Fréttir

Veðurguðunum gefið langt nef

Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu sem var ekki alveg upp á sitt besta.
Meira

Sveitasæla í Skagafirði

Núna um helgina verður haldin hin árlega Sveitasæla í Reiðhöllinni Svaðastaðir. Blaðamaður Feykis hafði samband við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur sem heldur utan um hátíðina.
Meira

Rabb-a-babb 179: Þuríður Harpa

Nafn: Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Búseta: Í Mekka sjálfstæðismanna. Besti ilmurinn? Ilmur af birki og blóðbergi eftir duglegan rigningarskúr á sólríkum sumardegi. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég fylgist nú ekkert sérstaklega með íþróttum en Arna Sigríður Albertsdóttir, sem stefnir á að keppa á handhjóli á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó 2020 finnst mér afbragðis íþróttamaður.
Meira

Tindastólssigur í Grafarvoginum

Í gærkvöldi fór fram leikur Fjölnis og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Extra-vellinum í Grafarvogi. Leikurinn fer svo sannarlega ekki í sögubækurnar sem skemmtilegasti fótboltaleikurinn en sigur er sigur og náði Tindastóll að setja boltann einu sinni í markið og þannig enduðu leikar 0-1 sigur Tindastóls.
Meira

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum á sunnudaginn

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
Meira

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar um allt land

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú á faraldsfæti og funda vítt og breitt um landið. Í dag verða þeir m.a. í Eyvindarstofu á Blönduósi klukkan 17:30 og í Ljósheimum Skagafirði í kvöld kl. 20:00. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og þingmennirnir Birgir Ármannsson, Haraldur Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir ræða stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurnum fundarmanna.
Meira

Útileikur í kvöld hjá stelpunum í Tindastól á móti Fjölni

Í kvöld mætast lið Fjölnis og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Extra-vellinum klukkan 18:00. Tindastóll er í fjórða sæti í deildinni með 19. stig á meðan Fjölni er í næstneðsta sæti með 12. Stig.
Meira

Spennandi matarhátíð á Norðurlandi vestra

Næstkomandi föstudag hefst í fyrsta skiptið matarhátíð sem kallast Réttir - Food Festival og fer fram á ýmsum stöðum á Norðurlandi vestra. Gestum verður boðið upp á skemmtilega upplifun og fræðslu um mat og menningu á svæðinu. Fjölmargar uppákomur verða þá tíu daga sem hátíðin stendur, allt frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði. Veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu standa að hátíðinni en Þórhildur María Jónsdóttir, umsjónarmaður Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd, er í forsvari. Feykir leitaði til hennar með nokkrar spurningar varðandi hátíðina.
Meira

Málþing um fræðimanninn og þjóðsagnasafnarann Jón Árnason

Málþing verður haldið á Skagaströnd á afmælisdegi Jóns Árnasonar, þjóðsagnasafnara og bókavarðar, laugardaginn 17. ágúst næstkomandi en þá eru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Dagskráin hefst með guðsþjónustu í Hofskirkju klukkan 11 en síðan verður afhjúpað söguskilti við Skagabúð og boðið til veitinga í félagsheimilinu Skagabúð.
Meira

Flestir hlynntir gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði

Í skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir Samgöngufélagið, dagana 5. júlí til 8. ágúst sl. um vegamál á Norðurlandi, kemur fram að af sex tilgreindum valkostum voru flestir hlynntir gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði, 66% voru hlynnt gerð vegar um Húnavallaleið en 11,5% andvíg.
Meira