VG fagna 20 árum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.02.2019
kl. 14.16
20 ár eru í dag frá stofnfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Og það eru tveir dagar fram að afmælisveislu hreyfingarinnar sem fram fer á Grand Hótel í Reykjavík um helgina. Árnaðaróskum rignir nú yfir forystu og starfsfólk VG, þar sem félagar hreyfingarinnar óska hreyfingunni langrar og bjartrar framtíðar. Fyrsti formaður VG var Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis og núverandi formaður er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Á annað hundrað manns hafa boðað komu sína í afmæli VG. Upplýsingar um afmælisfögnuðinn og flokksráðsfund má finna hér á heimasíðunni og á samskiptamiðlum.
Meira