Fréttir

Aðgát í umferðinni

Vátryggingafélag Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni að þessa dagana eru skólar að hefja vetrarstarf sitt og því enn meiri ástæða til þess en ella að hafa athyglina í lagi þegar ekið er nærri skólum og öðrum stöðum þar sem ungra vegfarenda er að vænta. Margir þeirra eru nýliðar í umferðinni og hafa ekki endilega allar reglur á hreinu meðan önnur sem veraldarvanari eru finnst þau jafnvel ekki þurfa að fara eftir öllum reglum, nú eða hafa ekki hugann við umferðina og eru með tónlist í eyrunum.
Meira

FISK kaupir allan hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi

FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt allan hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, sem áður hét HB Grandi. Á Fréttablaðið.is kemur fram að hluturinn hafi verið rúmlega fimm milljarðar króna. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent bréf FISK-Seafood í Högum, en FISK átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum.
Meira

Innrás með einum sverum kapalhesti

Henrik Lárusson, íslenskufræðingur og sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi, hafði samband við Dreifarann á dögunum og líkt og svo margir aðrir sem hafa samband við ritstjórn miðilsins þá sagði hann farir sínar ekki sléttar. „Ég hef áhyggjur af framtíðinni, þetta stefnir allt í algjört óefni hjá okkur Íslendingum, ekki síst ef við samþykkjum þennan þriðja Orkupakka. Við eigum bókstaflega eftir að sogast inn í Evrópu, sjáðu bara til.“
Meira

Safnað fyrir ærslabelg í Fljótunum

Um verslunarmannahelgina hóf heimafólk í Fljótum söfnun fyrir leiktækjum fyrir börnin og unglingana í sveitinni og þá sem sækja hana heim. Í Facebookfærslu sem birtist á síðunni Við erum ættuð úr Fljótunum segir:
Meira

Sýningin Á söguslóð Þórðar kakala formlega opnuð í gær

Það var margt um manninn í gær þegar forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, klipptu á borða og opnuðu formlega sýningu fjórtán alþjóðlegra listamanna sem sköpuðu margbrotin verk um hina stórkostlegu sögu Sturlunga, í Kakalaskála á Kringlumýri í Skagafirði. Ber hún heitið Á söguslóð Þórðar kakala.
Meira

Fundir um mótun framtíðar Norðurlands vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, boða til funda á þremur stöðum í landshlutanum í þessari viku. Fundirnir eru haldnir í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og eru þeir opnir hverjum þeim er vill hafa áhrif á stefnu landshlutans til ársins 2024.
Meira

Myndlistarsýningu Jóhanns Sigurðssonar lýkur senn

Myndlistarsýning Jóhanns Sigurðssonar, sem opnuð var á Húnavöku, stendur enn yfir í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi en á Facebooksíðu listamannsins, JoSig Art, kemur fram að nú fari að styttast í að henni ljúki.
Meira

Nýr sveitarstjóri hefur störf í Húnaþingi vestra

Sveitarstjóraskipti urðu í Húnaþingi vestra þann 15. ágúst sl. þegar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir tók við starfinu af Guðnýju Hrund Karlsdóttur sem gegnt hefur starfinu sl. fimm ár.
Meira

Litla hryllingsbúðin á Hvammstanga

Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra sýnir uppsetningu sína á Litlu hryllingsbúðinni í Félagsheimili Hvammstanga laugardaginn 24. ágúst kl 18:00. Um er að ræða fyrstu uppsetningu sumarleikhússins, sem er sjálft nýtt af nálinni.
Meira

Enn einn sigurinn í hús hjá Stólastúlkum

Í dag mættust lið Tindastóls og Augnabliks úr Kópavogi á gervigrasinu á Króknum. Þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð Inkasso-deildarinnar og ljóst að með sigri þá héldu Stólastúlkur veikri von um sæti í efstu deild lifandi. Það fór svo að lið Tindastóls reyndist sterkari aðilinn og uppskar 3-1 sigur en Murielle Tiernan gerði tvö mörk í síðari hálfleik eftir að Laufey Harpa náði forystunni fyrir lið Tindastóls í fyrri hálfleik.
Meira