Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
31.12.2018
kl. 08.03
Víða þar sem ég hef komið um landið síðustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þessum svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðisskortur hefur hamlað vexti og viðgangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfarinn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem viðunandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti.
Meira