Fréttir

Stólastúlkur sóttu sigur í Grindavík

Fimmtánda umferðin í Inkasso-deild kvenna kláraðist í dag þegar lið Grindavíkur og Tindastóls mættust á Mustad-vellinum í Grindavík. Lið Tindastóls er að berjast um þriðja sætið í deildinni við lið Hauka í Hafnarfirði og mega ekki misstiga sig í þeirri baráttu þó þriðja sætið gefi lítið annað en stolt og vitni um frábært sumar Stólastúlkna. Niðurstaðan í Grindavík var 0-3 sigur og skutust stelpurnra því upp fyrir Hauka á ný og sitja í þriðja sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.
Meira

Sigur fyrir sögubækurnar

Það var allt undir hjá Húnvetningum í dag þegar Kormákur/Hvöt heimsótti lið Úlfanna á Framvöllinn í Reykjavík í lokaumferð 4. deildar.. Eftir sigur Hvítu riddaranna á liði Snæfells sl. fimmtudag var ljóst að ekkert annað en sigur dugði liði K/H í dag til að koma liðinu í úrslitakeppni um sæti í 3. deild að ári. Leikurinn í dag var hreint ótrúlegur en þegar í óefni var komið stigu leikmenn Kormáks/Hvatar upp og börðust til frábærs sigurs. Lokatölur 4-5 og sæti í úrslitakeppninni tryggt í fyrsta sinn í sögu sameinaðs liðs Húnvetninga.
Meira

Aðgerðaráætlun heilbrigðisstefnu

Á vordögum var samþykkt heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir lagði fram út frá samþykktri þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins frá 2017 um nauðsyn þess að leggja fram slíka stefnu. Hafði ég framsögu með málinu í velferðarnefnd þingsins.
Meira

Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.
Meira

Vann alla titla sem í boði voru - Íþróttagarpurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir Hrútafirði

Húnvetningurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur gert það gott í Domino's-deild kvenna í körfunni undanfarin ár með liði sínu, Val á Hlíðarenda, og var hún m.a. valin besti ungi leikmaður Domino's-deildar kvenna 2017-2018. Hjá Val er hún einn af burðarásum liðsins, sem hirti alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili, deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Einnig hefur hún verið í yngri landsliðshópum og nú í A-landsliðinu. Dagbjört Dögg er fædd árið 1999, uppalinn á Reykjaskóla í Hrútafirði en flutti í Kópavoginn þar sem hún stundar háskólanám meðfram körfuboltanum. Dagbjört er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

GSS í 2. sæti Íslandsmóts golfklúbba 3. deildar

Karlasveit Golfklúbbs Sauðárkróks lék á Íslandsmóti golfklúbba í 3. deild sem haldið var á Húsatóftarvelli í Grindavík 16.-18. ágúst sl. Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Brynjar Örn Guðmundsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason. Liðsstjóri var Hjörtur Geirmundsson. „Gott silfur er gulli betra!“ segja þeir í GSS, sáttir með árangurinn.
Meira

Hvernig á að flokka?

Endurvinnslustöðin Flokka á Sauðárkróki birti í gær á vefsíðu sinni, flokka.is, upprifjun á því hvernig Skagfirðingar eiga að flokka úrganginn sinn sem fara á í grænu tunnuna. Þó flestir ættu nú að vera búnir að ná nokkuð góðum tökum á listinni að flokka er alltaf gott og gagnlegt að rifja upp og ekki er útilokað að reglurnar hafi tekið einhverjum breytingum frá upphafi, auk þess sem sömu reglur gilda ekki hjá öllum endurvinnslustöðvum og þeir sem flytja milli svæða þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð við flokkunina.
Meira

Stúlkur af Norðurlandi vestra sópuðu að sér verðlaunum á Akureyrarmóti í frjálsum

Akureyrarmót UFA er haldið á Þórsvelli síðsumars ár hvert. Keppt er í öllum aldursflokkum í helstu greinum frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur mótið verið hluti af mótaröð FRÍ þar sem sterkasta frjálsíþróttafólk landsins keppir í stigakeppni. Nokkrar stúlkur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda um síðustu helgi og sópuðu að sér verðlaunum.
Meira

Skagstrendingar vilja skemmtiferðaskip

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var sl. þriðjudag, 20. ágúst, var tekin ákvörðun um að sækja um þátttöku í Cruise Iceland. Felur það í sér að Skagastrandarhöfn verður kynnt sem ákjósanlegur viðkomustaður fyrir skemmtiferðaskip. Var sveitarstjóra falið að ganga formlega frá aðildarumsókn.
Meira

Miðfjarðará komin yfir þúsund laxa markið

Landssamband veiðifélaga hefur birt lista yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er hann byggður á aflatölum í lok dagsins í gær, 21. ágúst. Þar má sjá að tvær ár hafa nú bæst í hóp þeirra sem farið hafa yfir þúsund laxa markið en það eru Ytri-Rangá og Miðfjarðará þar sem veiðin er komin í 1.091 lax og situr hún nú í fjórða sæti yfir aflahæstu árnar. Þar var vikuveiðin 107 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu 2.039 laxar veiðst í ánni.
Meira