Fréttir

María Finnbogadóttir Íslandsmeistari í svigi

Skíðadeild Tindastóls eignaðist í gær Íslandsmeistara í svigi á skíðamóti Íslands sem fram fór í Böggvisstaðafjalli við Dalvík og þar með sinn fyrsta í Alpagreinum. María Finnbogadóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði í flokki 18-20 ára stúlkna og fullorðinsflokki kvenna.
Meira

Kynningarfundur um viðbyggingu við Grunnskóla Húnaþings vestra

Opinn kynningarfundur vegna viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldinn í Félagsheimilinu Hvammstanga miðvikudaginn 10. apríl kl. 17:00 – 18:00. Á fundinum munu VA arkitektar kynna grunnteikningar og innra skipulag viðbyggingar sem hýsa mun grunnskóla og tónlistarskóla í Húnaþingi vestra og Arnar Birgir Ólafsson landslandsarkitekt kynnir lóðaskipulag skólasvæðisins, frá leikskóla að íþróttamiðstöð. Að því loknu verða fyrirspurnir og umræður.
Meira

Stelpurnar í 3. flokki selja páskaliljur og greinar

Páskarnir eru að koma og vorið líka og því vinna stelpurnar í 3. flokki Tindastóls hörðum höndum að því að fjármagna fótboltaferðina sína í knattspyrnuskóla á Spáni í sumar. Þær hafa verið í samstarfi við Blóma og gjafabúðina á Sauðárkróki að bjóða páskaliljur og páskagreinar til sölu.
Meira

Kvenfélagskonur funda í Héðinsminni

Aðalfundur Sambands skagfirskra kvenna heldur aðalfund sinn í dag kl. 13 í félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Meðal fundarstarfa verður ágóði af vinnuvöku afhentur Krabbameinsfélagi Skagafjarðar.
Meira

Vakti athygli fyrir veiðar nálægt Vesturós Héraðsvatna

Þær vöktu athygli, er til sáu, ferðir fiskiskips alveg í botni Skagafjarðar sl. fimmtudagskvöld, „nánast undir brúargólfinu á vestari kvísl Héraðsvatna“, eins og eigandi myndar komst að orði í pósti til Feykis. Fannst viðkomandi að skipið væri komið full nálægt landi eða ós Héraðsvatnanna.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Dæli í Sæmundarhlíð

Bærinn stendur lágt og hefir sjálfsagt heitið í fyrstu Dæl, sem haft er í eldra máli um lægð eða lág, samstofna við orðið dal, en nú er ávalt haft dæld, nema í bæjanöfnum. Eignarfallið dælar, t.d. í samsetningunni Dælar-land (orðið „dæl“ er mikið notað fyr á öldum, sbr. líka markdæl, Dipl. V. b., bls. 298) sýnir, að orðið hefir upphaflega verið dæl í nefnifalli og beygst eins og geil (dæl er auðsjáanlega kvk., en „dæli“ notað sem hvorugkyns, eins og bæli, hæli, sbr. eignarfall dælis). Nú er alment haft eignarfallið Dælis, og fleirt. nefnifalls Dælir (ekki Dælar). (Efamál getur það verið, að viðskeytið i hafi myndað nefnifall af áhrifum þágufalls, því að þágufallið af dæl [nf.] hlaut að vera dæl). -
Meira

Út við himinbláu sundin - Viltu vinna þér inn miða?

Þann 25. apríl verða haldnir tónleikar á Mælifelli á Sauðárkróki sem ber heitið Út við himinbláu sundin. Þar verða gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar og saga þeirra rifjuð upp í tali og tónum ásamt gömlu lögunum sem þær gerðu vinsæl og hafa lifað með þjóðinni í mörg ár.
Meira

Bláskel, lambakjöt og Frost og funi

Hjónin Jean Adele og Guðmundur Waage í Skálholtsvík í Hrútafirði voru matgæðingar í fermingarblaði Feykis árið 2017 þar sem segir: „Þau eiga fjögur börn og búa tvær yngstu dæturnar enn heima. Að aðalatvinnu eru þau sauðfjárbændur en einnig sér Jean um skólaakstur á Borðeyri og rekur lítið saumafyrirtæki sem heitir Ísaumur. „Við borðum að sjálfsögðu mest af lamba og ærkjöti og dags daglega elda ég mikið úr ærhakki, vinsælasti maturinn á heimilinu er sennilega lasagna en ég er dugleg að prófa einhverja nýja rétti til að brjóta upp hversdaginn, sem stundum fellur misjafnlega vel í kramið hjá yngstu börnunum,“ segir Jean. „Hérna er ég með uppskriftir af forrétti, aðal- og eftirrétti sem eru í uppáhaldi hjá okkar fjölskyldu. Kannski að það komi fram að við erum sitthvor tegundin af matgæðingum. Ég sé alfarið um eldamennskuna og Gummi minn elskar að borða. Fyrir nokkrum árum langaði mig til að kynna fjölskyldu mína fyrir bláskel og eldaði þá þennan rétt, eða súpu, sem sló í gegn og ég hef eldað þetta alltaf annað slagið síðan.“"
Meira

Að vera örvhent/ur - Áskorandi Eva Hjörtína Ólafsdóttir

Ég tók áskorun skólasystur minnar úr Gaggó og samstúdents, Ninnu í Ketu, um að hamra lyklaborðið með hugleiðingum brottflutts Skagfirðings. Ég fæddist á Króknum og ólst þar upp, er dóttir Óla rafvirkja og Haddýjar í Rafsjá. Þegar ég hugsa um æskuárin á Króknum þá er eins og öll sumur hafi verið alveg einstaklega sólrík en þó aldrei logn.
Meira

Gullregn á Hofsósi frumsýnt í gær

Leikfélag Hofsóss frumsýndi Gullregn eftir Ragnar Bragason í Höfðaborg á Hofsósi í gærkvöldi. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson. Leikritið Gullregn segir frá Indíönu Jónsdóttur sem býr í Fellahverfinu í Breiðholti. Hún lifir á bótum þó að hún gæti talist heilbrigð en hún er svokallaður kerfisfræðingur.
Meira