Fréttir

Íbúum Norðurlands vestra fjölgar um 0,7% milli ára

Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um 47 einstaklinga eða 0,7% á árs tímabili, frá 1. desember 2017 til 1. desember sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Íbúum landshlutans fjölgaði um þrjá til viðbótar í desember. Mesta fjölgunin í landshlutanum á síðasta ári varð í Blönduósbæ þar sem fjölgaði um 43 frá 1. des. 2017 til 1. des. 2018. Nemur það 4,8% fjölgun.
Meira

Perla Ruth íþróttamaður tveggja sveitarfélaga annað árið í röð

Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins, hefur verið valin íþróttamaður USVH árið 2018. Einnig var Perla valin íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar. Glæsilegur árangur hjá Perlu, ekki síst þar sem þetta er í annað sinn sem hún hlýtur þessa sæmd hjá sömu aðilum.
Meira

Leikskólar í Skagafirði loka tvisvar á ári í stað átta sinnum

Á nýju ári verða breytingar á skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði og hefur það í för með sér að starfsmannafundir leikskólanna verða haldnir eftir lokun. Í stað þess að loka kl. 14:00 átta sinnum yfir skólaárið vegna funda, lokar leikskólinn tvo daga yfir skólaárið og verða þær lokanir miðaðar við lokun grunnskólanna. Uppfærð skóladagatöl er að finna á heimasíðum leikskólanna.
Meira

Valgarður Hilmarsson skipaður formaður nýs starfshóps

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur skipað starfshóp sem gera skal tillögur að stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga. Formaður starfshópsins er Valgarður Hilmarsson, fyrrverandi sveitarstjóri Blönduósbæjar og sveitarstjórnarmaður til margra ára.
Meira

Byggðastofnun leitar að sérfræðingi

Á heimasíðu Byggðastofnunar er auglýst laust til umsóknar starf sérfræðings á þróunarsviði stofnunarinnar. Í starfinu felst meðal annars að vinna við undirbúning og gerð byggðaáætlunar og vinna við greiningar á þróun byggðar á lands- og landshlutavísu með tilliti til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta.
Meira

Lífsstílsáskorun Þreksports

Líkamsræktarstöðin Þreksport á Sauðárkróki er nú að hleypa af stokkunum lífsstílsáskorun til tólf vikna þar sem fólki gefst kostur á að stíga fyrstu skrefin í átt að bættum lífsstíl. Þeir sem taka þátt í áskoruninni fá utanumhald og hvatningu hjá þjálfurum Þreksports, ráðgjöf við markmiðasetningu og næringarráðgjöf ásamt mælingum. Áskoruninni lýkur svo með verðlaunaafhendingu á árshátíð Þreksports í lok mars. Á morgun, föstudaginn 4. janúar klukkan 18:00 verður haldinn kynningarfundur og skráning hefst strax að honum loknum. Feykir leitaði frétta af áskoruninni hjá Guðrúnu Helgu Tryggvadóttur og Guðjóni Erni Jóhannssyni.
Meira

Axel Kára tekur skóna fram á ný

Þá er boltinn farinn að rúlla aftur eftir jólafrí og ýmislegt í gangi hjá körfuknattleiksdeild Tidastóls. Á Facebook-síðu deildarinnar kemur fram að Axel Kárason sé aftur kominn í æfingahóp meistaraflokks en eins og kunnugt er hefur Axel verið í pásu frá körfu síðan í haust.
Meira

Áramótabrenna á Króknum - Myndir

Það viðraði vel til loftárása á gamlárskvöld eftir norðanáhlaup sem hafði spillt færð og friðarboðskapinn hafði riðið yfir landið fyrr um daginn. Flugeldasala gekk ágætlega heilt yfir landið, sagði Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdarstjóri Landsbjargar, við Mbl.is.
Meira

Nýtt orgel í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Við hátíðamessu í Hólaneskirkju á Skagaströnd á aðfangadagskvöld var vígt og tekið í notkun nýtt orgel í kirkjunni. Það var sóknarpresturinn, Bryndís Valbjarnardóttir, sem vígði orgelið og Sigríður Gestsdóttir, fyrir hönd sóknarnefndar, afhenti Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur, organista og kórstjóra, lyklana að nýja orgelinu.
Meira

Skotfélagið Markviss útnefnir skotíþróttafólk ársins

Skotfélagið Markviss hefur að vanda útnefnt skotíþróttafólk ársins í lok keppnisárs félagsins. Það voru þau Snjólaug M. Jónsdóttir og Jón B. Kristjánsson sem hlutu útnefninguna en auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun til tveggja ungra skotíþróttamanna, þeirra Sigurðar Péturs Stefánssonar og Kristvins Kristóferssonar fyrir góða ástundun og framfarir á æfingum auk þess að stíga sín fyrstu skref í keppni á innanfélagsmótum í sumar. Sagt er frá útnefningunni á vef Skotfélagsins Markviss.
Meira