feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
05.01.2019
kl. 10.17
Elísabet Kjartansdóttir og Páll Bragason á Sauðárkróki voru matgæðingar Feykis í 1. tölublaði ársins 2017 og gáfu lesendum uppskriftir að vinsælum heimilismat á þeirra heimili. „Við ætlum ekki að fara alveg hefðbunda leið í þessu en venjan er að komið sé með uppskriftir að þriggja rétta máltíð en við ætlum ekki að gera það enda erum við venjulega ekki með forrétt á borðum hjá okkur. Við ætlum bara að koma með uppskriftir af venjulegum heimilismat sem er vinsæll hér hjá okkur en á heimilinu búa fjögur börn og það getur verið svolítil þraut að bjóða upp á mat sem öllum þykir góður. Við erum því með uppskrift af dásamlega góðu pestói sem er mjög gott ofan á kex eða á nýbakað brauð sem er ennþá betra. Við erum líka með uppskrift af mjög góðum kjúklingarétti sem er afar vinsæll hér á borðum hjá okkur, krakkarnir bóksaflega drekka sósuna og við Palli elskum kartöflurnar sem við höfum alltaf með. Þetta er allt svo saðsamt að það er óþarfi að hafa einhvern eftirrétt en við komum samt með uppskrift af einum laufléttum og góðum,“ sagði Elísabet.
Meira