Fréttir

Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið

SÁÁ álfurinn er 30 ára um þessar mundir og þá er tilvalið að fagna saman og kaupa álfinn. Sölufólk verður á ferðinni frá deginum í dag og fram á sunnudag, 12. maí en álfasalan hefur verið ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna þessa þrjá áratugi.
Meira

Laufey Harpa sigraði í ljósmyndakeppni FNV

Félagslíf nemenda við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur verið öflugt í vetur, segir á heimasíðu skólans, og var m.a. efnt til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda til að fanga góðu augnablikin út frá sjónarhóli nemenda.
Meira

Stólatap í Fjarðabyggðarhöllinni

Þá er keppni farin af stað í 2. deild karla í knattspyrnu og hélt lið Tindastóls austur á Reyðarfjörð þar sem spilað var í Fjarðabyggðarhöllinni síðastliðinn laugardag. Skemmst er frá því að segja að heimamenn reyndust sterkari að þessu sinni og máttu Tindastólsstrákarnri þola 3-0 tap í fyrsta leik sumarsins.
Meira

Arnar Geir í sigurliði Missouri Valley College í golfi

Skagfirðingurinn Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í Missouri Valley College spiluðu dagana 29. apríl – 1. maí á Heart of America Championship mótinu í golfi. Leikið var á Porto Cima vellinum á Sunrice Beach í Missouri. Glæsilegur völlur sem hannaður er af Jack Nicklaus.
Meira

Sumarkomunni fagnað með sama hætti í meira en 60 ár

Sjálfsagt eru þau ekki mörg bæjarfélögin á landinu sem státa af hátíðahöldum með jafn hefðbundnu sniði og tíðkast á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta.
Meira

Veður sæinn röðull rótt - Úrslit í Vísnakeppni 2019

Úrslit í vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga voru kunngjörð á setningarhátíð Sæluviku Skagfirðinga sl. sunnudag en þeirri keppni var komið á árið 1976 og því komið að þeirri 44. Reglurnar eru líkt og áður einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni sem að þessu sinni var Skagafjörður.
Meira

Að vera foreldri - Áskorandi Luís Augusto F. B. de Aquino á Hvammstanga

Skilgreiningar á fólki hafa alltaf vakið áhuga minn. Þegar ég var að alast upp, fannst mér mjög erfitt að skilja hvers vegna. Einhverra hluta vegna finna menn oft hjá sér þörf til að sýnast vera eitthvað, eða einhver, sem þeir ekki eru, oft með ófyrirséðum afleiðingum. Og að tala ekki um hlutina varpar skugga á það sem við hefðum átt að vera upplýst um fyrir löngu.
Meira

Hárið valið sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins

Sýning Leikflokks Húnaþings vestra var í gærkvöldi útnefnd sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019. Valið var tilkynnt á hátíðarkvöldverði í tengslum við aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga sem fram fer á Húsavík nú um helgina. Er þetta í tuttugasta og stjötta sinn sem Þjóðleikhúsið býður áhugaleikfélagi af landsbyggðinni að setja sýningu sína upp á fjölum hússins.
Meira

Graflaxsósa og ljúffengt lambakjöt

Matgæðingarnir í 17. tbl. ársins 2017 voru þau Þórunn Helga Þorvaldsdóttir og Jóhann Böðvarsson á Akurbrekku í Hrútafirði. Þau eru sauðfjárbændur og eru með um 550 kindur. Þórunn er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga en Jóhann er vélvirki og vinnur við pípulagningar. Börnin eru þrjú. „Eins og gefur að skilja er lambakjöt mikið á borðum á okkar heimili,“ segir Þórunn, „og þá er nú eins gott að láta hugmyndaflugið njóta sín í fjölbreytileikanum. Mig langar að gefa lesendum Feykis uppskrift af lambakjöti í marineringu sem er mikið notuð í minni fjölskyldu. Hægt er í raun að nota hvaða hluta af lambinu sem er en aðallega hefur lærið verið notað og þá oftast úrbeinað í væna bita og grillað.“
Meira

Frábærlega skrifað leikrit með stórskemmtilegri persónusköpun og æðislegri tónlist - Myndaveisla

Síðasta sunnudag var Sæluvika Skagfirðinga sett með pompi og prakt, og endaði dagurinn venju samkvæmt á frumsýningu Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks. Sæluvikustykkið þetta árið er Fylgd – frumsamið leikrit eftir hann Guðbrand okkar Ægi Ásbjörnsson sem við Sauðárkróksbúar getum stolt sagt að við „eigum“. Það hefur náttúrulega verið í almannavitund í mörg ár að maðurinn er einn af auðlindum okkar Skagfirðinga, og olli hann svo sannarlega ekki vonbrigðum með þessu verki!
Meira