Fréttir

Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

Nýr kjarasamningur var samþykktur hjá öllum félögum Starfsgreinasambands Íslands en niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning sambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði lá fyrir í gær. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta en mjótt var á munum hjá Öldunni stéttarfélagi í Skagafirði þar sem aðeins eitt atkvæði skyldi að.
Meira

Gleðilegt sumar

Nú er sumardagurinn fyrsti og Feykir óskar öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl, þ.e. fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.
Meira

Afrískur dans á Barnamenningardögum

Eins og undanfarin ár stendur Tónadans fyrir Barnamenningardögum í Skagafirði og verður margt á dagskránni hjá þeim. Meðal annars koma hingað danskennarar frá Dans Afrika Iceland dagana 26. og 27. apríl og halda námskeið í afrískum dönsum í sal FNV. Frítt er á námskeiðin svo það er um að gera að fjölmenna.
Meira

Vel heppnað skíðagöngumót í Fljótum

Ferðafélag Fljóta stóð að vanda fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum á föstudaginn langa. Þar sem snjóa hafði tekið upp í rásmarkinu var tekin ákvörðun um að færa markið upp á Holtsdal og voru keppendur fluttir þangað í rútu ef þeir óskuðu þess en aðrir hituðu upp fyrir keppnina og gengu þangað, um eins kílómeters vegalengd.
Meira

Vetur konungur afhendir Sumardísinni völdin á Hvammstanga á morgun

Á morgun, sumardaginn fyrsta, er boðað til hátíðahalda á Hvammstanga svo sem venjan er á þessum degi. Hefjast þau með skrúðgöngu sem leggur af stað frá Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14:00 með viðkomu við sjúkrahúsið en að henni lokinni hefst hefðbundin dagskrá í Félagsheimilinu. Þar mun Vetur konungur afhenda Sumardísinni völdin og þá hefur sumarið innreið sína inn í hjörtun með söng og gleði. Að því loknu verða spilaðar nokkrar umferðir í bingó í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra.
Meira

Hjálmar í Hólkoti 100 ára

Í dag fagnar Hjálmar Sigmarsson, fv. bóndi í Hólkoti í Unadal í Skagafirði, aldarafmæli sínu en hann fæddist þennan dag árið 1919. Hjálmar dvelst nú á hjúkrunardeild HSN á Sauðarkróki við ágæta heilsu.
Meira

Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu í Langadal - Uppfært: Ökumaðurinn lést

Alvarlegt umferðarslys varð á tíunda tímanum í gærkvöldi er bifreið valt út af þjóðveginum í botni Langadals. Einn var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á Landspítalann. Veginum var lokað um tíma meðan björgunaraðgerðir fóru fram.
Meira

Hitasótt og smitandi hósti í hestum

Nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, eftir því sem kemur fram á vef Matvælastofnuar. Einkennin minna á hitasóttina annars vegar og smitandi hósta hins vegar og flest bendir til að smitefni sem hér urðu landlæg í kjölfar faraldranna árin 1998 og 2010 séu að minna á sig.
Meira

Hvammstangi suðupottur menningar

Veftímaritið Úr vör, sem fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna, komst nýlega á snoðir um að að Hvammstangi væri suðupottur menningar og listar, eins og segir í frétt þess, en þar var tekið hús á þeim Birtu Þórhallsdóttur og Sigurvald Ívari Helgasyni sem standa að baki menningarsetrinu Holti og bókaútgáfunni Skriðu sem hóf starfsemi nýlega.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga 130 ára í dag

Í dag eru liðin 130 ár síðan Kaupfélag Skagfirðinga var sett á laggirnar en það var stofnað sem pöntunarfélag 23. apríl 1889. Tólf menn komu saman á Sauðárkróki til að stofna félagið eftir að Ólafur Briem, alþingismaður á Álfgeirsvöllum hafði boðað þá. Í dag heldur Kaupfélag Skagfirðinga úti mikilli atvinnustarfsemi í Skagafirði og á einnig í fyrirtækjum víðs vegar um land.
Meira