Fréttir

Menntasjóður í stað Lánasjóðs

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um Menntasjóð námsmanna sem mun koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frumvarpið felur í sér grundvallarbreytingu á stuðningskerfi ríkisins við námsmenn, þar sem lánþegar fá 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns ef þeir ljúka námi innan ákveðins tíma og námsmenn með börn á framfæri beinan stuðning í stað lána áður. Hvoru tveggja verður undanþegið lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Meira

Allra síðustu sýningar á Línu Langsokk

Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á síðustu tvær sýningar Leikfélags Sauðárkróks á Línu Langsokk en tvær síðustu sýningarnar fara fram í dag og á morgun.
Meira

Fyrsta umferð í 2. deild kvenna í körfu var á Hvammstanga um helgina

Það var fjör í iþróttahúsinu á Hvammstanga á laugardaginn þegar fyrsta örmót 2. deildarinnar í körfubolta kvenna var haldið. Mikil spenna var í loftinu því þarna voru komin saman sex lið til að spila og mátti sjá bæði nýja og gamla iðkendur etja kappi á parketinu með bros á vör því leikgleðin var í hámarki hjá öllum sem þarna voru mætt í hús til að spila.
Meira

Ráðið í starf forstöðumanns þróunarsviðs hjá Byggðastofnun

Sigríður Elín Þórðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar en alls bárust 24 umsóknir um starfið. Á vef Byggðastofnunar segir að Sigríður, sem lauk mastersnámi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, hafi yfir að ráða yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af starfi að byggðamálum og hafi starfað sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar allt frá árinu 2000. Í starfi sínu á Byggðastofnun hefur Sigríður Elín unnið að fjölbreyttum verkefnum og stýrt stórum samstarfsverkefnum á verkefnasviði stofnunarinnar, jafnt innlendum sem erlendum.
Meira

Auglýst eftir umsóknum nýrra íbúða

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu en um er að ræða tvær tveggja herbergja og sex þriggja herbergja íbúðir að Laugatúni 21, 23, 25 og 27 á Sauðárkróki. Almennum íbúðum er úthlutað til þriggja ára í senn samkvæmt forgangsröðun Skagfirskra leiguíbúða hses og úthlutar stjórn hennar íbúðunum eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir. Stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í ársbyrjun 2020.
Meira

Selasetrið verðlaunað af ECTN

Sela­setur Íslands á Hvammstanga hlaut fyrstu verðlaun Evr­ópu­sam­taka fyr­ir­tækja og þjón­ustuaðila í menn­ing­ar­tengdri ferðaþjón­ustu (ECTN) í síðustu viku en árlega veita sam­tök­in veita viður­kenn­ing­ar í nokkr­um flokk­um og hlaut Sela­setrið verðlaun­in ásamt Bat­ana-um­hverf­isssafn­inu í Króa­tíu í flokki óáþreif­an­legr­ar arf­leifðar.
Meira

Jóhann Skúla valinn knapi ársins

Fremstu afreksknapar og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á Uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi. Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum.
Meira

Tindastólssigur á Selfossi

Lið Tindastóls sótti Selfoss heim í 32 liða úrslitum Geysis-bikarsins í kvöld. Lið heimamanna leikur í 1. deildinni og hafa unnið einn leik en tapað þremur. Eftir jafnan fyrsta leikhluta náðu Stólarnir yfirhöndinni í öðrum leikhluta og sigurinn í raun aldrei í hættu eftir það þó svo að Selfyssingar hafi bitið frá sér. Lokatölur voru 68-83 og lið Tindastóls því komið áfram.
Meira

Varmahlíðarskóli sýnir Kardimommubæinn

Það verður kátt í Miðgarði á miðvikudaginn kemur, þann 6. nóvember, þegar bíræfnir ræningjar, Soffía frænka og fleiri vel kunnar persónur stíga þar á svið. Það er 1.-6. bekkur Varmahlíðarskóla sem ætlar að sýna þar hið vinsæla leikrit Kardimommubæinn eftir Thorbjørn Egner í leikstjórn Söru Gísladóttur og undirleikari er Stefán R. Gíslason. Sýningin hefst kl. 17:00.
Meira

Viðtalstímar vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2020 og verða starfsmenn SSNV með vinnustofur/viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Meira