feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.06.2019
kl. 11.02
Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra sem haldinn var sl. þriðjudag, 25. júní, voru samþykktar verklagsreglur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra við að fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum sbr. reglugerð 941/2002. Er Heilbrigðiseftirlitinu ætlað að vinna að verkefninu í samráði og samvinnu við sveitarfélög á starfssvæðinu.
Meira