Fréttir

Fræðslufundi um erfðamengi krabbameina aflýst

Fræðslufundi um erfðamengi krabbameina sem Krabbameinsfélag Skagafjarðar hafði boðað til á Löngumýri í kvöld hefur verið aflýst vegna veðurs. Að sögn Maríu Reykdal, formanns félagsins, verður reynt síðar þegar fyrirlesarinn, Sigurgeir Ólafsson, verður staddur á landinu aftur en hann dvelst erlendis sem doktorsnemi í sameindalíffræði.
Meira

Opinn fyrirlestur um selveiðihlunnindi við Húnaflóa

Dr. Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, heldur opinn fyrirlestur í Selasetri Íslands næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00-21:00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Selveiðihlunnindi við Húnaflóa frá 17. öld til 20. aldar.
Meira

Enn vonskuveður og ófærð

Enn er vonskuveður víða á landinu, appelsínugul eða gular viðvaranir í gildi í nokkrum landshlutum og hefur Veðurstofan gefið út gult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra. Þar er nú suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi og er lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum, segir á Veður.is.
Meira

Fleiri dýralæknar á bakvakt á Norðurlandi vestra

Dýralæknum á bakvakt á Norðurlandi vestra hefur verið fjölgað um óákveðinn tíma úr einum í tvo af Matvælastofnun en reynslan sýnir að vaktsvæðið sé of víðfeðmt og illfært á veturna til að einn dýralæknir geti sinnt öllum útköllum, einkum þegar illa viðrar. Tilefnið var gul viðvörun vegna óveðurs.
Meira

Launafulltrúi óskast á skrifstofu Blönduósbæjar

Blönduósbær óskar eftir að ráða starfsmann í starf launafulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða 100 % starf, eða eftir nánara samkomulagi, og er vinnutími frá 8:00 – 16:00. Launafulltrúi sér um launavinnslu sveitarfélagsins ásamt öðrum almennum skrifstofustörfum.
Meira

Bílum fylgt yfir Holtavörðuheiði til klukkan átta í kvöld

Bílum verður fylgt yfir Holtavörðuheiði til klukkan 20 í kvöld, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Eftir það verður lokað í kvöld og nótt og staðan endurmetin í fyrramálið.
Meira

Kynningarfundur um hugmyndavinnu arkitektanema

Þessa vikuna vinna átta nemendur úr arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands hörðum höndum að hugmyndavinnu fyrir notkun og húsakost Kvennaskólans á Blönduósi og þeirri starfsemi sem þar er til húsa. Verkefnið er unnið undir leiðsögn Birtu Fróðadóttur arkitekts og kennara við arkitektúrdeild LHÍ.
Meira

Jónsi í þjálfarateymi Stólanna á ný?

Orðrómur hefur kvisast út að Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu á síðasta tímabili, verði aðstoðarþjálfari Guðna Þórs Einarssonar sem hélt áfram þjálfun liðsins þetta tímabil. Hvort þessi ráðstöfun komi á óvart er ekki gott að segja en Jónsi kvaddi liðið með virktum í haust er hann tók við starfi íþróttafulltrúa hjá Þór Akureyri.
Meira

Garnaveiki staðfest á bæ í Húnavatnshreppi

Garnaveiki var staðfest á bænum Reykjum í Húnavatnshreppi skömmu fyrir jól. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að sjúkdómurinn hefur greinst í sauðfé á tveimur öðrum bæjum í Húna- og Skagahólfi síðastliðin tíu ár. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en hægt er að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum með bólusetningu og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum þeim sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu.
Meira

Opinn fundur hjá Knattspyrnudeild Tindastóls

Aðalstjórn Tindastóls hvetur knattspyrnuáhugafólk til þess að mæta á opinn fund hjá Knattspyrnudeild Tindastóls á morgun fimmtudag 9. janúar kl. 20:00 í Húsi frítímans að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. Þar sem enn hefur ekki tekist að mynda stjórn er fólk hvatt til þess að mæta og ræða framtíð knattspyrnu hjá Tindastól með jákvæðum hug. Það er undir íbúum Skagafjarðar komið hvernig við mótum framtíð knattspyrnu Tindastóls.
Meira