Fréttir

Baldur Þór að taka við Tindastóli?

Rúv.is fullyrðir að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, verði næsti þjálfari karlaliðs Tindastóls í Dominosdeild í körfubolta en sé við það að skrifa undir samning við félagið. Óhætt er að segja að Baldur Þór hafi vakið mikla athygli í vetur fyrir frammistöðu Þórs, sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem liðið sló Stólana út úr keppninni eftir að hafa lent 0-2 undir. Þeir rifu sig hins vegar upp og unnu næstu þrjá leiki og komu sér með því í undanúrslit. Þar tapaði liðið tapaði fyrir KR 3-1.
Meira

Lóuþrælar syngja inn vorið

Karlakórinn Lóuþrælar, heldur sína árlegu vortónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga, sunnudaginn 5. maí, kl. 17:00. Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson, meðleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir sópran.
Meira

Verkefnastjórar ráðnir vegna móttöku flóttafólks á Blönduósi

Blönduósbær hefur ráðið Þórunni Ólafsdóttur sem verkefnastjóra, vegna móttöku flóttafólks til Blönduóss, en Þórunn hefur fjölbreytta reynslu af störfum með fólki á flótta, og starfaði fyrir Hafnarfjarðarbæ, sem verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þá hefur einnig verð gengið frá ráðningu á Kinan Kadoni, sem túlks, stuðningsfulltrúa og menningarmiðlara, vegna móttöku flóttafólks en Kinan sem er sýrlenskur að uppruna, hefur unnið að þessum málum m.a., sem túlkur og menningarmiðlari, m.a., á Ísafirði og í Reykjavík.
Meira

Styðjum saman við menningarlegt stórvirki

Atorka og frumkvæði þeirra hjónanna á Kringlumýri í Skagafirði, Sigurðar Hansen og Maríu Guðmundsdóttur, við menningarlega uppbyggingu á varla sinn líkan. Við sem erum tíðir gestir á Kringlumýri, undrumst svo sem ekki lengur áræði þeirra og hugmyndaauðgi á þessu sviði. Og núna er verið að stíga enn eitt risaskrefið. -Ég vil með þessum orðum hvetja þá sem þess eiga kost að leggja þessu einstæða verkefni lið.
Meira

Pilsaþytur fagnar formlegri stofnun - Samkoma í Melsgili með dansi og harmóníkuspili

Þeir sem lagt hafa leið sína á opinberar samkomur í Skagafirði undanfarin ár hafa vafalaust, margir hverjir, tekið eftir og trúlega hrifist af, nokkrum fallega prúðbúnum konum sem spranga um hnarreistar á litríkum þjóðbúningum. Trúlega eiga flestar þessara kvenna það sameiginlegt að vera félagar í litlum hópi sem kallar sig Pilsaþyt en sá félagsskapur lét verða af því á dögunum að stofna formlegt félag um áhugamál sitt og hyggst hann standa fyrir uppákomu í Melsgili í komandi Sæluviku. Feykir hitti einn af forsprökkum þessa félagsskapar, Ástu Ólöfu Jónsdóttur, að máli á dögunum og fékk hana til að segja okkur örlítið frá þessum skemmtilega hópi.
Meira

Besta afkoma KS í 130 ára sögu félagsins

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn sl. laugardag en rekstur félagsins á síðasta ári samanstóð af sömu fyrirtækjum og mynduðu rekstrarsamstæðu þess árið á undan. Rekstrarhagnaður 2018 eftir skatta er 5 milljarðar og eigið fé við árslok um 34 milljarðar króna.
Meira

Vítaspyrnukeppni í Lengjubikarnum – Myndband og myndaveisla

Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli sl. sunnudag þegar stelpurnar í Tindastóli tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Leikurinn endaði 4-4 og því var strax í vítaspyrnukeppni til að ná fram úrslitum og þar komust Stólar yfir á ný þegar ein gestanna skaut í þverslá. Þá þurftu Stólar að nýta sínar spyrnur en eins og áður var lukkan ekki með þeim því tvær spyrnanna fóru forgörðum og Þróttarar fögnuðu sigri.
Meira

Verkalýðsdagurinn er á morgun

Verkalýðsdagurinn, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, er á morgun, 1. maí. Dagurinn á sér 130 ára sögu en það var á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 sem samþykkt var tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Lögðu þeir til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um átta stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum.
Meira

Nýjung á síðu SSNV

SSNV, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hafa nú sett upp svæði á heimasíðu sinni þar sem miðlað er auglýsingum um störf sem í boði eru á svæðinu ásamt störfum sem auglýst verða án staðsetningar.
Meira

Íbúafundir um mótun menntastefnu í Sæluviku

Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar sem unnin er í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og frístundar. Boðið er til opinna íbúafunda um mótun menntastefnunnar til að fá viðhorf sem flestra inn í stefnumótunarvinnuna og eru foreldrar nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri sérstaklega hvattir til þátttöku á fundunum.
Meira