Fréttir

Öxin - Agnes og Friðrik í Landnámssetrinu í Borgarnesi

Sagnamaðurinn Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum verður með þrjár sögustundir á Landnámssetrinu í Borgarnesi í janúarmánuði sem bera heitið Öxin - Agnes og Friðrik. Þar mun Magnús segja frá einum dramatískasta atburði Íslandssögunnar – síðustu aftökunni á Íslandi sem fram fór við Þrístapa í Vatnsdalshólum þann 12. janúar árið 1830 kl 14 þegar þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru líflátin.
Meira

Viðbúnaðarstig komið í appelsínugult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra

Enn er vonskuveður um mestallt land og vegir víða ýmist ófærir eða lokaðir. Holtavörðuheiðin er ófær sem og fjallvegir á Norðurlandi, Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hríðarveðri áfram, vindi víða 20-28 m/s, éljagangi og skafrenningi með lélegu skyggni. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira

Gult ástand á öllu landinu - Uppfært - Fjallvegir lokaðir

Spáð er stormi um allt land í dag og hefur Veðurstofan vegna þess gefið út gula viðvörun á öllum spásvæðum vegna þessa. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðvestan 18-25 m/s og éljum og mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt er fyrir ökutæki að vera á ferðinni sem taka á sig mikinn vind og er fólk beðið um að huga að lausamunum
Meira

Fæðslufundur um erfðamengi krabbameina

Krabbameinsfélag Skagafjarðar stendur fyrir fræðslufundi um erfðamengi krabbameina á Löngumýri þann 9. janúar kl 19:30. Fyrirlesari verður Sigurgeir Ólafsson frá Kálfsstöðum í Hjaltadal, doktorsnemi í sameindalíffræði.
Meira

Fundum um Hálendisþjóðgarð frestað

Kynningarfundum umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendisþjóðgarð, sem halda átti í Borgarnesi og Húnavatnshreppi í dag og í Reykjadal og á Egilsstöðum á morgun er frestað vegna veðurs. Nýjar tímasetningar fyrir fundina verða auglýstar á næstu dögum.
Meira

Slæmur þriðji leikhluti felldi Stólana í Sláturhúsinu

Tindastólsmenn léku fyrsta leik sinn á nýju ári í Keflavík í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að hafa forystuna. Staðan var enda hnífjöfn í hálfleik, 47-47, en í þriðja leikhluta sýndu heimamenn gestunum sparihliðina og skoruðu nánast að vild á meðan sóknarleikur Tindastóls var þvingaður. Að leikhlutanum loknum munaði 18 stigum á liðunum og þrátt fyrir ágætt áhlaup Stólanna þá fór svo að lokum að Keflavík sigraði 95-84.
Meira

Stafrænt forskot NMÍ á Sauðárkróki

Stafrænt forskot, markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök og markaðsstofur um allt land með stuðningi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. „Fyrir fyrirtæki er þetta gríðarleg tækifæri sem liggja í því að nýta stafræna tækni í markaðssetningu,“ segir í tilkynningu frá NMÍ.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um 97 á liðnu ári

Nú í upphafi árs eru íbúar Norðurlands vestra alls 7.327, þremur færri en fyrir mánuði, 1. desember en 97 fleiri en 1. janúar 2019 þegar þeir voru 7230 talsins. Íbúum fækkaði í 20 sveitarfélögum af 72 í síðastliðnum mánuði en auk Norðurlands vestra fækkaði einnig á Vesturlandi.
Meira

Vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður

Þjóðveginum um Holtavörðuheiði var lokað skömmu fyrir klukkan hálf fjögur í dag eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Þar er mikil hálka er og nokkuð hvasst sem gert hefur ökumönnum erfitt fyrir. Vegurinn er enn lokaður þegar þetta er ritað.
Meira

Starf slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra laust til umsóknar

Húnaþing vestra hefur auglýst starf slökkviliðsstjóra til afleysingar í eitt ár laust til umsóknar. Um er að ræða 75% starf auk bakvakta. Þar af er áætlað að um 25% starfsins sé akstur með eldri borgara í dagvistun.
Meira