Espiflöt og Garður fengu landbúnaðarverðlaunin 2020
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.03.2020
kl. 08.52
Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðarmála, veitti Garðyrkjustöðinni Espiflöt í Biskupstungum og Garði í Eyjafirði landbúnaðarverðlaunin 2020 á nýyfirstöðnu Búnaðarþingi. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að hugmyndin að baki verðlaununum sé að veita bændum og býlum sem á einn eða annan máta vekja athygli og eru til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði, viðurkenningar og hvatningarverðlaun. Ráðherra landbúnaðarmála hefur veitt verðlaunin frá árinu 1997.
Meira
