Fréttir

Fjármunum úthlutað til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í dag grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.
Meira

Líklegast að mengun komi frá lekum eldsneytistanki N1 á Hofsósi

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands í síðustu viku voru málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi til umræðu en þar kom fram að sýnatökur, sem teknar hafa verið í íbúðarhúsinu að Suðurgötu 6 á Hofsósi, gefi skýrt til kynna að yfirgnæfandi líkur séu á að mengun frá lekum eldsneytistanki N1 handan götunnar hafi borist inn í húsið.
Meira

Skagfirðingur sækir um Landsmót 2024

Hestamannafélagið Skagafirðingur hefur sótt um að halda Landsmót hestamanna árið 2024 en á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga kemur fram að þrjú félög sóttu um halda mótið. Í frétt á mbl.is er haft eftir Lárus Ástmar Hannessyni, formanni LH, að hann reikni með að fundað verði með full­trú­um um­sækj­enda í þess­um mánuði og í kjöl­farið verði einn staður val­inn og skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að halda mótið þar.
Meira

Olís byggir bensínstöð við Strandveginn á Króknum

Eflaust hafa einhverjir klórað sér í kollinum vegna framkvæmda á lóðinni Borgarflöt 31á Sauðárkróki, neðan við lóð Skagafjarðarveitna. Samkvæmt upplýsingum Feykis stendur Olís fyrir framkvæmdunum en á lóðinni, sem er 2555 fermetrar, er fyrirhugað að byggja sjálfsafgreiðslustöð ÓB með þremur eldsneytisdælum.
Meira

Lokað fyrir heimsóknir á Sæborg

Ákveðið hefur verið að loka dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars, þar til annað verður formlega tilkynnt. Í tilkynningu á vef Skagastrandar segir að þetta ákvörðunin sé tekin að höfðu samráði við sóttvarnayfirvöld eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar. Allra leiða sé leitað til að draga úr hættu á að íbúar veikist og sé lokunin liður í því.
Meira

Ákveðið hefur verið að loka fyrir heimsóknir á sjúkra- og hjúkrunardeildir HSN

Framkvæmdastjórn HSN hefur tekið þá ákvörðun að loka sjúkra- og hjúkrunardeildum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnayfirvöld eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar.
Meira

Útivistarskýli í Sauðárgili - Ásýnd svæðisins með skírskotun í skagfirska sögu

Í nóvember voru lagðar fyrir umhverfis- og samgöngunefnd endanlegar teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili á Sauðárkróki en undanfarin ár hefur nokkuð verið kallað eftir uppbyggingu á aðstöðu og afþreyingu þar og í Litla-Skógi sem staðsettur er ofar í gilinu. Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp í því samhengi og m.a. skoðuð uppbygging á aðstöðu í lundi neðarlega í gilinu.
Meira

Kjúklingarétturinn okkar

Matgæðingar vikunnar í níunda tölublaði árið 2018 voru mæðgurnar Helga Rósa Pálsdóttir og Arndís Lilja Geirsdóttir. Þær fluttu í Skagafjörðinn frá Neskaupstað eftir að Helga Rósa fór í Hólaskóla. „Það var ekki aftur snúið heim eftir það,“ sagði hún. „Ég vinn í Verslunin Eyri , Arndís Lilja er í Árskóla. Hún er í Knapamerki 1 og stundar fótbolta en annars lifum við mæðgur og hrærumst í hestum.“
Meira

Torskilin bæjarnöfn -Írafell í Svartárdal

Þannig er þetta bæjarnafn alment ritað nú. Landnáma getur bæjarins og er það vitaskuld elzta heimildin. Þar segir þannig frá: „Hrosskell hét maðr, er nam Svartárdal allan ok Ýrarfellslönd öll með ráði Eiríks; hann nam ofan til Gilhaga, ok bjó at Ýrarfelli. Hann átti þræl þann er Roðrekr hét.“ (Landn., bls. 139).
Meira

Barna- og unglingakórar Tónadans og Akureyrarkirkju í Miðgarði

Á morgun, laugardaginn 7. mars, halda barna- og unglingakórar Tónadans og Akureyrarkirkju tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Tónleikarnir, sem eru öllum opnir, hefjast klukkan 14:30 og er aðgangur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum.
Meira