Fréttir

Vindhviður allt að 40m/sek við fjöll

Nú er gul veðurviðvörun í gildi um land allt en sunnanstormur gengur nú yfir landið með hlýindum og fór hiti í 17 stig á Seyðisfirði í nótt. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að vind lægi síðdegis og þá fari einnig að kólna í veðri.
Meira

Ingvi Hrannar styrktur til náms af SSNV

Stjórn SSNV hefur ákveðið að veita Ingva Hrannari Ómarssyni, kennara við Árskóla á Sauðárkróki, einnar milljón króna styrk vegna náms hans við Stanford háskóla í Bandaríkjunum en hann leggur nú stund á framhaldsnám til M.A. gráðu í Learning, Design & Technology (LDT). Segir á heimasíðu SSNV að Ingvi Hrannar uni halda námskeið um stafrænar lausnir í kennslu fyrir kennara á starfssvæði samtakanna að námi loknu.
Meira

HSN og Björgunarsveitin Strönd gera samkomulag um vettvangslið á Skagaströnd

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Björgunarsveitinnar Strandar á Skagaströnd um uppsetningu vettvangsliðs á Skagaströnd. Gengur það út á samstarf um þjálfun og tækjabúnað vettvangsliðs á vegum Björgunarsveitarinnar.
Meira

Feðgar í liði Kormáks/Hvatar

Lið Kormáks/Hvatar tekur nú þátt í B-deild Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu en sex lið taka þátt í henni. Lið Húnvetninga hefur nú þegar leikið þrjá leiki og náði í sinn fyrsta sigur í síðustu viku. Þá öttu þeir kappi við lið Samherja og höfðu sigur, 4-2.
Meira

Rabb-a-babb 183: Lulla

Nafn: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fyrst ætlaði ég að vera búðakona og vinna í Díubúð (KS Varmahlíð). Svo ætlaði ég að vera flugfreyja og svo var ég búin að búa til starfslýsingu sem var blanda af sálfræðingi og lögfræðingi, eina sem ég var alveg ákveðin að verða ekki er reyndar það sem ég starfa við í dag. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Spasla stofuvegginn. Já svo er ég svolítið flink að leggja hluti frá mér svona hér og þar, sem er stundum bras þegar ég þarf svo að finna þá aftur.
Meira

Kaup Brunavarna Austur-Húnvetninga á nýju húsnæði samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var þriðjudaginn 28. janúar, samþykkti sveitarstjórn, fyrir sitt leyti, kaup Brunavarna Austur-Húnvetninga á fasteign að Efstubraut 2 á Blönduósi. Ennfremur samþykkti sveitarstjórnin að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Austur-Húnvetninga hjá Lánasjóði sveitarfélaga, að fjárhæð 70.000.000 kr. vegna kaupanna.
Meira

Lífshlaupið hafið

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var ræst í 13. sinn í morgun, í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er markmið þess að hvetja alla til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta.
Meira

Leitað að tveimur sérfræðingum

Á heimasíðu Byggðastofnunar má sjá að leitað er að tveimur sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingum með góða samskiptahæfileika sem tilbúnir eru til þess að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni á þróunarsviði stofnunarinnar. Staðsetning starfanna er á Sauðárkróki.
Meira

Ég skil þig

Alþjóðadagur gegn krabbameinum er haldinn um heim allan í dag 4. febrúar. Að því tilefni ætla Kraftur og Krabbameinsfélagið að hrinda af stað vitundarvakningu um mikilvægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Félögin starfrækja Stuðningsnetið þar sem einstaklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning og er fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Meira

Eyrarrósarlistinn 2020 opinberaður – Kakalaskáli tilnefndur til verðlaunanna

Kakalaskáli í Skagafirði er eitt þriggja verkefna sem hafa verið formlega tilnefnd til verðlauna Eyrarrósarinnar í ár en hún er nú veitt í sextánda sinn. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu en hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira