Fréttir

Stólarnir á toppnum yfir hátíðirnar - Viðtal við Helga Frey

Tindastóll gerði góða ferð til Keflavíkur í gær þegar fyrri leikir síðustu umferðar Domino´s deildar voru spilaðir. Keflavík, sem situr í 3. sæti, hefði með sigri komist á toppinn með Njarðvík sem nú deilir toppnum með Stólunum með 20 stig en okkar menn eru með betra stigahlutfall og tróna því aðeins hærra á stigatöflunni yfir hátíðirnar.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra 2018 - Kosning hafin

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust níu tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og lýkur henni kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar 2019.
Meira

Jólablak hjá blakdeild Kormáks

Á blakæfingu hjá blakdeild Kormáks sl. þriðjudagskvöld fór fram svokallað jólablak. Þá var þeim krökkum sem aðstoðuðu við framkvæmd Íslandsmótsins í haust og blakkrökkunum sem nú æfa hjá Kormáki boðið í jólablakleiki með meistraflokknum. Að æfingu lokinni var svo slegið upp pizzuveislu í íþróttahúsinu.
Meira

Reytingur á fyrsta REKO afhendingu á Norðurlandi

Fyrsta REKO afhendingin á Norðurlandi fór fram í gær á Blönduósi. Skemmtileg stund í hinni frábæru Húnabúð / Bæjarblómið, segir á Facebooksíðu REKO en þar fór afhendingin fram milli klukkan 13 og 14. Seinna um daginn fór önnur afhending fram á Sauðárkróki og í dag verður afhending hjá Jötunvélum á Akureyri milli kl: 12-13.
Meira

Aðstoðuðu ferðamenn á Kili

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarfélaginu Blöndu voru kallaðir út fyrir skömmu þess erindis að koma erlendum ferðamönnum til aðstoðar en þeir höfðu fest bíl sinn á Kjalvegi, í grennd við Hveravelli. Ferðamennirnir voru á leið suður Kjöl á litlum Hyundai fólksbíl og ætluðu að skoða Gullfoss og Geysi. Fá þessu var sagt á mbl.is í gær.
Meira

Hér er Skagfirðingur

Trjágreinarnar með gulnuðu laufi sem umvefja jólablað Feykis 2018 eru greinar gulvíðis (Salix phylicifolia) sem á rætur að rekja í Fögruhlíð í Austurdal í Skagafirði. Það sem er eftirtektarvert og raunar merkilegt við þennan víðir er að hann ólíkt flestum öðrum lauftrjám, heldur sölnuðu laufinu langt fram á vetur. Þetta má greinilega sjá á myndinni sem tekin er í Kópavogi 16. desember 2018.
Meira

Ekki í anda MeToo að gægjast á glugga

Það er ekki upp á drengina hans Leppalúða logið með dónaskap og hyskni. Í nótt kom enn einn durturinn til byggða og glennti glyrnurnar inn um glugga landsmanna. Sá heitir Gluggagægir og herma heimildir að inni á löggustöð liggi kæra á hendur honum frá heiðviðri frú fyrir þennan ósóma, enda ekki í anda MeToo. En þar sem kominn er föstudagur látum við flakka eitt jólalag með Vandræðaskáldunum frá Akureyri en sungið er um rauð jól, annars konar rauð en flestir þekkja.
Meira

Nýr olíutankur við verslunina á Ketilási

Undanfarið hefur verið unnið að því að koma fyrir nýjum olíutanki frá ÓB við verslun KS á Ketilási í Fljótum. Væntanlega verður það til mikilla hagsbóta fyrir Fljótamenn en engin olíuafgreiðsla hefur verið starfrækt þar síðan í upphafi þessa árs þegar N1 hætti olíu- og bensínsölu á staðnum.
Meira

16 þristar verðlaunaðir með 16 Risa Þristum

Það var smá húllumhæ í Síkinu í gær þar sem leikmenn Tindastóls voru á lokaæfingu fyrir jólafrí og lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildarinnar sem fram fer í Keflavík í kvöld. Í tilefni af Íslandsmeti Brynjars Þórs Björnssonar í þristahittni á dögunum tók stjórn körfuknattleiksdeildar sig til og færði kappanum ágæta gjöf; treyjuna sem hann spilaði í í leiknum og 16 Risa Þrista.
Meira

Eyðum ekki jólunum á klósettinu

Þessa dagana er mikið um að vera í eldhúsum landsins enda jólaundirbúningur í fullum gangi og margar tegundir af matvælum sem koma þar við sögu. Matvælastofnun vill benda fólki á að mikilvægt er að hugað sé vel að hrein­læti, réttri meðhöndl­un og kæl­ingu mat­væla í eld­hús­inu svo koma megi í veg fyr­ir að heimilisfólk og gestir þess fái mat­ar­borna sjúk­dóm­a sem valdið geta miklum óþægindum.
Meira