Fréttir

Íslandsmeistarinn í Vaxtarrækt lagði allt í undirbúninginn

Íslandsmeistarinn í vaxtarrækt, Gunnar Stefán Pétursson frá Sauðárkróki, hampaði titlinum á skírdag eftir harða keppni frá Sigurkarli Aðalsteinssyni. Leiðin að titlinum er löng og ströng, stífar æfingar og niðurskurður á fitu tekur um hálft ár.
Meira

Setningarávarp á Sæluviku 2019

Kæru Skagfirðingar og aðrir gestir. Sæluviku Skagafirðinga má líkja við heiðlóuna. Enda er hún er sannkallaður vorboði heimamanna, síðasti vetrardagur er að baki og í kjölfar hans kemur Sæluvika sem skartar fjölbreyttri menningardagskrá víðsvegar um fjörðinn. Sæluvika er lista- og menningarhátíð sem stendur yfir í heila viku og bera heimamenn á borð fyrir gesti og gangandi myndlist, leiklist, tónlist og aðrar menningarlegar kræsingar.
Meira

Nýr skólastjóri ráðinn að Höfðaskóla

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sl. föstudag, þann 8. apríl, var tekin ákvörðun um ráðningu Söru Diljár Hjálmarsdóttur sem skólastjóra við Höfðaskóla. Tveir umsækjendur voru um stöðuna, þær Sara Diljá Hjálmarsdóttir og Sonja Dröfn Helgadóttir, og rann umsóknarfrestur út þann 24. mars sl.
Meira

Húsgagna- og húsmunasöfnun á Blönduósi á vegum Rauða krossins

Rauði krossinn á Blönduósi óskar eftir húsmunum vegna móttöku flóttafólks frá Sýrlandi sem væntanlegt er í næsta mánuði. Eftirtalda muni vantar og eru þeir sem eiga kost á því að taka þátt í söfnuninni vinsamlega beðnir að senda Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Rauða krossins, skilaboð á messenger með mynd af húsgagni/húsmunum, eða hringja í hana í síma s. 6959577.
Meira

Heita vatnið tekið af vestan Blöndu

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að í dag, mánudaginn 29. apríl, verði heitavatnslaust á Blönduósi, vestan (sunnan) Blöndu frá kl. 10:00 til 12:00 vegna endanlegrar viðgerðar á bilun. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.
Meira

Þróttarar Lengjubikarmeistari C riðils

Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli í dag þegar stelpurnar í Tindastól tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Fjöldi fólks mætti á völlinn enda skartaði Skagafjörður sínu besta veðri. Óhætt má segja að Stólar hafi glutrað niður unnum leik og hafi verið sjálfum sér verstar.
Meira

Sæluvikan sett í dag - Geirmundur Valtýsson sæmdur Samfélagsverðlaunum Skagafjarðar 2019

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki í dag að viðstöddum fjölda gesta. Regína Valdimarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar sagði frá sinni upplifun af hátíðinni sem nýlegum íbúa samfélagsins en hún flutti á Krókinn um jólin 2016.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Fylgd eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson

Leikfélag Sauðárkróks alheimsfrumsýnir nýtt leikrit Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar í kvöld, sem hann leikstýrir einnig. Fjöldi laga, eftir skagfirska höfunda, er í leikritinu sem samin voru sérstaklega fyrir verkið. Leikritið heitir Fylgd og er skírskotun í þjóðþekkt lag og ljóð og var Ægir spurður út í nafngiftina ásamt öðru er viðkemur leikritinu.
Meira

Börn fyrir börn verður haldin í dag

Samkoman Börn fyrir börn verður haldin í dag kl. 14 í sal FNV á Sauðárkróki en um góðgerðarsamkomu er að ræða þar sem börn og unglingar koma saman og halda tónlistar- og danshátíð til styrktar öðrum börnum. Í ár verður safnað fyrir félagið Einstök börn og Heilbrigðisstofnunina okkar á Sauðárkróki. Dagskráin verður fjölbreytt og koma fram börn og ungmenni í Skagafirði.
Meira

Þjóðleikhúsið velur Fjölnet

Þjóðleikhúsið hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa stofnunarinnar en um er að ræða alrekstur tölvukerfa og þjónustu við starfsmenn. Þjóðleikhúsið hefur verið leiðandi stofnun á sviði leiklistar á Íslandi allt frá opnun þess árið 1950.
Meira