Fréttir

112 dagurinn í Húnaþingi vestra og á Blönduósi

Viðbragðsaðilar í Húnaþingi vestra ætla að efna til hópaksturs um Hvammstanga í tilefni 112 dagsins sem haldinn er á morgun, þann 11.2. Á Blönduósi verður einnig farið í hópakstur en þar verður lagt upp frá lögreglustöðinni.
Meira

Strandvegi lokað vegna sjógangs

Búið er að loka Strandveginum á Sauðárkróki þar sem mikill sjór gengur yfir veginn. Á Facebook-síðu Svf. Skagafjarðar er vídeó sem staðfestir sjóganginn og eru vegfarendur því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni (hjá Kjötafurðastöð KS) þar til aðstæður breytast.
Meira

Þæfingsfærð á Norðurlandi og gul veðurviðvörun

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Norðan hvassviðri (13-20 m/s) er á þessum stöðum með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Ströndum. Versnandi akstursskilyrði og eru ferðalangar hvattir til að sýna varkárni.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöllinni og gerði Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason, UMSS, gott mót og varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla. Í öðru sæti varð Bjarki Rósantsson, Breiðabliki, og í þriðja sæti Andri Fannar Gíslason, KFA.
Meira

Skellur í Hertz-hellinum

Tindastólsstúlkur fóru suður yfir Holtavörðuheiði í gær og léku við lið ÍR í Breiðholtinu. Eftir ágæta byrjun Tindastóls í leiknum þá tóku Breiðhyltingar yfir leikinn allt til loka og niðurstaðan hörmulegur skellur. Lið ÍR var yfir 45-26 í hálfleik en vont versnaði í síðari hálfleik og lokatölurnar 106-49.
Meira

Svar við bréfi Helgu er minnisstæð

Stefanía Anna Garðarsdóttir svaraði spurningum Bók-haldsins í Feyki í 5. tölublaði ársins 20019. Hún er starfsmaður Stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi, er alæta á bækur að eigin sögn og er fastagestur á Héraðsbókasafni A- Húnvetninga á Blönduósi. Undanfarið hefur hún verið nokkuð upptekin af lestri spennu- og glæpasagna þó vissulega grípi hún alltaf í annars konar bókmenntir.
Meira

Blæðir úr slitlagi á þjóðvegi 1

Á vef Vega­gerðinnar er var­að við slit­lags­blæðing­um á þjóðvegi 1 frá Holta­vörðuheiði að Öxna­dal. Þar lentu ­marg­ir öku­menn í vand­ræðum í gær­kvöldi þegar hjólbarðar fylltust af tjöru.
Meira

Landsbyggðarleikarnir :: Áskorendapenni - Valgerður Ágústsdóttir frá Geitaskarði

Lífið er ríkt af alls konar tilviljunum og hendingum. Ég er ánægð með þá niðurstöðu að hafa fæðst á Íslandi. Og tilheyra þessari sérkennilegu, stoltu, duglegu og úrræðagóðu þjóð, sem er þó líklega óvenju þrætugjörn, ef horft er til hlutfallslegs fjölda mála sem enda fyrir dómstólum hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar.
Meira

Innbakaðar grísakótilettur

Freyja Ólafsdóttir og Einar Kolbeinsson voru matgæðingar Feykis í sjötta tbl. 2018. Þau búa í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu þar sem Einar er fæddur og uppalinn en Freyja er Skagfirðingur. Freyja er matreiðslumeistari og kennari við Húnavallaskóla en Einar er viðskiptafræðingur og ferðabóndi ásamt fleiru. „Hér á bæ snýst lífið að stórum hluta um margvíslegan matartilbúning. Afurðir sauðkinda, hrossakjét og villibráð eru þar næstum allsráðandi en tilbreyting jafnan fagnaðarefni. Svo er því sannarlega farið með eftirfandi rétt,“ segja matgæðingarnir Freyja og Einar.
Meira

Sofandi skipsstjórar algeng orsök skipsstranda

Frá árinu 2000 má rekja 43 skipsströnd við Ísland til þess að stjórnandi þess sofnaði, samkvæmt niðurstöðum Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Meðalvökutími skipsstjórnenda í þessum tilfellum var um 24 klukkustundir en fór allt upp í 40 klukkustundir. Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknanefndar samgönguslysa sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag.
Meira