Fréttir

Fersk og örugg matvæli

Við erum það sem við borðum. Fyrir tíu árum gerðumst við aðilar að matvælalöggjöf EES. Tilgangur matvælalöggjafar EES snýr að því að auka gæði matvæla og bæta stöðu neytenda. Við gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og í þeirri stöðu eiga neytendur rétt á því að sambærilegar kröfur séu gerðar til innfluttra matvæla.
Meira

DÓSA og FLÖSKUSÖFNUN

Stelpurnar í 3. flokki Tindastóls eru nú að fara í dósasöfnun á Sauðárkróki í dag, morgun og fimmtudaginn 6. júní og er hún lokahnykkurinn í fjáröflun þeirra í knattspyrnuskóla á Spáni.
Meira

Hitaveituvæðing Óslandshlíðar, Viðvíkursveitar og Hjaltadals hlýtur styrk

Á fundi Byggðastofnunar og framkvæmdastjóra og formanna landshlutasamtaka sveitarfélaga á Laugarbakka í Miðfirði í gær, þann 3. júní sl., voru undirritaðir samningar um styrki til sex landshlutasamtaka sveitarfélaga til sjö verkefna. Eru styrkirnir veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var úthlutað 71,5 milljón króna fyrir árið 2019 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 19 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.illjónir króna fyrir árið 2019.
Meira

Söngvarakeppni Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Húnaþings vestra verður haldin laugardagskvöldið 8. júní nk. í Félagsheimilinu Hvammstanga. Á vefsíðu Menningarfélags Húnaþings vestra segir að keppnin eigi sér langa sögu en sé nú haldin í annað sinn af Menningarfélaginu.
Meira

Tindastólsstelpur fá stórveldið í Mjólkurbikarnum.

Dregið var í gær í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins bæði hjá karla og kvenna liðunum. Tindastóll var með eitt lið í pottinum og voru það stelpurnar eftir sigur á Augnablik í 16-liða úrslitunum. Mikil tilhlökkun var þegar dregið var úr pottinum, því liðin sem eru eftir í keppninni eru ekkert af verri endanum.
Meira

Dagskrá júnímánaðar í Glaumbæ

Gamli bærinn í Glaumbæ opnar dyr sínar alla daga frá kl. 9-18 í sumar og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Áskaffi er opið frá kl. 10-18.
Meira

Opnun Norðurstrandarleiðar

Opnunarhátíð Norðurstrandarleiðar, eða Arctic Coast Way, verður haldin á degi hafsins, laugardaginn 8.júní. Norðurstrandarleið er um 900 kílómetrar og liggur milli Hvammstanga í vestri og Bakkafjarðar í austri. Leiðin liggur um 21 bæ eða þorp meðfram ströndinni og undan landi eru sex eyjar sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Verkefninu er ætlað að virka sem aðdráttarafl fyrir þá ferðamenn sem vilja ná betri tengslum við náttúruna og menningarlíf svæðisins.
Meira

Úrslit í félagsmóti Hestamannafélagsins Skagfirðings

Félagsmót Hestamannafélagsins Skagfirðings var haldið þann 1. júní á Fluguskeiði, félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Á heimasíðu félagsins segir að mótið hafi farið vel fram þar sem knapar voru prúðir og tímanlegir og endað var á grilli í félagsheimilinu Tjarnabæ að móti loknu.
Meira

Blóðbankabíllinn kemur á Sauðárkrók

Daganna 4.-5. júní mun Blóðbankabíllinn koma á Sauðárkrók. Að sögn Þorbjargar Eddu Björnsdóttur þá gaf Rauði krossinn Blóðbankanum Blóðbankabílinn árið 2002. Í honum eru fjórir söfnunarbekkir og góð aðstaða til blóðsöfnunar.
Meira

Sjómannadagurinn á Sauðárkróki 2019

Sjómannadagurinn á Sauðárkróki var haldinn hátíðlegur laugardaginn 1. júní með fínustu dagskrá á hafnarsvæðinu.
Meira