Gríðarstór bergfylla féll úr Ketubjörgum
feykir.is
Skagafjörður
04.11.2019
kl. 11.49
Hin gríðarstóra bergfylla sem gliðnað hefur smám saman frá Ketubjörgum á Skaga féll í sjó fram sl. laugardag. Það var í mars árið 2015 sem lögreglan í Skagafirði varaði við miklum sprungum sem myndast höfðu í Ketubjörgum á Skaga, nánar tiltekið í Syðri-Bjargarvík. Ekki er vitað til að nokkur hafi orðið vitni að eða orðið var við hamaganginn á laugardaginn fyrr en vegfarandi sá að bergið hafði rýrnað.
Meira
