Íbúum Norðurlands vestra fjölgar um 0,7% milli ára
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.01.2019
kl. 15.46
Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um 47 einstaklinga eða 0,7% á árs tímabili, frá 1. desember 2017 til 1. desember sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Íbúum landshlutans fjölgaði um þrjá til viðbótar í desember. Mesta fjölgunin í landshlutanum á síðasta ári varð í Blönduósbæ þar sem fjölgaði um 43 frá 1. des. 2017 til 1. des. 2018. Nemur það 4,8% fjölgun.
Meira