Fréttir

Vestlægar áttir og smá væta

Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík kom saman til fundar sl. þriðjudag til að bera saman bækur sínar um veðurspá næsta mánaðar og yfirfara hvernig síðasta spá hefði gengið eftir. 14 félagar sóttu fundinn en auk þess fylgdust gestir frá RÚV með fundarstörfum og áttu menn góða stund við spjall og kaffidrykkju að því er segir í fréttatilkynningu frá Veðurklúbbnum.
Meira

Gagnabanki með gönguleiðum á Norðurlandi í vinnslu

Markaðsstofa Norðurlands safnar nú GPS-merktum gönguleiðum innan sveitarfélaga á Norðurlandi og hefur í því skyni sent bréf til allra 20 sveitarfélaganna í landshlutanum þar sem óskað er eftir upplýsingum um merktar og viðurkenndar gönguleiðir sem ætlunin er að veita aðgang að á vefnum. Verkefnið er helst ætlað til leiðsagnar fyrir erlenda ferðamenn en verður þó einnig aðgengilegt Íslendingum. Frá þessu er sagt á vef Ríkisútvarpsins.
Meira

Arnoldas Kuncaitis nýr aðstoðarþjálfari hjá KR

Hinn 24 ára gamli þjálfari Arnoldas Kuncaitis er genginn í raðir KR-inga. Arnoldas kom til landsins í fyrra og þjálfaði við góðan orðstýr hjá Tindastól þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira

Útvarpsstöðin FM Trölli nær útsendingum sínum, stórum hluta í Skagafirði.

Mánudaginn 1. júlí, urðu þau tímamót í sögu FM Trölla að ræstur var sendir á Sauðárkróki, sem þjónar bænum og stórum hluta Skagafjarðar. Einnig nást útsendingar FM Trölla nú á Hofsósi. Útsendingin er á FM 103.7 MHz eins og á Siglufirði, Ólafsfirði og norðanverðum Eyjafirði.
Meira

Fjöldi gesta og allir til fyrirmyndar á Hofsós heim

Hofsós heim, bæjarhátíð Hofsósinga, var haldin um helgina í björtu veðri en vindurinn var þó örlítið að flýta sér að margra mati. Þar var margt til skemmtunar, gönguferðir, sýningar, kjötsúpa og kvöldvaka, leikir og listasmiðja, markaðir og margt, margt fleira.
Meira

Ouse með nýja plötu á Spotify

Tónlistarmaðurinn ungi, hann Ásgeir Bragi Ægisson gefur út tónlist undir nafninu Ouse og var hann núna á dögunum að gefa út nýja plötu. Platan sjálf heitir Notes from the Night Before og inniheldur sex lög. Ásgeir Bragi er sonur þeirra Guðbrands Ægis og Guðbjargar Bjarnadóttur. Hægt er að finna albúmið á Spotify.
Meira

Tónlistarhátíðin Hátíðni á Borðeyri

Tónlistarhátíðin Hátíðni verður haldin á Borðeyri um næstu helgi. Það er listasamlagið og útgáfufélagið Post-dreifing sem stendur að viðburðinum en á hátíðinni koma fram tónlistarmenn og hljómsveitir sem hafa verið að hasla sér völl á íslensku tónlistarsenunni að undanförnu.
Meira

Kormákur/Hvöt með góðan sigur í 4. deildinni

Á föstudagskvöldið fengu Kormákur/Hvöt (K/H) Úlfana í heimsókn í 4. deild karla. Fyrir leikinn var K/H í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig en Úlfarnir með tólf stig, því mikilvægur leikur til þess að halda sér í toppbaráttunni.
Meira

Opna kvennamót GSS

Opna kvennamót GSS fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 29. júní. Þátttakendur voru 55 konur úr ýmsum golfklúbbum.
Meira

Starfsmenn SAH fá hæfnisskírteini í vernd dýra við aflífun

Það sem af er þessu ári hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar afhent átta einstaklingum á vegum SAH Afurða ehf. hæfnisskírteini í vernd dýra við aflífun. Opinberar kröfur eru þær að allir sem koma að meðhöndlun dýra fyrir og við slátrun hafi til þess þekkingu á dýravelferð, hegðun sláturdýra, hvernig aðbúnaði í sláturhúsi skuli háttað, deyfingaaðferðum og að geta metið meðvitund dýra og árangur blæðingar.
Meira