Fréttir

Harmonikuunnendur skemmta sér á Steinsstöðum

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stendur fyrir fjölskylduhátíð að Steinsstöðum nú um helgina, 21.-23. júní. Dagskráin hefst með dansleik klukkan 21:00 í kvöld þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson ásamt Jóa Færeyingi og Aðalsteini Ísfjörð sjá um fjörið.
Meira

Tap hjá Tindastóli á Selfossi

Selfoss og Tindastóll áttust við í áttundu umferð 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á JÁVERK vellinum á Selfossi, fyrir leikinn var Selfoss í þriðja sæti með þrettán stig en Tindastóll á botninum með eitt stig.
Meira

Líf í lundi - útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins

Á morgun, laugardaginn 22. júní, verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins undir merkinu Líf í lundi. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda í samvinnu við önnur félagasamtök og stofnanir. Arion banki styrkir verkefnið. Í fréttatilkynningu segir að markmið dagsins sé að fá almenning til að heimsækja skóga og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa náttúru landsins.
Meira

Veiði að hefjast í húnvetnsku laxveiðiánum

Nú eru laxveiðiárnar oð opna ein af annarri. Fyrsti veiðidagur í Blöndu var 5. júní og á miðvikudag höfðu veiðst þar 85 laxar skv. veiðitölum á angling.is. Tveir þeirra munu hafa verið 98 cm langir sem eru þeir stærstu sem veiðst hafa á þessu sumri.
Meira

Eldur í Húnaþingi í sautjánda sinn

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin í 17. sinn dagana 25.-28. júlí næstkomandi. Að vanda er dagskráin full af spennandi viðburðum og listamennirnir sem við sögu koma eru margir langt að komnir.
Meira

Ráða starfsmann í tilraunaverkefni vegna skólaforðunar

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 11. júní sl. var tekið fyrir og samþykkt samhljóða erindi frá fjölskyldusviði sveitarfélagsins, sem heldur utan um félags- og fræðslu þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að sinna barnavernd, þess efnis að ráða tímabundið starfsmann til sviðsins til að sinna börnum sem klást við skólaforðun ásamt fleiri verkefnum.
Meira

Villtir Svanir í félagsheimilinu Bifröst

Tónleikarnir VILLTIR SVANIR OG TÓFA (án tófu) verða nú haldnir enn eina ferðina, föstudaginn 21. júní í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkrók.
Meira

Gestum fjölgar ár frá ári í sundlauginni á Blönduósi

Sundlaugin á Blönduósi hefur verið vel sótt í sumar eins og síðustu sumur. Það sem af er ári hafa 17.141 sundlaugagestir heimsótt laugina. Á sama tíma í fyrra voru sundlaugagestirnir 15.180 talsins og er þetta því aukningin um 12,9% milli ára að því er segir í fréttatilkynningu frá sundlauginni . Sé miðað við árið 2017, sama tímabil, voru gestir sundlaugarinnar þá 14.530 og nemur aukningin 17,9% og því stöðug aukning ár frá ári.
Meira

Fertugasti árgangur Húna kominn út

Fertugasti árgangur Húna, ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Í ritinu er að finna frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin Fljótlega urðu mínir steinar stærri en hans, viðtal við Sigurbjart Frímannsson og Sigrúnu Ólafsdóttur og einnig frásögn Ármanns Péturssonar frá dvöl sinni í Ástralíu. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.
Meira

Lokaráðstefna Erasmus+ verkefnisins INTERFACE í Ljósheimum á morgun

Lokafundur aðila Erasmus+ verkefnisins INTERFACE er haldinn í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 19. júní. Skammstöfunin INTERFACE vísar til verkefnisheitisins á ensku, „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem þýða mætti sem „Nýsköpun og frumkvæði í brothættum byggðarlögum í Evrópu“. Aðilar að verkefninu fyrir Íslands hönd eru Byggðastofnun og Háskólinn á Bifröst en aðrir þátttakendur koma frá Írlandi, Búlgaríu, Ítalíu og Grikklandi.
Meira