Fréttir

Öflugur sigur Kormáks/Hvatar á ÍH í 4. deild karla

Kormákur/Hvöt(K/H) gerðu góða ferð suður í Hafnarfjörð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍH í 4. deild karla síðastliðinn föstudag.
Meira

Góður útisigur hjá Tindastólsstúlkum í Kópavogi

Á föstudagskvöldið mætti Tindastóll liði Augnabliks í Fífunni í 5. Umferð Inkasso deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru bæði lið með sex stig og áttu möguleika að ná fjórða sætinu í deildinni.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir styrkjum úr Húnasjóði en en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til að minnast starfsemi Alþýðuskóla Húnvetninga en Ásgeir stofnaði skólann og rak hann á Hvammstanga árin 1913-1920. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Meira

Jón Jóhannsson GÓS sigraði á Opna Fiskmarkaðsmótinu á Skagaströnd

Opna Fiskmarkaðsmótið, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli á Skagaströnd laugardaginn 22. júní. Alls voru þátttakendur 26 talsins sem spiluðu 18 holur í afbragðsveðri. Úrslit urðu sem hér segir:
Meira

Sýning um íslensku lopapeysuna á Heimilisiðnaðarsafninu í sumar

Sérsýning Heimilisiðnaðarsafnsins, íslenska lopapeysan, uppruni, saga, hönnun, varopnuð á uppstigningardag, þann 30. maí sl. Er hér um að ræða farandsýningu sem á rætur að rekja til rannsóknarverkefnis Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins, húss skáldsins, sem Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, vann. Skýrslu um rannsóknina má finna á vefsíðum safnanna.
Meira

Úr sveitinni á Skaga til miðbæjar Reykjavíkur :: Áskorandapenninn – Kristmundur Elías Baldvinsson, Tjörn á Skaga

Ég tók undir mig nokkuð stórt stökk þann 16. ágúst síðast liðinn þegar ég fluttist frá Tjörn á Skaga, þar sem ég hafði alist upp og búið allt mitt líf, og flutti suður í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ég átti eftir hefja mína framhaldsskólagöngu í Borgarholtsskóla. Það var gríðar mikið menningarsjokk að fara á milli þessa ólíku heima.
Meira

Langömmubörnin fá gimbað teppi

Handavinnukonan Bryndís Alfreðsdóttir ætlar að sagði lesendum frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í öðru tölublaði Feykis ár síðasta ári. Bryndís er Fljótakona í húð og hár, fædd og uppalin í Austur-Fljótum en stundaði kúabúskap í Langhúsum ásamt manni sínum í 42 ár. Bryndís hefur búið á Sauðárkróki síðastliðin tíu ár og segist hafa verið svo heppin að kynnast prjónahópnum sínum fljótlega sem hafi hjálpað sér mikið þar sem hópurinn sé alveg frábær. Handverk Bryndísar er fjölbreytt eins og sjá má en mest gerir hún af því að prjóna
Meira

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum í Skagafirði

Hjólreiðafélagið Drangey heldur Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum í Skagafirði á morgun, sunnudaginn 23. júní.
Meira

Hægeldað lambalæri og hindberjadesert

Matgæðingar Feykis í 23. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Guðrún Helga Marteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Gylfason sem er menntaður húsasmiður en starfar hjá KVH í pakkhúsdeild, auk þess að vera sjúkraflutningamaður. Þau eru búsett á Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, þeim Helga og Bellu, sem og hundi og ketti. Þau ætla buðu lesendum upp á tvo rétti, aðalrétt og eftirrétt. „Lambakjöt er í miklu uppáhaldi hjá okkur, þvi kom ekkert annað til greina en að velja einhvern af okkar uppáhalds lambakjötsréttum. Eftirréttinn notum við stundum við hátiðleg tilefni en börnin okkar elska hindber. Þetta er uppskrift sem áskotnaðist okkur fyrir töluverðu síðan,“ sögðu matgæðingarnir Guðrún Helga og Hörður.
Meira

Góður árangur hjá Skagfirðingum í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossvelli um síðustu helgi 15-16 júní. Alls voru 212 keppendur skráðir til leiks frá 25 félögum og samböndum. Fimm Skagfirðingar tóku þátt og unnu þau öll til verðlauna, alls voru það þrenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun.
Meira