Fréttir

Hjálmar Sigmarsson 100 ára

Hjálmar Sigmarsson er fæddur þann 24. apríl árið 1919 á bænum Svínavallakoti í Unadal í Skagafirði. Hann fæddist á sumardaginn fyrsta og var hann skírður Hjálmar Sumarsveinn og sagði móðir hans að hann væri besta sumargjöf sem að hún hefði fengið. Foreldrar hans voru Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir og Sigmar Þorleifsson, bændur í Svínavallakoti. Hjálmar er fjórði í röð átta bræðra.
Meira

Sæluvikulokaspretturinn er hafinn

Þá er endasprettur Sæluviku að hefjast, eins og segir á heimasíðu Svf. Skagafjarðar en í dag er lokadagur sölusýningar á verkum notenda Iðju-dagþjónustu í Landsbankanum og SÝN myndlistasýningar í Safnahúsinu. Vinnustofa og steinasafn er opið í Víðihlíð 35. Töfrasýning með Einari Mikael töframanni verður í Króksbíói og Hátæknisýningin Heimur norðurljósa tekur á móti gestum í Puffin and Friends.
Meira

Vinnustofa fyrir söfn, setur og sýningar

Vinnustofa um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar verður haldin á Blönduósi mánudaginn 20. maí nk. og mun hún standa frá kl. 9.00-17:00. Vinnustofan er hluti af áhersluverkefnum SSNV 2018/2019 á sviði ferðaþjónustu og er hún þátttakendum að kostnaðarlausu.
Meira

Dimmalimm á Blönduósi

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Dimmalimm í Félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 5. maí næstkomandi klukkan 16:00. Leikritið hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir núna í vor. Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar.
Meira

Bókaútgáfan Merkjalækur gefur ut nýja bók

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur sent frá sér nýja bók. Nefnist hún Flóttafólkið og er eftir Johannes Linnankoski (1869-1913). Sagan, sem er finnsk og ber nafnið Pakolaiset á frummálinu, kom fyrst út árið 1908 og hefur Sigurður H. Pétursson nú þýtt hana á íslenska tungu.
Meira

Hjólað í vinnuna

Skráning í Hjólað í vinnuna 2019, sem fram fer dagana 8. – 28. maí, er í fullum gangi en megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þegar þetta er skrifað hefur einn vinnustaður í Akrahreppi skráð þátttöku, einn í Húnaþing vestra, sjö í Sveitarfélaginu Skagafirði og einn í Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Meira

Birnum gekk vel á öldungamóti í blaki

Birnur á Hvammstanga átti tvö lið í öldungamóti í blaki sem fram fór dagana 25.-27. apríl í Reykjanesbæ en að þessu sinni stóðu Þróttur og Keflavík saman að framkvæmd þess. Báðum liðum gekk vel en keppt var í samtals 15 deildum í kvennaflokki og í átta deildum í karlaflokki og voru keppendur alls um 1300. Svo vel tókst til að annað Birnuliðið varð sigurvegari í sinni deild.
Meira

Úrslit frá firmakeppni Skagfirðings

Góð þátttaka var í Firmamóti Hestamannafélagsins Skagfirðings sem haldið var í blíðskaparveðri 25.apríl sl., sumardaginn fyrsta og stemningin góð. Að keppni lokinni voru úrslit gerð kunn í Tjarnarbæ, þar sem hið margrómaða kaffihlaðborð svignaði undan kræsingum.
Meira

Lokafundur Ratsjárinnar á Norðurlandi vestra

Ratsjáin á Norðurlandi vestra hélt sinn fimmta og síðasta fund hjá Seal Travel á Hvammstanga sl. mánudag. Þar fékk hópurinn kynningu á fyrirtækinu og skoðaði um leið Selasetur Íslands. Að því loknu tók við greiningarvinna sem unnin var á Hótel Laugarbakka og að henni lokinni borðaði hópurinn saman og styrkti enn frekar stoðirnar sem er einmitt mikilvægur hluti verkefnisins að því er segir á vefsíðu Ratsjárinnar.
Meira

Undirbúningur á fullu fyrir komu flóttamanna til Hvammstanga

Þann 14. maí munu 23 sýrlenskir flóttamenn koma til Hvammstanga. Er hér um að ræða fimm fjölskyldur sem hafa dvalið í Líbanon í 3-5 ár. Fólkið er á aldrinum eins árs til 38 ára og eru fimm barnanna sem tilheyra hópnum fædd í Líbanon. Sveitarfélagið hefur nú gefið út dreifibréf með hagnýtum upplýsingum varðandi móttöku fólksins og þætti eins og venjur, trúarbrögð, skólagöngu og menntun, starfsfólk sem stýrir móttökunni og fleira. Fréttabréfið er aðgengilegt hér á vef Húnaþings vestra.
Meira