Fréttir

Jarðgöng á Tröllaskaga

Það var ánægjulegt að heyra af sameiginlegri ályktun sveitarstjórnar Skagafjarðar og bæjarstjórnar Akureyrar á dögunum þar sem stjórnvöld eru hvött til að tryggja fjármagn svo hefja megi vinnu við að skoða möguleg veggöng milli byggðarlaganna. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og hafa hugmyndir um þessi jarðgöng verið uppi á borðum í skipulagsvinnu í Skagafirði gegnum tíðina og eins hafa Skagfirðingar áður hvatt stjórnvöld til að skoða þessa vegabót.
Meira

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir móttöku flóttafólks

Eftir kynningarfund samþykkti sveitarstjórn Blönduósbæjar á fundi sínum í gær að taka á móti flóttafólki samkvæmt beiðni þar um frá Félagsmálaráðuneytinu. Sveitarstjórn lýsti jafnframt áhuga á því að skoða möguleika á samstarfi á svæðinu um þetta mikilvæga verkefni. Í fundargerð kemur fram að áætlað er að halda íbúafund á næstunni, þar sem farið verður yfir verkefnið og aðkomu samfélagsins að því.
Meira

Hvað veldur? Hver heldur?

Ég var eins og flestir orðlaus þegar fregnir bárust af uppsögn Hólmfríðar Sveinsdóttur hjá Iceprotein og Protis. Ekki varð ég minna undrandi þegar ég las í Feyki skýringar hins nýráðna framkvæmdastjóra Fisk Seafood á brottrekstrinum. Þegar fráfarandi framkvæmdastjóri, skrifaði svargrein við þeirri fyrri, vöknuðu enn fleiri spurningar.
Meira

Fjölnet út af einstaklingsmarkaði

Fjölnet hefur ákveðið að snúa sér alfarið að þjónustu til fyrirtækja og mun því hætta þjónustu á einstaklingsmarkaði. Til að tryggja að ekki verði rof á þjónustu hefur verið samið við Símann um að taka við þeirri þjónustu sem Fjölnet hefur verið að veita einstaklingum. Síminn tekur þannig yfir þjónustuna og reikningssambandið.
Meira

Stefnuljós gefin alltof seint

Fyrir nokkru gerði VÍS könnun á stefnuljósanotkun ökumanna sem beygðu af þjóðvegi 1 yfir á Biskupstungnabraut rétt vestan við Selfoss. Mikill meirihluti ökumanna gaf stefnuljós eða 93%. Það sem var þó áberandi var hversu seint ökumenn gáfu stefnuljósin. Þegar fylgst var með bílum sem óku í átt að Selfossi og voru að beygja inn á Biskupstungnabrautina gáfu 60% þeirra stefnuljósin of seint þ.e. um leið og þeir beygðu inn á fráreinina eða eftir að komið var inn á hana.
Meira

Ungur Húnvetningur fékk verðlaun í ritlistarsamkeppni

Hersteinn Snorri Baldursson nemandi í leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi vestra hlaut önnur verðlaun í ritlistarsamkeppninni Að yrkja á íslensku sem Kennarasamband Íslands efndi til í tilefni af degi leikskólans sem haldinn var hátíðlegur þann 6. mars sl. Samkeppnin er liður í vitundavakningu sem Kennarasambandið hratt af af stað á Alþjóðadegi kennara í haust. Þá var ákveðið að setja móðurmálið í forgang og vinna að verndun og eflingu þess.
Meira

Opinn fundur Framsóknar í gær

Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmenn Norðvesturskjördæmis, voru gestir Framsóknarfélags Skagafjarðar í gærkvöldi en boðað hafði verið til opins stjórnmálafundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki. Vel var mætt í salinn og sköpuðust fínar umræður um hin ýmsu málefni.
Meira

Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hofstorfan

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er lið Hofstorfunar. Liðið er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson á Skörðugili.
Meira

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heimsótti Norðurland vestra í gær

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er nú á ferð um landið undir yfirskriftinni Á réttri leið og sannarlega má segja flokkurinn hafi verið á réttri leið í gær þar sem fundaherferðin hófst á Norðurlandi vestra. Fyrsti fundurinn var haldinn á Laugarbakka í Húnaþingi en seinna um daginn var rennt í Skagafjörðinn og haldinn fundur í Ljósheimum. Þess á milli var komið við á bæjarskrifstofunum á Blönduósi og í Spákonuhofi á Skagaströnd og púlsinn tekinn á atvinnulífi staðanna og bæjarbragnum almennt.
Meira

Útstöð Flugakademíu Keilis verður á Sauðárkróki

Flugakademía Keilis mun á ný koma með kennsluflugvélar á Krókinn þar sem kennsla fer fram frá skólanum til framtíðar litið. Í nóvember síðastliðnum var gerð tilraun með verkefnið, sem tókst vel að sögn Arnbjörns Ólafssonar, markaðsstjóra Keilis, og í framhaldinu ákveðið að á Sauðárkróki verði ein af útstöðvum skólans.
Meira