Fréttir

Frændsystkinin hefja leik á Norðurlandamótinu í körfubolta á morgun í Finnlandi

Norðurlandamótið hjá U16 og U18 ára landsliða í körfubolta hefst á morgun 27. júní í Kisakallion í Finnlandi. Tindastóll á tvo fulltrúa í U16 ára landsliðinu, þau Marín Lind Ágústsdóttir og Örvar Freyr Harðarson. Þau eru bæði ung og efnileg og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu.
Meira

Maríudagar um næstu helgi

Dagana 29. júní og 30. júní verða Maríudagar haldnir á Hvoli í Vesturhópi klukkan 13.-18 báða dagana. Þetta er í tíunda sinn sem Maríudagar hafa verið haldnir en það er gert í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli. Það er fjölskyldan frá Hvoli sem stendur að þessum árlega viðburði.
Meira

Fjölnota hjólabraut tekin í notkun á Skagaströnd

Unga kynslóðin á Skagaströnd, og jafnvel fleiri, hafa ríka ástæðu til að kætast þessa dagana því í gærkvöldi, þann 25. júní, var opnuð fjölnota hjólabraut á skólalóð Höfðaskóla. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að brautarinnar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu.
Meira

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Blönduósi

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglagreininni Skeet verður haldið á skotsvæði Skotfélgasins Markviss dagana 29. og 30. júní. Á Facebooksíðu Markviss kemur fram að skráning á mótið hefur verið með miklum ágætum og stefnir í eitt fjölsóttasta mót sumarsins. Keppendur eru skráðir í flestum, ef ekki öllum, flokkum og frá átta skotíþróttafélögum víðs vegar af að landinu.
Meira

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöfin er gerð á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu og er varúðarnálgun Alþjóðahafrannsóknaráðsins höfð að leiðarljósi.
Meira

Blönduóstorfæran um helgina

Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í torfæru fer fram á Blönduósi á laugardaginn og hefst keppnin klukkan 11:00. Mótið er í umsjón Bílaklúbbs Akureyrar og fer keppni fram í Kleifarhorni. Keppt verður í tveimur flokkum, götubílaflokki og sérútbúnum. Sagt er frá þessu á fréttavefnum huni.is.
Meira

Úrslitin úr Opna Nýprent barna og unglingamóti í golfi

Á heimasíðu Golfklúbb Sauðárkróks kemur fram að Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist-Footjoy Norðurlandsmótaröðinni hafi farið fram á Hlíðarendavelli 23. júní.
Meira

Tillitssemi mikilvæg

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, vekur athygli á því í á heimasíðu sinni að í kvöld hefst hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon og því má búast við talsverðri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni meðan keppnin stendur yfir. Fyrstu hóparnir fara af stað í dag, þriðjudag, en flestir leggja af stað klukkan 19:00 annað kvöld og er reiknað með fyrstu keppendum ímark á föstu­dags­morg­un, en tími renn­ur út á laug­ar­dag. Hjólað verður eftir hringveginum norður fyrir og endað við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Mikilvægt er að allir ökumenn, bæði vélknúinna ökutækja og hjólandi, sýni fyllstu tillitssemi.
Meira

Hver verður jólagjöfin í ár?

Sveitarfélagið Skagafjörður ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar kemur að jólagjafakaupunum í ár. Að þessu sinni er ætlunin að versla í heimabyggð og því leitar sveitarfélagið eftir vöru sem unnin er í héraði. Full þörf er á að hefja undirbúninginn snemma þar sem hópurinn er fjölbreyttur og stór, eða um 400 manns, eins og segir í auglýsingu á vef Skagafjarðar. Þar segir:
Meira

Úrslit á Íslandsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum var haldið í gær, sunnudaginn 23. júní,og tók fríður flokkur keppenda þátt í mótinu sem háð var í Skagafirði. Fyrstu keppendurnir voru ræstir frá Sauðárkróki klukkan 7:30 í gærmorgun og lögðu þeir þátttakendur sem lengst fóru að baki 124 km áður en komið var í mark.
Meira