleg lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Sveitarfélögin sjö á Norðurlandi vestra hafa um nokkurt skeið unnið að gerð sameiginlegrar lögreglusamþykktar en unnið var uppkast að henni í samráði við lögreglustjóra sem stjórn SSNV yfirfór og samþykkti. Í kjölfarið var samþykktin send sveitarfélögunum og lögreglustjóra til athugasemda. Eftir að tekið hafði verið tillit til þeirra var samþykktin send sveitarfélögunum að nýju til staðfestingar. Að því loknu var hún send ráðherra til undirritunar og birtingar sem sjá má hér.
Meira

Jóhanna Erla Pálmadóttir sæmd fálkaorðunni

Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri í Húnavatnshreppi var í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Riddarakrossinn hlýtur Jóhanna fyrir störf í þágu safna og menningar í heimabyggð en hún verk­efna­stjóri og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Tex­tíl­set­urs Íslands, Blönduósi.
Meira

Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners semur við Fjölnet.

Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners (LSÞ) hefur samið við Fjölnet um að sjá um rekstur tölvukerfa fyrirtækisins en um er að ræða alrekstur og þjónustu við starfsmenn.
Meira

Rúnar Már kominn til Kasakstan

Fjölmiðlar greina frá því að miðjumaðurinn skagfirski, Rúnar Már Sigurjónsson, sé búinn að skrifa undir samning við FC Astana sem ku vera sterkasta liðið í Kasakstan. Félagið staðfesti félagaskiptin í dag og ætti landsliðsmaðurinn að geta fagnað félagaskiptunum um leið og hann heldur upp á 29 ára afmælið sitt á morgun.
Meira

Gleðilega þjóðhátíð!

Í dag halda Íslendingar upp á 75 ára afmæli lýðveldisins en það var formlega stofnað á lýðveldishátíð á Þingvöllum þann 17. júní árið 1944.
Meira

Hefur alla tíð verið bókaormur

Magdalena Berglind Björnsdóttir, kennari við Blönduskóla, hefur mikið yndi af bóklestri. Hún svaraði spurningum í Feykis Bók-haldinu í 17. tbl. ársins 2018 og deildi því með okkur hvaða bækur höfða helst til hennar. Óhætt er að segja að þar sé farið yfir vítt svið enda segir hún húsið orðið yfirfullt af lesefni.
Meira

Íslandsmeistaramót í Skagafirði og tvö lið í WOW Cyclothon - Hjólreiðafélagið Drangey stendur í stórræðum

Það verður nóg að gera hjá liðsmönnum Hjólreiðafélagsins Drangeyjar í Skagafirði en nk. sunnudag, 23. júní, mun félagið standa fyrir Drangeyjarmótinu, sem er hluti af Íslandsmeistaramóti í hjólreiðum. Þremur dögum síðar taka tvö lið frá klúbbnum þátt í WOW Cyclothon.
Meira