Nýr framleiðslubúnaður hjá Mjólkursamlagi KS
feykir.is
Skagafjörður
24.09.2019
kl. 08.17
Undanfarnar vikur hefur staðið yfir uppsetning á nýjum tækjabúnaði til framleiðslu á ferskum mozzarella í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki. Samlagið hóf framleiðslu á þessum osti fyrir tæplega 20 árum og var því komin tími á endurnýjun tækja. Að sögn Jóns Þórs Jósepssonar, framleiðslustjóra MKS, kemur nýi búnaðurinn frá Ítalska fyrirtækinu ALMAC og voru aðilar frá þeim að prufukeyra búnaðinn og kenna starfsmönnum MKS handbrögðin í síðustu viku.
Meira
