Baldur Þór að taka við Tindastóli?
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.05.2019
kl. 11.56
Rúv.is fullyrðir að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, verði næsti þjálfari karlaliðs Tindastóls í Dominosdeild í körfubolta en sé við það að skrifa undir samning við félagið. Óhætt er að segja að Baldur Þór hafi vakið mikla athygli í vetur fyrir frammistöðu Þórs, sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem liðið sló Stólana út úr keppninni eftir að hafa lent 0-2 undir. Þeir rifu sig hins vegar upp og unnu næstu þrjá leiki og komu sér með því í undanúrslit. Þar tapaði liðið tapaði fyrir KR 3-1.
Meira