Fréttir

Haukarnir mæta í Síkið í kvöld

Aldrei þessu vant verður spilaður körfubolti á Króknum á miðvikudagskvöldi en það er lið Hauka úr Hafnarfirði sem sækir lið Tindastóls heim í 7. umferð Domonos-deildar karla í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Ástæðan er sú að annað kvöld, fimmtudagskvöld, spilar íslenska kvennalandsliðið landsleik í körfubolta og að sjálfsögðu ekki leikið í Dominos-deildinni á landsleiksdegi.
Meira

Varasamir tölvupóstar frá Blönduósbæ

Tölvuhakkari hefur komist inn á tölvupóst starfamanns á skrifstofu Blönduósbæjar og hefur sent út pósta sem lítur út eins og um sé að ræða reikning frá Blönduósbæ.
Meira

Rabb-a-babb 180: Sigga Garðars

Nafn: Sigríður Sigurbjörg Garðarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Foreldrar mínir voru hjónin Svanhildur Steinsdóttir bóndi og skólastjóri og Garðar Björnsson bóndi og rollusál Neðra-Ási og hjá þeim er ég alin upp, í dalnum sem Guð elskar. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Hann var að spila á balli á Hlíðarhúsinu, sennilega 1967 eða 8. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Sjaldan flýtir asinn.
Meira

Kynningarfundir um hrútakost

Búnaðarsambönd landsins standa á næstunni fyrir kynningarfundum í kjölfar útgáfu á nýrri hrútaskrá í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Aðalumfjöllunarefni fundanna er kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna en auk þess eru fundirnir kjörinn vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni að því er segir í frétt á vef Bændablaðsins, bbl.is. Haldnir verða fjórir fundir á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda og Búnaðarsambands Skagfirðinga; í Sævangi í Steingrímsfirði, í Ásbyrgi á Laugarbakka, í sal BHS á Blönduósi og í Tjarnarbæ í Skagafirði.
Meira

Er áhugi á stofnun rafíþróttadeildar?

Er barnið þitt að loka sig af inni í herbergi til að spila tölvuleiki í fleiri klukkustundir á dag? Hafa hefðbundnar íþróttir ekki vakið áhuga hjá þínu barni? Þú vilt væntanlega allt það besta fyrir þitt barn. Ég er eins og er að vinna í kynningu sem ég mun kynna fyrir stjórn Tindastóls í næsta mánuði. Kynningin snýr að stofnun rafíþróttadeildar þar sem krakkar fá tækifæri til að iðka áhugamál sitt sem íþrótt og fá að læra að spila tölvuleiki á heilbrigðan hátt með öðrum krökkum og eignast þannig fleiri vini.
Meira

Samningar um sóknaráætlanir undirritaðir í gær

Í gær voru undirritaðir nýir sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna, þar á meðal Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, undirrituðu samningana við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en alls nema framlögin 929 milljónum króna með viðaukum og framlagi sveitarfélaga.
Meira

MAST í átaksverkefni vegna afnáms leyfisveitingakerfisins

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), undirrituðu í dag samkomulag um átaksverkefni um aukið eftirlit í kjölfar afnáms leyfisveitingakerfis þann 1. janúar nk. vegna innflutnings á tilteknum landbúnaðarafurðum innan EES.
Meira

Í upphafi skyldi endinn skoða

Undirrituð lagði fram fyrirspurn til Byggðarráðs vegna kostnaðar þess hluta Byggðarsafnsins sem staðsettur er á Sauðárkróki. Í svörum meirihluta Byggðarráðs kemur m.a. fram að sveitarfélagið Skagafjörður greiðir ríflega 600.000 krónur í mánaðarlega leigu af Minjahúsinu. Leigugreiðslur eru því komnar vel yfir 10 milljónir af húsi sem áður var í eigu Sveitarfélagsins, þar til makaskipti við Aðalgötu 21 áttu sér stað. Það er því orðið ansi kostnaðarsamt að hafa ekki fundið safninu varanlegan stað áður en Minjahúsinu var ráðstafað. Í svörum kemur einnig fram að ekki er gert ráð fyrir sýningarrými fyrir varanlegar sýningar Byggðarsafnsins í komandi Menningarhúsi. Það er mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins séu vel upplýstir um hvernig sameiginlegum fjármunum okkar er varið, því koma fyrirspurnir mínar og svör meirihluta í heild sinni hér:
Meira

Stekkjardalur hlaut umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps

Á fjölmennri íbúahátíð Húnavatnshrepps, sem fór fram þann 8. nóvember 2019 voru veitt umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps fyrir árið 2019. Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að það hafi verið þau Gerður Ragna Garðarsdóttir og Ægir Sigurgeirsson, ábúendur í Stekkjardal, sem hlutu umhverfisverðlaun Húnavatnshrepps fyrir árið 2019.
Meira

Margir keyrðu framhjá slösuðum manni

Lögreglan á Norðurlandi vestra vakti athygli á erfiðum akstursskilyrðum í landshlutanum í kjölfar hlýnandi veðurs á föstudaginn síðasta en mikil hálka myndaðist víða á vegum. Nokkur umferðaróhöpp höfðu þá orðið vegna þess og brýndi lögreglan fyrir ökumönnum að haga akstri í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Meira