Fréttir

21 flóttamaður væntanlegur í næsta mánuði

Íbúum Blönduósbæjar mun fjölga um 21 í næsta mánuði þegar hópur flóttamanna, fjórar fjölskyldur frá Sýrlandi, flytur til bæjarins. Um er að ræða eina fjögurra manna fjölskyldu, eina fimm manna og tvær sex manna, þar af eru 12 börn og ein 17 ára stúlka. Sagt er frá þessu á huni.is í dag.
Meira

Hvar á ég að búa? - Áskorandinn Vera Ósk Valgarðsdóttir Skagaströnd

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Aldrei hefði mig órað fyrir því fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að búa á Skagaströnd í heil fimm ár. Komandi frá einum af fáum stöðum á Íslandi sem ekki liggja að sjó, þá hafa þessi ár vissulega kennt mér margt er varðar lífið í litlu sjávarplássi úti á landi.
Meira

Gott að grípa í að hekla borðtuskur

Í 47. tölublaði Feykis árið 2017 var kíkt í handavinnuhornið hjá Eydísi Báru Jóhannsdóttur sérkennara á Hvammstanga. Áhugi hennar á hannyrðum kviknaði um 25 ára aldurinn og síðan hefur hún verið iðin við margs konar handverk þó peysuprjón sé það sem hún hefur verið duglegust við. Eydís segir að það hafi reynst henni vel að sækja góð ráð móður sinnar og mælir með því að vera duglegur að leita ráða hjá öðrum, eða á netið, ef á þarf að halda.
Meira

„Hér sé Guð“: Gest ber að garði - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Gestrisni er dyggð sem löngum hefur verið í heiðri höfð á Íslandi. Að úthýsa ferðalöngum, gestum og þurfandi fólki, að neita um skjól eða ætan bita og að sýna nísku þótti meðal verstu glæpa. Þetta má lesa úr fjölda sagna um fólk sem varð úti eftir að hafa verið úthýst eða neitað um húsaskjól. Gekk það þá stundum aftur sem draugar og ásótti heimilisfólk grimmilega. Hér áður fyrr virðast vissar serimóníur hafa loðað við gestamóttöku, til dæmis var ekki sama hvernig heilsast var og kvatt og viss regla var á athæfi og röð atferlis. Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir skemmtilega frá gestamóttöku í bókinni Íslenskir þjóðhættir, en siðirnir þykja sumir hverjir ansi framandi nú til dags.
Meira

Sveitarstjórn Skagafjarðar vill dragnótabannið á ný

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar voru lögð fram drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland. Ákveðið var að senda inn umsögn í samráðsgátt þar sem ítrekuð eru fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum og þess krafist að tekið verði tillit til þeirra.
Meira

Fjöldi þátttakenda í kvennatölti Líflands

Kvennatölt Líflands 2019 var haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki 18. apríl síðastliðinn. Þar mættu 74 konur til leiks og var þema mótsins gull. Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að mótið hafi gengið vel í alla staði og gaman að sjá hversu margar konur sáu sér fært að mæta og taka þátt og tóku sumar gullþemanu mjög alvarlega.
Meira

Myndin af Grýlu í Vísnabókinni minnisstæð

Bók-haldarinn í fimmta tölublaði ársins 2018 var Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, eða Silla í Dalsmynni, sem er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna. Það er óhætt að segja að Silla hafi talsverða tengingu við lestur en hún hefur unnið mikið með læsi í skólum og stýrði meðal annars vinnu við Lestrarstefnu Skagafjarðar sem út kom haustið 2017. Hún segist hafa gaman af ævisögum og ýmiss konar uppflettiritum og fræðibókum en íslenskar skáldsögur séu þó það sem hún lest mest af.
Meira

Gleðilega páska

Páskarnir er mesta og elsta hátíð kristinna manna þegar dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími eins og fyrir jólahátíðina. Undirbúningstímabilið nefnist fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Fastan hefst á öskudegi og frá þeim tíma og fram að páskum er tími sjálfsafneitunar, iðrunar og yfirbótar en fastan merkir að menn neiti sér um hluti eins og til dæmis að borða kjöt. Sprengidagur var hér áður fyrr síðasti dagurinn sem fólk borðaði kjöt fram að páskum og frá öskudegi til laugardagskvölds fyrir páskadag var fastað alla daga nema sunnudaga.
Meira

Páskabingó Neista í dag

Ungmennafélagið Neisti heldur sitt árlega páskabingó í dag, saugardaginn 20 apríl. Verður það haldið í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi og hefst klukkan 13:00.
Meira

Gunnar Stefán Íslandsmeistari í vaxtarrækt

Gunnar Stefán Pétursson, frá Sauðárkróki varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt þegar Íslandsmótið í fitness fór fram í Háskólabíói á skírdag. Rúmlega 40 keppendur stigu á svið í ýmsum flokkum og var mikil stemning, samkvæmt því sem fram kemur á Fitness.is en margir af bestu keppendum landsins voru mættir þó eitthvað vantaði í hópinn miðað við fyrri ár.
Meira