Fréttir

Ekki tímabært að kjósa um sameiningu í haust

Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu kom saman til fundar þann 4. febrúar sl. þar sem meðal annars var rætt um stöðu sameiningarferlisins og næstu skref. Niðurstaða fundarins var sú að ekki sé tímabært að kjósa um sameiningu í haust eins og rætt hafði verið áður en þess í stað stefnt að kosningum á síðari hluta kjörtímabilsins. þ.e. á árinu 2020 eða í síðasta lagi 2021. Verði sameining samþykkt muni ný sveitarstjórn taka við eftir almennar sveitarstjórnarkosningar vorið 2022. Þetta kemur fram í fundargerð sameiningarnefndar.
Meira

Steinar Óli fulltrúi Tindastóls á afmælismót JSÍ

Laugardaginn síðasta var haldið afmælismót Júdósambands Íslands (JSÍ) í yngri flokkum sem er fyrir iðkendur frá ellefu til tuttugu ára. Tindastóll var með þrjá keppendur skráða til leiks en einungis einn skilaði sér á keppnisstað. Á heimasíðu Tindastóls segir að þeir Þorgrímur Svavar Runólfsson, Steinar Óli Sigfússon og Veigar Þór Sigurðarson hafi allir verið skráðir til leiks en vegna slæmrar færðar um morguninn komumst þeir Þorgrímur Svavar og Veigar Þór ekki á mótið og urðu að sætta sig við að sitja heima.
Meira

Könnun á stöðu fjarskiptamála í dreifbýli á Norðurlandi vestra

Samgöngu- og innviðanefnd SSNV stendur nú fyrir könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á starfssvæði samtakanna. Nefndin var skipuð á haustþingi SSNV í október og hefur það hlutverk að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna. Á vef SSNV segir að til þess að hægt sé að setja saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum þurfi að liggja fyrir ítarlegar upplýsingar og greining á þáttum varðandi samgöngu- og innviðamál.
Meira

Meistaradeild KS - Þúfur

Annað liðið sem kynnt hefur verið til leiks í Meistaradeild KS er lið Þúfna. Það er skipað fjórum flinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður.
Meira

Fyrsti fundur Leikfélags Sauðárkróks vegna Sæluvikuverkefnis

Leikfélag Sauðárkróks ræðst í frumsamið verk Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar í Sæluviku sem ber heitið Fylgd. Í leikritinu er fjöldi nýrra laga og texta eftir skagfirska höfunda svo það má segja að sæluvikustykkið í ár verði heimafengið. Boðað hefur verið til fyrsta fundar í kvöld og allir áhugasamir hvattir til að mæta í nýja húsnæði félagsins að Borgarflöt 19.
Meira

Börn og gæludýr – Vídeó

Það er alltaf gaman af myndböndum sem tekin eru af börnum og gæludýrum ekki síst ef þau eiga vel saman. Eftirfarandi fannst á Facebook og fær titilinn Krúttmyndband dagsins.
Meira

Forðast að lenda í bókaskorti

Viðmælandi Feykis í Bók-haldinu í 35. tbl. árið 2017 heitir Jóna Guðrún Ármannsdóttir, bóndi og húsmóðir í Laxárdal 3 í Hrútafirði í Húnaþingi vestra. Jóna fæddist á Akureyri á jóladag árið 1973 og ólst upp á Vatnsleysu í Fnjóskadal þar sem hún bjó til 17 ára aldurs þegar hún fór til náms í Bændaskólann á Hvanneyri. Þar kynntist hún manninum sínum, Jóhanni Ragnarssyni úr Laxárdal, en þangað flutti Jóna árið 1995 og búa þau hjónin þar með rúmlega 1000 kindur. Börnin eru fimm og hefur Jóna verið heimavinnandi síðan það yngsta fæddist, árið 2010. Áður starfaði hún um nokkurra ára skeið sem kennari við Grunnskólann á Borðeyri en hún stundaði fjarnám við Kennaraháskólann og lauk því árið 2007. Þrátt fyrir annir við búskapinn og stórt heimili er Jóna afkastamikil við bóklesturinn og við fengum að hnýsast aðeins í hennar lestrarhætti.
Meira

Sundlaug Sauðárkróks opnar í apríl

Endurbætur á sundlauginni á Sauðárkróki hafa þróast þannig að nú er stefnt að opnun laugarinnar fyrri hluta apríl. Lengri lokun núna þýðir að ekki þarf að koma til lengri lokana seinna á verktímanum, þó það gæti þurft að loka einhverja daga.
Meira

Hugleiðingar um venjur fólks - Áskorendapenninn Þórey Edda Elísdóttir Hvammstanga

Við fjölskyldan fluttumst á Hvammstanga haustið 2014 og hafði ég þá aldrei búið úti á landi áður. Sambýlismaður minn er frá Húnaþingi vestra en sjálf er ég uppalin í Hafnarfirði. Þegar ég var 21 árs gömul flutti ég til Malmö í Svíþjóð, bjó svo um stuttan tíma í Athens í Bandaríkjunum og síðan í Leverkusen í Þýskalandi í 4 ár. Hver staður hefur sín sérkenni og þykir mér vænt um þá alla. Á öllum stöðum hef ég lært marga nýja hluti og hafa þeir allir haft áhrif á það hver ég er í dag.
Meira

Stúlkurnar úr Grindavík sterkar í Síkinu

Lið Tindastóls og Grindavíkur mættust í dag í 1. deild kvenna og var spilað í Síkinu. Leikurinn var jafn framan af en gestirnir reyndust sterkari aðilinn og unnu að lokum sannfærandi sigur, 69-84, þrátt fyrir að Stólastúlkur, með Tess Williams í sérflokki, ættu nokkur áhlaup í leiknum þar sem þær komust í seilingarfjarlægð frá gestunum.
Meira