Að gefnu tilefni
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
07.02.2019
kl. 18.10
Talsverð umræða hefur skapast um þá ákvörðun Fisk Seafood að leggja niður starf framkvæmdastjóra Iceprotein og Protis. Eðlilega er spurt um ástæður. Af því tilefni vil ég koma eftirgreindu á framfæri: Framkvæmdastjórinn, Hólmfríður Sveinsdóttir, hefur unnið afar gott vísinda- og þróunarstarf fyrir félögin á undanförnum árum. Afurðirnar eru rós í hnappagat Hólmfríðar og fyrir þetta starf eru henni færðar bestu þakkir. Vísindastarf af þessum toga tekur hins vegar til sín mikið fé og taprekstur undanfarinna ára mælist í hundruðum milljóna króna þegar allt er talið.
Meira