Fréttir

María Finnboga á heimsmeistaramót í alpagreinum

María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, verður meðal keppenda Skíðasambands Íslands á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fram fer í Åre í Svíþjóð dagana 5.-17. febrúar nk. Allir íslensku keppendurnir munu taka þátt í undankeppnum fyrir svig og stórsvig. Úr undankeppni komast 25 efstu keppendurnir áfram í aðalkeppni.
Meira

Ræsing Skagafjarðar og Ratsjáin

Kynningarfundur um Ræsingu Skagafjarðar og Ratsjána verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 29. janúar á Kaffi Krók kl. 17:00. Þátttakendum er boðið upp á súpu og brauð. Leitað er að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs í Skagafirði og fær besta viðskiptahugmyndin allt að 1.000.000 kr. í verðlaun.
Meira

Tvö skemmtiferðaskip til Sauðárkrókshafnar

Það verður skemmtilegt að fylgjast með þróun ferðamannafjölda næstu árin á Sauðárkróki þar sem margt bendir til að hann eigi eftir að aukast. Nú hafa tvö skemmtiferðaskip boðað komu sína til Sauðárkrókshafnar árið 2021. Skipin eru Azamara Journey og Azamara Quest sem bæði eru um 181 metra löng og 30.277 brt. Skipin munu liggja á akkeri og koma með farþega í land með léttabátum.
Meira

Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu

Leikhópurinn Lotta er nú á ferð um Norðurland með söngleikinn Rauðhettu sem frumsýndur var í Tjarnarbíói í byrjun janúar. Þetta er annar veturinn í röð sem Leikhópurinn Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, setur upp sýningar í Tjarnarbíói og ferðast í framhaldi af því með sýninguna vítt og breitt um landið.
Meira

Skattaafsláttur til þriðja geirans

Frumvarp til laga liggur nú fyrir á Alþingi um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, og mælti hann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrir helgi. Lögunum er ætlað að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka sem heyra til þriðja geirans svokallaða, s.s. björgunarsveitir og íþróttafélög, og hvetja til þess að félögin efli starfsemi sína eða bæti aðstöðu.
Meira

Af hverju er alltaf verið að púkka upp á þessa Blönduósinga?

Herjólfur Jónsson, sjómaður, hafði samband við Dreifarann um helgina. Hann segir rólegt hjá trillusjómönnum þessa dagana og tíminn helst notaður í að ditta að og hella upp á kaffibolla og þess háttar. „Já, og skutla börnunum í sportið. Eitt skil ég samt ekki sko og það er hérna af hverju alltaf er verið að púkka upp á þessa Blönduósinga, ha?“
Meira

Konni áfram með Stólunum

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls nú um helgina var tilkynnt að fyrirliði karlaliðsins, Konráð Freyr Sigurðsson, hafi skrifað undir samning við Tindastól um að spila með liðinu nú í sumar. Þetta er hið besta mál enda Konni gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Tindastóls.
Meira

Dráttarvél niður um ís í Laxárvatni

Það er ýmislegt sem gerist í sveitinni, segir á Facebook-síðu Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, en rétt eftir hádegið á föstudag fengu félagar útkall um að dráttarvél hefði fallið niður um ís í Laxárvatni. Til allrar hamingju komst bóndinn út úr vélinni áður en hún sökk niður.
Meira

Á Brúarvöllum - Byggðasögumoli

Á bakkanum austan Grundarstokksbrúar var vorið 1938 reistur lítill timburskúr á varðgirðingunni sem lögð var meðfram Vötnunum til að hefta framgang mæðiveikinnar austur yfir Héraðsvötn. Þar var hlið á þjóðveginum og varsla við hliðið allt að sjö mánuði á ári, frá vori fram á síðhaust. Jónas Jónasson, lengi bóndi á Syðri-Hofdölum, hafði brugðið búi vorið 1936 og fékk nú starf við hliðvörsluna á sumrin. Var hann þar samfleytt í 18 ár, fram til haustsins 1955, en hljóp þó enn í skarðið fyrir eftirmann sinn nokkur ár til viðbótar.
Meira

Tindastóll spældi topplið Njarðvíkur

Í gærkvöldi mættust efstu liðin í Dominos-deildinni í sannkölluðum toppslag og var talsvert undir. Með sigri hefðu Njarðvíkingar náð sex stiga forystu á toppi deildarinnar og því mikilvægt fyrir Stólana að sýna sitt rétta andlit eftir lélega leiki nú í byrjun árs. Sú reyndist raunin því nú könnuðust stuðningsmenn Tindastóls við sína menn sem börðust eins og ljón og voru ekki lengur með hausinn undir hendinni heldur á réttum stað og rétt stilltan. Eftir frábæran háspennuleik sigruðu Stólarnir 75-76 og eru nú vonandi komnir í gírinn á ný.
Meira