Fréttir

Myndin Messa í Ábæjarkirkju þótti best

Félag ferðaþjónustunnar stóð í ár fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Hægt var að senda myndir í keppnina frá 15. júní til 30. september en tilgangur keppninar var meðal annars að fá sýn þátttakenda á Skagafjörð og að leita eftir skemmtilegu myndefni sem nýst gæti sem kynningarefni fyrir Skagafjörð.
Meira

Íbúafundur í Húnavatnshreppi

Vilt þú taka þátt í að skapa framtíð samfélagsins? er yfirskrift fundar sem sveitarstjórn Húnavatnshrepps boðar til í Húnavallaskóla nk. fimmtudag, 28. nóvember, klukkan 20:00. Á fundinum verður farið yfir áherslur sveitarstjórnar í fjárhagsáætlun ársins 2020 og sameiningarmálin verða meðal fjölmargra umfjöllunarefna.
Meira

SSNV auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árin 2020 og 2021 Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „ verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.“
Meira

Annar sjúkrabíla Brunavarna Skagafjarðar farinn að „flagga rauðu“

Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum liggur fyrir í kjölfar útboðs Ríkiskaupa og er endurnýjun sjúkrabílaflota landsins þar með hafin í samræmi við samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi frá 11. júlí síðastliðnum. Reiknað er með að fyrstu bílarnir verði afhentir fullbúnir til notkunar í september á næsta ári.
Meira

Ljósmyndasýning á bókasafninu á Blönduósi

Á morgun, miðvikudaginn 27. nóvember, verður haldin ljósmyndasýning á Héraðsbókasafninu á Blönduósi. Sýndar verða valdar myndir frá 19. og 20. öld.úr bæjarlífinu á Blönduósi og nágrenni. Sýningin hefst klukkan 16:30 og stendur til 17:30.
Meira

Golfklúbbur Sauðárkróks verður Golfklúbbur Skagafjarðar

Aðalfundur GSS 2019 var haldinn í golfskálanum á Hlíðarenda a Sauðárkróki í gær, mánudaginn 25. nóvember. Stjórnin gaf kost á áframhaldandi setur og verður því óbreytt næsta árið en í henni sitja Kristján Bjarni Halldórsson, formaður, Halldór Halldórsson, varaformaður, Kristján Eggert Jónasson, gjaldkeri, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, ritari, Guðmundur Ágúst Guðmundsson, formaður vallarnefndar, Andri Þór Árnason, formaður mótanefndar og Helga Jónína Guðmundsdóttir, formaður unglinganefndar. Vallarstjóri er Guðmundur Þór Árnason.
Meira

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga 2019

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga var haldin föstudaginn 22. nóvember í Ljósheimum. Þar voru veitt verðlaun fyrir kynbótahross ættuð úr Skagafirði sem hlutu hæstu kynbótadóma sem einstaklingar á árinu 2019, hrossaræktarbú og kynbótaknapa í Skagafirði sem náð höfðu framúrskarandi árangri á árinu. Alls voru 116 hross með skagfirskan uppruna fulldæmd í kynbótadómi á árinu og af þeim fóru 79 einstaklingar eða 68% í 8 eða hærra í aðaleinkunn. Það var því hörð samkeppnin um efstu sætin og eftirfarandi hross voru verðlaunuð sem einstaklingar. Það eru eingöngu félagar í HSS sem geta hlotið verðlaun sem ræktendur.
Meira

Nú er hægt að lesa Stólinn á netinu

Út er kominn splunkunýr kynningarbæklingur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn, og var ritinu dreift í öll hús í Skagafirði í síðustu viku. Þetta er annað árið sem Kkd. Tindastóls og Nýprent gefa út ríkulega myndskreyttan Stólinn.
Meira

Tónlistarskóli Húnaþings vestra fagnar 50 ára afmæli

Tónlistarskóli Húnaþings vestra fagnaði 50 ára afmæli sínu síðastliðinn laugardag með dagskrá og veglegri veislu að hætti Húsfreyjanna á Vatnsnesi. Samkoman var haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Meira

Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.
Meira