Dagbjört Dögg Íþróttamaður USVH árið 2019
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
03.01.2020
kl. 14.18
Dagbjört Dögg Karlsdóttir var kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 en útnefningin fór fram á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember sl. Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður liðsins á tímabilinu og eins og fram kemur á heimasíðu USVH varð Dagbjört Íslands-, bikar- og deildarmeistari á liðnu ári.
Meira