Fréttir

Að gefnu tilefni

Talsverð umræða hefur skapast um þá ákvörðun Fisk Seafood að leggja niður starf framkvæmdastjóra Iceprotein og Protis. Eðlilega er spurt um ástæður. Af því tilefni vil ég koma eftirgreindu á framfæri: Framkvæmdastjórinn, Hólmfríður Sveinsdóttir, hefur unnið afar gott vísinda- og þróunarstarf fyrir félögin á undanförnum árum. Afurðirnar eru rós í hnappagat Hólmfríðar og fyrir þetta starf eru henni færðar bestu þakkir. Vísindastarf af þessum toga tekur hins vegar til sín mikið fé og taprekstur undanfarinna ára mælist í hundruðum milljóna króna þegar allt er talið.
Meira

Fjögur fíkniefnamál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra á innan við viku

Það sem af er vikunnar hafa komið upp tvö fíkniefnamál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra en skammt er frá því að önnur tvö komu inn á borð hennar. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust og koma á framfæri upplýsingum vegna fíkniefna.
Meira

Skorað á stjórnvöld að hefja vinnu við undirbúning nýrra Tröllaskagaganga

Bæjarstjórn Akureyrar og sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu á fundum sínum fyrr í þessari viku áskorun á stjórnvöld um að tryggja, í nýrri samgönguáætlun, fjármögnun grunnrannsókna og samanburðar á bestu kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélags- og efnahagslegum áhrifum sem leiða af nýjum Tröllaskagagöngum.
Meira

Námskeið í skipulagningu og utanumhaldi viðburða

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir námskeiði í skipulagningu og utanumhaldi viðburða þann 25. febrúar nk. Námskeiðið er ætlað öllum þeim, sem eru að skipuleggja og halda utan um stóra og smáa viðburði og langar til þess að sækja sér viðbót í verkfærakistuna sína.
Meira

Álagning fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði - Högni Elfar skrifar

Á heimasíðu sveitarfélagsins er frétt um að álagningu fasteignagjalda 2019 sé lokið og að einstaklingar og lögaðilar geti nú nálgast álagningaseðla í íbúagáttinni á heimasíðu sveitarfélagsins. Því má gera ráð fyrir að einhverjir séu búnir að nálgast álagningaseðlana til að gera samanburð á milli ára. Þetta árið er líklegt að íbúar í firðinum séu misglaðir við samanburðinn og líklegt að búseta viðkomandi ráði kætinni.
Meira

„Það gefur á bátinn" í Árgarði

Rökkurkórinn í Skagafirði heldur tónleika í Árgarði sunnudaginn 10. febrúar klukkan 15:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Það gefur á bátinn“ og samanstendur dagskráin af gömlu góðu sjómannalögunum sem stjórnandi kórsins, Thomas Higgerson, hefur útsett fyrir kórinn.
Meira

LífsKraftur, bók fyrir ungt fólk með krabbamein, endurútgefin

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hefur endurútgefið bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd. Bókina fá allir þeir sem greinast með krabbamein og eru á aldrinum 18-45 ára, afhenta, sér að kostnaðarlausu, en einnig liggur hún frammi á öllum sjúkrahúsum landsins. Haldið var upp á útgáfuna sl. mánudag, 4. febrúar, á alþjóðlegum degi gegn krabbameinum ,með útgáfuhófi á Kaffi Flóru.
Meira

Sungið í tilefni af Degi leikskólans - Myndir og vídeó

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í gær en sjötta febrúar er gert hátt undir höfði í leikskólasögu þjóðarinnar þar sem frumkvöðlar leikskólanna stofnuðu fyrstu samtök sín á þessum degi árið 1950. Orðsporið, sem veitt var í sjöunda sinn, kom í hlut Seltjarnarnesbæjar en verðlaunin voru fyrst veitt árið árið 2013. Hersteinn Snorri, leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi, hlaut önnur verðlaun í ritlistarsamkeppninni fyrir ljóðið Skipstjórinn.
Meira

KS nýr þjónustuaðili Brimborgar

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Brimborgar og bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkrók. Kaupfélag Skagfirðinga er nýr þjónustuaðili Brimborgar á Norðurlandi. Bifreiðaverkstæði KS er með því orðinn viðurkenndur þjónustuaðili fyrir öll fólks- og sendibílamerki Brimborgar: Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot.
Meira

Af hverju ættu karlar að verða leikskólakennarar?

Stutta svar okkar við þessari spurningu væri einfaldlega „hvers vegna ekki“? En ef við tölum í fullri alvöru þá fylgir því að starfa á leikskóla margskonar jákvæður ávinningur. Fyrir það fyrsta myndum við telja leikskólastarfið eitt af þeim störfum sem mögulega gefur hvað mest af sér í ljósi þess að hver vinnudagur er einstakt ævintýri, vinnuvikan flýgur áfram á ógnarhraða auk þess sem enginn dagur í vinnunni er eins.
Meira