Fréttir

Færðu Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar rausnarlega gjöf

Samband austur-húnvetnskra kvenna, SAHK, hélt aðalfund sinn þann 2. maí. Við það tilefni afhenti sambandið Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi myndarlega fjárhæð sem var m.a. afrakstur skemmtikvölds sambandsins sem haldið var í tilefni 90 ára afmælis þess í lok nóvember á síðasta ári.
Meira

Skráning hafin í Vinnuskólann

Búið er að opna fyrir skráningu í Vinnuskóla Skagafjarðar en börn fædd árin 2003-2006, nemendur 7. - 10. bekkjar, geta sótt um. Skráning er á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem einnig er hægt að nálgast upplýsingar um reglur vinnuskólans, laun og fleira.
Meira

Fundu fíkniefni í sumarbústað

Lögreglan á Norðurlandi vestra fann fíkniefni sl. laugardag í sumarbústað sem ungmenni höfðu tekið á leigu. Húsleit var framkvæmd með aðstoð leitarhunds og fundust fíkniefni en um var að ræða bæði kannabisefni sem og örvandi fíkniefni. Á Facebooksíðu embættisins voru tveir aðilar undir átján ára og var þeim, í samstarfi við barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, komið í hendur foreldra sinna.
Meira

Fimm fyrirtæki undir sama þaki í Villunni

Þann fyrsta maí var opið hús á Hólavegi 16 á Sauðárkróki, húsinu sem áður hýsti Lyfju en hefur nú staðið autt að hluta til í nokkurn tíma. Tilefnið var að nýlega hófu fimm fyrirtæki starfsemi sína í húsinu sem hlotið hefur nafnið Villan. Hefur það verið tekið rækilega í gegn og gerbreytt frá fyrra horfi og er aðstaðan hin glæsilegasta í alla staði. Þetta eru Klippiskúrinn hársnyrtistofa, Fótaðgerðastofa Stefaníu, Nuddstofan Friðmey, Kírópraktorsstofa Íslands og Dekurlindin snyrtistofa. Það eru þau Eyþór Fannar Sveinsson og Jónína Róbertsdóttir ásamt foreldrum hans, Sveini Árnasyni og Eyrúnu Sigurbjörnsdóttur, sem eiga heiðurinn að endurbótunum á húsinu. Feykir tók þau Jónínu og Eyþór tali og forvitnaðist um framkvæmdirnar.
Meira

Dansað í Sæluviku

Margir sakna þess að ekki skuli vera haldnir dansleikir í Sæluviku eins og tíðkaðist hér áður fyrr þegar dansinn dunaði alla vikuna. Að þessu sinni var þó haldið eitt ball, harmóníkuball sem félagsskapurinn Pilsaþytur stóð fyrir og bauð til sín góðum gestum í danshópnum Vefaranum. Hópurinn sýndi þjóðdansa og á eftir var stiginn dans við undirleik Aðalsteins Ísfjörð.
Meira

Sæluvika - Hilmir Jóhannesson skrifar

Sæluvika - íslenskan sameinar þarna líðan og tíma en þó er það aðeins hluti af staðreyndinni, allir vita að orðið segir meira. Þegar sýndar voru tvær til þrjár kvikmyndir, tvö leikrit og Vínarkrus á eftir, eins og 7 + 1, Guðmundur Andrésson dýralæknir, sagði, en það þýddi ball, þá var nóg að gera í Bifröst og óskaplega gaman.
Meira

Stelpurnar með sigur í fyrsta leik

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði sinn fyrsta leik í Incasso-deildinni þetta sumarið síðastliðinn föstudag. Þær héldu í víking suður í Hafnarfjörð þar sem þær spiluðu við lið Hauka á Ásvöllum. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimastúlkur 0-1 og eru því komnar af stað í stigasöfnun sumarsins.
Meira

Tess valin besti erlendi leikmaðurinn í 1. deild kvenna

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir frá því að Tessondra Williams, besti leikmaður Tindastóls síðastliðið keppnistímabil, var valin besti erlendi leikmaður 1. deildar kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu föstudaginn 10. maí.
Meira

Breiðhyltingar höfðu betur á Króknum

Karlalið Tindastóls spilaði annan leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið mætti ÍR-ingum úr Breiðholti Reykvíkinga. Leikið var við ágætar aðstæður á gervigrasinu á Króknum, hitastigið kannski rétt ofan frostmarks en stillt. Ekki dugðu aðstæðurnar heimamönnum sem urðu að bíta í það súra epli að lúta í gervigras. Gestirnir sigruðu 0-2 og hirtu því stigin sem í boði voru.
Meira

Mexíkanskt lasagna, sósa og salat

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Arnar Svansson voru matgæðingar vikunnar í 18. tbl. Feykis 2017. Þá voru þau nýflutt frá Njarðvík til Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, öðru í leikskóla og hinu í 5. bekk, og sáu ekki eftir því. Jenný tók við starfi sviðsstjóra á fjölskyldusviði í Húnaþingi vestra, Arnar er stuðningsfulltrúi í grunnskólanum. „Lífið á Hvammstanga hefur verið einstaklega ljúft og erum við búin að koma okkur vel fyrir og höfum við kynnst mörgu frábæru fólki,“ sögðu þau.
Meira