feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
22.06.2019
kl. 10.13
Matgæðingar Feykis í 23. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Guðrún Helga Marteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Gylfason sem er menntaður húsasmiður en starfar hjá KVH í pakkhúsdeild, auk þess að vera sjúkraflutningamaður. Þau eru búsett á Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, þeim Helga og Bellu, sem og hundi og ketti. Þau ætla buðu lesendum upp á tvo rétti, aðalrétt og eftirrétt. „Lambakjöt er í miklu uppáhaldi hjá okkur, þvi kom ekkert annað til greina en að velja einhvern af okkar uppáhalds lambakjötsréttum. Eftirréttinn notum við stundum við hátiðleg tilefni en börnin okkar elska hindber. Þetta er uppskrift sem áskotnaðist okkur fyrir töluverðu síðan,“ sögðu matgæðingarnir Guðrún Helga og Hörður.
Meira