Fréttir

Stofnun Félags smáframleiðenda matvæla í burðarliðnum

Stofnfundur Félags smáframleiðenda matvæla verður haldinn þann 3. september nk. frá kl. 13-15 í fundarsal í húsakynnum Samtaka iðnaðarins, Borgartúni 35, 104 Reykjavík.
Meira

Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Blönduósbæ

Undirritaður hefur verið samningur um að frá og með 1. september 2019 muni Blönduósbær taka yfir götulýsingarkerfi sveitarfélagsins, og allt sem því tilheyrir. RARIK hefur í áratugi sett upp og rekið götulýsingarkerfi vítt og breitt um landið. Ákveðin kaflaskil urðu þegar raforkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt þeim fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreifiveitufyrirtækja.
Meira

Opið hús á Tyrfingsstöðum

Á umliðnum árum hefur verið unnið markvisst að viðgerð og endurbyggingu torfhúsanna á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði með námskeiðahaldi og kennslu í fornu handverki. Húsin eru öll byggð úr timbri, torfi og grjóti að aldagamalli íslenskri hefð.
Meira

Skagfirðingar fyrirferðamiklir á Stórmóti Hrings

Stórmót Hrings fór fram um helgina á Hringholtsvelli á Dalvík og segir á Eiðfaxa.is að þátttaka hafi verið góð í mótinu eins og á flestum mótum norðan heiða í sumar. Margir knapar náðu góðum árangri, ekki síst af Norðurlandi vestra, en keppt var bæði í fullorðins- og yngri flokkum.
Meira

Sérstök lán til nýbygginga á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í morgun breytingar á reglugerð sem gerir það að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagnaðardrifin félög á landsbyggðinni muni fljótlega geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar sem önnur fjármögnun er ekki í boði. Undirritunin fór fram á Drangsnesi í Steingrímsfirði en Vestfirðir eru einmitt dæmi um landsvæði þar sem markaðsbrestur veldur því að ekki er byggt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir mikla eftirspurn.
Meira

Hugmyndir óskast - Aðkoma íbúa í málefnum landshlutans mikilvæg – Stórfundur í Menningarhúsinu Miðgarði, þriðjudaginn 3. september kl. 13-17.

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Sóknaráætlun hvað? Hvað er það? Er það nema von þú spyrjir…Þegar talað er um sóknaráætlun þá er í raun og veru verið að tala um framtíðarsýn. Í sóknaráætluninni erum við því að setja niður á blað í hvaða átt við viljum sjá landshlutann okkar þróast á komandi árum.
Meira

Styrkjamöguleikar Evrópuáætlana

RANNÍS stendur í þessari viku fyrir kynningarfundum á Norðurlandi um tækifæri á sviði mennta- og menningarmála. Fundirnir verða haldnir í Eyvindarstofu á Blönduósi miðvikudaginn 28. ágúst kl. 12:00-13:30, í Ráðhúsinu á Siglufirði fimmtudaginn 29. ágúst kl. 10:00-11:30 og í Verksmiðjunni, sal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Glerárgötu 34 á Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00-16:30.
Meira

Tónlistin, hestamennskan og bæjarhátíðir – Áskorendapenninn Skarphéðinn Einarsson

Á mig skoraði Benedikt Blöndal Lárusson vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, og fyrsta hugsunin var sú, hvurn andsk... á ég að skrifa um. Það sem mér stendur næst er tónlist þar sem ég hef starfað við tónlist og tónlistarkennslu síðan 1970 og nú sagt upp föstu starfi við Tónlistarskóla A-Hún enda kominn á þann aldur og mál er að hætta.
Meira

Leikfélagið setur upp Línu langsokk

Fyrsti fundur Leikfélags Sauðárkróks fyrir verkefni haustsins verður haldinn í Leikborg, Borgarflöt 19 D, í kvöld kl. 20. Stefnt er að því að setja upp leikritið um hina uppátækjasömu stelpu, Línu langsokk á Sjónarhóli. Félagið hvetur alla þá sem áhuga hafa að starfa við sýninguna að mæta en ýmis verkefni, innan sviðs sem utan, þarf að sinna við uppfærslu sem þessa.
Meira

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði

Árlegur fræðsludagur skólanna í Skagafirði var haldinn í Miðgarði þann 15. ágúst og er þetta tíunda árið sem hann er haldinn við upphaf skólaárs. Þar voru saman komnir starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla í Skagafirði auk starfsfólks FNV sem nú var með í fyrsta sinn. Feykir hafði samband við Selmu Barðdal, fræðslustjóra, og spurði hana nokkurra spurninga varðandi daginn og komandi skólaár.
Meira