Ekki tímabært að kjósa um sameiningu í haust
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
11.02.2019
kl. 13.28
Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu kom saman til fundar þann 4. febrúar sl. þar sem meðal annars var rætt um stöðu sameiningarferlisins og næstu skref. Niðurstaða fundarins var sú að ekki sé tímabært að kjósa um sameiningu í haust eins og rætt hafði verið áður en þess í stað stefnt að kosningum á síðari hluta kjörtímabilsins. þ.e. á árinu 2020 eða í síðasta lagi 2021. Verði sameining samþykkt muni ný sveitarstjórn taka við eftir almennar sveitarstjórnarkosningar vorið 2022. Þetta kemur fram í fundargerð sameiningarnefndar.
Meira