Fréttir

Gamlárshlaup 2019

Hið árlega Gamlárshlaup (eða ganga) verður haldið á gamlársdag, 31. desember nk. og hefst skráning klukkan 12 í anddyri íþróttahússins á Sauðárkróki. Þátttakendur eru ræstir af stað kl. 13.
Meira

Tvö tonn af kartöflum í skóinn hjá landsins börnum

Íslensku jólasveinarnir höfðu í nógu að snúast fyrir þessi jól líkt og vanalega og væntanlega þekkist viðlíka annríki meðal stéttarinnar hvergi annars staðar í heiminum. Meðan jólasveinar annarra landa þurfa aðeins að mæta í vinnuna eina nótt á ári þurfa þeir íslensku að gefa börnum í skó þrettán nætur og flækjast svo um á jólaböllum næstu dagana allt fram til þrettándans þegar þeir loksins hafa allir tínst til síns heima. Til allrar hamingju eru íslensku sveinarnir margir og deilist því erfiðið á margra herðar.
Meira

Tæpar 300 þúsund krónur til styrktar Björgunarfélaginu Blöndu

Skömmu fyrir jól var haldinn kökubasar á Blönduósi til styrktar Björgunarfélaginu Blöndu en sem kunnugt er hefur mikið mætt á félagsmönnum undanfarnar vikur. Það var Snjólaug María Jónsdóttir sem stóð að basarnum ásamt sveitungum sínum og lögðu fjölmargir sitt af mörkum. Á Þorláksmessu afhenti Snjólaug María afraksturinn, 268 þúsund krónur, til Hjálmars Björns Guðmundssonar, formanns Björgunarfélagsins Blöndu.
Meira

Jólamót Molduxa hafið – Árni Stef fékk Samfélagsviðurkenningu

Hið árlega Jólamót Molduxa hófst klukkan 11 í morgun í Síkinu á Sauðárkróki og eins og vanalega er vel mætt. Alls keppa 18 lið eða alls um 150 manns af báðum kynjum og margir brottfluttir Skagfirðingar þar á meðal. Íþróttafrömuðurinn Árni Stefánsson var heiðraður í upphafi móts að honum fjarstöddum.
Meira

Andlega nærandi viðburðir á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Sunnudaginn 15. desember voru haldnir Stofutónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Í þetta sinn voru það hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson sem báru hitann og þungann af tónleikunum en þeim til aðstoðar voru hjónin Sigríður Stefánsdóttir og Halldór Ólafsson. Efnisskráin var fjölbreytt og seinni hluti hennar með jólalegu ívafi.
Meira

Leitað að Tyrfingsstaðaskiltinu

Á Tyrfingsstöðum á Kjálka hefur Fornverkaskólinn fengið að nota torfhúsin þar til að kenna gömul handbrögð sem lúta að viðgerðum torfhúsa frá árinu 2007. Fjöldi nemenda hafa sótt námskeið skólans í torftöku, torfhleðslu, grjóthleðslu, rekaviðarmeðhöndlun, einfaldri húsgrindargerð, þiljun, gluggasmíði og fleiru. Á Facebook-síðu skólans kemur fram að leitað sé að skiltinu sem var ofan við hurðina á Tyrfingsstaðabænum.
Meira

Íþróttamaður USVH tilnefndur á laugardag

Laugardaginn 28. desember kl. 15 verður íþróttamaður USVH árið 2019 útnefndur á Staðarskálamótinu sem fram fer í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Tilnefndir eru eftirfarandi einstaklingar í stafrófsröð.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á árinu sem senn lætur sjá sig með þökk fyrir samskiptin á því sem senn kveður.
Meira

Safna saman upplýsingum í kjölfar óveðurs

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hyggst safna saman upplýsingum um það sem úrskeiðis fór í óveðrinu sem gekk yfir í desember. Tilgangurinn er sá að læra af reynslunni og verða upplýsingarnar meðal annars notaðar til að vinna viðbragðsáætlun fyrir óveður af þeirri stærðargráðu sem desemberveðrið var.
Meira

Mannvirkjastofnun og Íbúðalánasjóður sameinast í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Alþingi hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um að sameina Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun í nýja stofnun sem mun bera nafnið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Á heimsíðu félagsmálaráðuneytisins kemur fram að markmið stjórnvalda með því að sameina stofnanirnar tvær sé að stuðla að betri, öruggari og skilvirkari húsnæðismarkaði fyrir almenning, byggingariðnaðinn og aðra haghafa.
Meira