Óvanalega mikil umferð um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.06.2019
kl. 13.29
Mikil umferð hefur verið undanfarna daga í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem talin er að miklu leyti tilkomin vegna Bíladaga sem haldnir voru á Akureyri um helgina. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að á föstudag 14. júní og á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, hafi fjöldi ökutækja verið um 4.000 sem er mjög óvanalegur fjöldi og hefur einungis föstudagurinn fyrir Fiskidaginn mikla reynst stærri ár hvert.
Meira