Fréttir

Þrjár af uppáhaldsuppskriftum fjölskyldunnar

Gígja Hrund Símonardóttir og Helgi Svanur Einarsson á Sauðárkróki voru matgæðingar í 4. tölublaði ársins 2017. „Heiða systir skoraði á okkur að vera næstu matgæðingar Feykis og að sjálfsögðu reynum við að standa undir því. Hér sendum við þrjár uppskriftir sem allar eru í nokkru uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Allt eru þetta tiltölulega fljótlegar og einfaldar uppskriftir sem að okkar mati bragðast bara býsna vel,“ sögðu þau Gígja Hrund og Helgi Svanur sem tóku á móti áskorun alla leið frá Kirkjubæjarklaustri, en þar býr Heiða, systir Gígju.
Meira

Þorrinn hefst í dag

Þorrinn hefst í dag en samkvæmt gamla íslenska tímatalinu er hann fjórði mánuður vetrar. Hefst hann því á tímabilinu frá 19.-25. janúar, alltaf á föstudegi og er sá dagur nefndur bóndadagur. Þorrinn er því eins seint á ferðinni að þessu sinni og hann mögulega getur orðið. Eins og áður hefur komið fram í frétt á Feyki.is gætti þess misskilnings á mörgum dagatölum þetta árið að bóndadagur væri þann 18. janúar og því er eitthvað um að tímasetningar á þorrablótum landsmanna hafi skolast til en vonandi kemur það ekki að mikilli sök.
Meira

Bakvörðurinn Michael Ojo til liðs við Tindastól

Samkvæmt upplýsingum Feykis þá hefur Körfuknattleiksdeild Tindastóls samið við bresk/nígeríska bakvörðinn Michael Ojo að spila með liðinu út tímabilið. Harðnað hefur á dalnum hjá liði Tindastóls nú eftir áramótin og flest liðin í deildinni hafa styrkt sig. Meiðsli hafa líka sett strik í reikninginn og var ákveðið að bregðast við með því að styrkja hópinn.
Meira

Um hækkun hvatapeninga í Sveitarfélaginu Skagafirði

Nú á haustmánuðum samþykkti Félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tillögu meirihlutans um hækkun á hvatapeningum sem ætlaðir eru til að auðvelda börnum að stunda íþróttir og tómstundastarf. Nam hækkunin 17.000 kr. á hvert barn sem verður að teljast rausnarleg hækkun, en styrkurinn fór úr átta þúsund krónum í tuttugu og fimm. Hækkun hvatapeninga höfðu allir flokkar á sinni stefnuskrá í vor, enda löngu orðið tímabært, þó upphæðir og útfærslur væru mismunandi.
Meira

Frumframleiðsla – Hvað svo?

Á seinni degi ráðstefnu Byggðastofnunar, Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum, sem haldin var í Hveragerði dagana 22.-23. febrúar, hélt Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, erindi fyrir hönd landshlutasamtaka- og atvinnuþróunarfélaga. Bar erindið yfirskriftina Frumframleiðsla – Hvað svo?
Meira

Nýr áfangi við endurheimt Brimnesskóga

Lagt var fram erindi á síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar frá Steini Kárasyni, framkvæmdastjóra Brimnesskóga. Í erindinu óskar félagið eftir viðræðum við umhverfis- og samgöngunefnd um nýjan áfanga og útvíkkun á verkefni um endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði. Umhverfis- og samgöngunefnd tók vel í erindið og fól sviðstjóra og formanni að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
Meira

Jón Gísli Stefánsson í U15 úrtakshóp

Jón Gísli Stefánsson, leikmaður frá Hvöt á Blönduósi, hefur verið valinn, af landsliðsþjálfara U15, í 35 manna hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 25.-27. janúar næstkomandi. Á Húna.is kemur fram að æfingarnar fari fram í Akraneshöllinni, Kórnum og Egilshöll og er Jóni Gísla óskað góðs gengis og til hamingju með að verða valinn í hópinn.
Meira

Miðflokksþingmenn aftur á þing

„Í kjölfar óvarlegra orða minna, ólögmætrar upptöku á þeim, fjölmiðlaumfjöllunar og vandlætingar í samfélaginu tók ég þá ákvörðun að taka mér leyfi frá þingstörfum, íhuga stöðu mína og hvernig ég gæti safnað vopnum mínum, endurheimt traust kjósenda og haldið áfram þeim störfum sem ég var kjörinn til,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi, sem ákveðið hefur að taka á ný sæti á Alþingi eftir stutt frí.
Meira

Tilboð í nýbyggingu Byggðastofnunar opnuð

Síðastliðinn þriðjudag voru tilboð í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki opnuð en um er að ræða 998 fermetra byggingu á tveimur hæðum með kjallara undir hluta hússins. Tvö tilboð bárust í verkið; frá Friðriki Jónssyni ehf. og K-TAK ehf., og voru bæði tilboðin mjög nærri kostnaðaráætlun sem var kr. 568.771.490.-
Meira

Nýtt riðutilfelli í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Álftagerði í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði í september síðastliðinn á bænum Vallanesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun greindist riðan í sýnum úr tveimur kindum frá bænum þar sem nú eru um 370 fjár. Bóndinn hafði samband við héraðsdýralækni vegna kindanna sem sýndu einkenni riðuveiki. Kindurnar voru aflífaðar og sýni tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum þar sem riðuveiki var staðfest í báðum sýnum.
Meira