Fuglavernd hvetur Landsnet og RARIK til að leggja raflínur í jörð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.12.2019
kl. 08.01
Í ljósi atburða í tengslum við nýlegt óveður vill Fuglavernd hvetja Landsnet og RARIK til að setja raflínur í jörðu. Ekki er einungis um mikilvæga hagsmuni manna að ræða, heldur einnig hagsmuni fuglalífs í landinu, segir í tilkynningu frá félaginu. „Þótt neikvæð áhrif raflína á fuglalíf hafi ekki verið rannsökuð með beinum hætti hér á landi, er vitað að slíkar línur hafa mikil umhverfisáhrif víða um heim vegna áflogs fugla.“
Meira