Fréttir

Gríðarstór bergfylla féll úr Ketubjörgum

Hin gríðarstóra bergfylla sem gliðnað hefur smám saman frá Ketubjörgum á Skaga féll í sjó fram sl. laugardag. Það var í mars árið 2015 sem lögreglan í Skagafirði varaði við miklum sprungum sem myndast höfðu í Ketubjörgum á Skaga, nánar tiltekið í Syðri-Bjargarvík. Ekki er vitað til að nokkur hafi orðið vitni að eða orðið var við hamaganginn á laugardaginn fyrr en vegfarandi sá að bergið hafði rýrnað.
Meira

Íbúum hefur fjölgað um 1,4%

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 98 eða um 1,4% frá 1. desember 2018 til 1. nóvember sl. samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá. Íbúum á landinu öllu hefur fjölgað um 6.722 manns eða 1,9% á þessu tímabili en þann 1. nóvember voru 363.393 með skráða búsetu á landinu.
Meira

Betri svefn – grunnstoð heilsu

Í kvöld, 4. nóvember, kl. 20:00 mun Erla Björnsdóttir flytja erindi í Fjölbrautskóla Norðurlands vestra, stofu 102, á Sauðárkróki. Í erindi sínu mun Erla fjalla um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu, fara yfir algeng svefnvandamál og gefa góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni.
Meira

Sigur á Krókinn í kvöld

Nú á dögunum dúkkaði óvænt upp nýtt stuðningsmannalag Tindastóls á alnetinu. Lagið, sem kallast Stólar, var skráð í heimili hjá Hljómsveit Baldvins I. Símonarsonar og Hólavegsdúettsins. Þeir sem á annað borð rákust á skilaboð um útgáfu lagsins hafa sennilega flestir klórað sér í höfðinu litlu nær um hverjir stæðu á bak við þetta hressilega lag. Feykir lagðist í rannsóknarvinnu og forvitnaðist um málið.
Meira

Rúnar Már orðinn kasakstanskur meistari

Skagfirska knattspyrnukempan Rúnar Már Sigurjónsson varð nú um helgina meistari með liði sínu Astana í efstu deildinni í Kasakstan. Það var sjálfur Yuri Logvinenko sem gerði sigurmark Astana þegar þeir mættu liði Tobol á útivelli og er Astana með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.
Meira

Vefur keppnissögunnar ofinn - Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein minni hér í blaðinu sagði m.a. frá merkilegum kappreiðum í Bolabás; hinum svokölluðu konungskappreiðum sem fram fóru sem hluti af dagskrá Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum 1930. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík stóð fyrir kappreiðunum þar sem bæði var keppt í stökki og skeiði. Mikill stórhugur ríkti við undirbúninginn. Heildarupphæð verðlaunafjár var sú hæsta sem þekkst hafði á Íslandi eða kr. 3.700,- sem er að núvirði rétt rúm ein milljón króna. Útmældur var 400 m langur og 25 m breiður skeiðvöllur og veðbanki starfaði. Margt kom þó upp á við framkvæmd kappreiðanna – sumt svo innilega íslenskt ef svo má segja.
Meira

Ráðskonan fékk nóg og kenndi henni að prjóna

Edda Brynleifsdóttir býr á Blönduósi þar sem hún rekur verslunina Hitt og þetta handverk og Vötnin Angling service. Þar má fá veiðivörur ýmiss konar ásamt góðu úrvali af handverki og er enginn svikinn af því að taka smá krók inn í gamla bæinn á Blönduósi og líta við hjá Eddu. Handverkið í versluninni kemur víða að en margt af því hefur Edda unnið sjálf enda situr hún ekki auðum höndum þegar kemur að handavinnu og er jafnan með nokkur stykki á prjónunum í einu. Edda féllst á að svara nokkrum spurningum varðandi handverk sitt.
Meira

Dramatískur baráttusigur Stólastúlkna í Hertz-hellinum

Það voru 57 áhorfendur sem skelltu sér í Hertz-hellinn í Breiðholtinu í dag til að fylgjast með leik ÍR og Tindastóls í 1. deild kvenna í körfunni. Bæði lið höfðu tapað einum leik á mótinu til þessa en unnið afgang en Stólastúlkur voru í efsta sæti, höfðu spilað leik meira en ÍR. Það var því talsvert undir og á endanum fóru leikar þannig, eftir hörkuleik, að lið Tindastóls fór með stigin tvö norður eftir að Tess setti niður þrist þegar 8 sekúndur voru eftir. Lokatölur 63-64.
Meira

Stórkostleg stund í Miðgarði - Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið

Í þessum mánuði munu vera 32 ár síðan fjórir bræður frá bænum Álftagerði í Skagafirði sungu yfir moldum föður síns lagið Álftirnar kvaka, er útför hans var gerð frá Víðimýrarkirkju. Síðan hafa þeir átt samleið með Skagfirðingum og raunar landsmönnum öllum, í gleði sem sorg. Nú hafa þeir ákveðið að kveðja stóra sviðið, eins og yfirskrift tónleikaraðar þeirra ber með sér. Aðdáendum er þó nokkur huggun í því að þeir hafa gefið í skyn að heimavöllurinn, Miðgarður, falli ekki endilega undir þá skilgreiningu.
Meira

Grænmetisréttur og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingurinn í 42. tbl. Feykis árið 2017 var Aldís Olga Jóhannsdóttir, Hvammstangabúi sem hefur leitað fyrir sér á ýmsum stöðum s.s. á höfðuborgarsvæðinu, á Bifröst og í Danmörku áður en hún sneri aftur til heimahaganna. Aldís er lögfræðingur að mennt og stafar sem innheimtustjóri og svæðisfulltrúi hjá HVE á Hvammstanga. „Mér finnst eilítið kómískt að vera að færa fram uppskriftir, því ég hef löngum verið talin mjög matvönd. Það er afar sjaldgæft að kjötmeti fari inn fyrir mínar varir, en matvönd er ég ekki á súkkulaði!“ segir Aldís sem reiðir fram tvær freistandi uppskriftir.
Meira